Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 18

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 18
64 ÆGIR skipið og upp í mið möstur í ólögunum. Færði ég mig litið eitt sunnar á bergið, í beina vindafstöðu til skipsins, og hróp- aði þaðan, hvert nokkur maður væri um borð; var mér þá svarað með marg- rödduðu ópi, að mér virtist frá brúnni. Litlu seinna sáum við að eldspítu var brugðið upp á brúnni, hrópaði ég þá aftur til mannanna og skipaði þeim að fara tafarlaust af brúnni, því hún væri að brotna af, en þeir yrðu á millum ó- laga, að reyna að komast fram á hval- bakinn. Fóru skipsmenn þá strax að smátínast fram á hvalbakinn á millum ólaganna. Iíomust þeir þangað allir heilu og höldnu, þó kaffærðir væru þeir í köfl- um, sem í ólögunum lentu. í næsta ó- lagi reif hann brúna í sundur, og var þvi þarna minnsta spursmál millum lifs og dauða. Sjáanlegt var, að ómögulegt var að bjarga mönnunum úr landi, þar sem líka engin tæki voru við hendina, sem hægt væri að nota. Það var því ekki um annað að gera, en láta meiri part af bjargliðinu tara heim aftur, og reyna að komast suður aftur á tveimur áttæring- um. Sendi ég svo 16afmönnunum heim til að koma á skipunum, en var sjálfur eftir við sjötta mann, ef skipið skyldi brotna, áður en bjargliðið kæmi, og ef mögulegt væri að ná þá einhverjum manninum í stórgrýtinu undir berginu. Eg sagði skipsmönnum að tvö skip væru á leið til þeirra, og að alll yrði gert, sem hægt væri til að bjarga þeim, en nú var sjór óðum að versna, og féll nú hafald- an margbrotin yfir allt skipið, svoskips- menn voru oft í grænum sjó, þar sem þeir héldu dauðatökum í grindverk hval- baksins. Kl. 8 um morguninn voru bæði skipin komin, en nú var brimið orðið það mikið áð engin tiltök voru að koma nálægt skipinu á sjóborða, það var hvers manns bráður bani;hið einabjargráð var að reyna að velja lag, inn fvrir skipið. Éggaf Magnúsi Magnússyni.sem var fyr- irliði á öðru skipinu, bendingu um að reyna að komast inn fyrir sldpið, því ég þekkti hann aðóbilandi kjark og snarræði. Örfáum mínútum seinna var Magnús kominn inn fyrir botnvörpunginn, en þá var svo af skipsmönnum dregið, að þeir höfðu enga hugmynd um að skipið var komið inn fyrir þá, og hvernig sem ég hrópaði og kallaði, sinntu þeir því engu, en stungu bara hausunum í sjóina, þegar þeir féllu yfir hvalbakinn. Einn af skipverjum Magúsar, var Jón Jónsson, bóndi í Junkaragerði, jötun- menni að afli, réðist hann upp á skipið, þegar sjáanlegt var að skipbrotsmen voru orðnir alveg sinnulausir. Verða mér lengi minnisstæð handtökin hans Jóns, þegar hann var að dyngja öllum skipsmönnum eins og ullarpokum niður í áttæringinn, Enn það var ekki um annað að gera, en að brúka hlífðarlaus handtök, því líf allra lék á veikum þræði. Á meðan áttæringurinn var fyrir innan skipið, og það var ekki brotið niður, var honum engin hætta búin, nema hvað smáhvolfur helltust niður i hann yfir skipið i mestu ólögunum, en nú var þyngsta þrautin eftir, að velja sér lag út fyrir skipið á frýjan sjó. Eftir stuttan tíma tókst að fá brúklegt lag, og var svo siglt hraðbyri heim til mín, með allan hópinn. Hafði ég skipsmenn alla hjá mér i 4 daga; voru þrír kvenmenn í þrjá daga að þvo og þurka og bæta allar þeirra spjarir. (Eftir 15 mín. að mönnunum var n-ð, var skipið horfið með öllu). Reikningur sá er ég gaf, var kr. 1,25 um timann, og þegar litið er til allra þeirra erfiðleika og lifshættu, sem við

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.