Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 10
4
ÆGIR
sem rekur farfuglana heim til þeirra
landa, sem þeir hafa alist upp.
Par sem árgangurinn af þorskinum
frá 1923, var svona óvenjulega kröftug-
ur, og mikið bar á árganginum frá 1922,
má gera ráð fyrir að hvorugur þessara
árganga verði horfinn á árinu sem er
að byrja, og ef að veður ekki baga má
því búast við allgóðu aflaári næsta ár,
og sömuleiðis má búast við að fiskurinn
verði nokkuð stærri en undanfarandi ár,
aftur á móti er írekar útlit fyrir að fisk-
urinn verði ekki feitur, ef hægt er að
miða við þann fisk, sem fiskast hefur
hér sunnanlands seinni hluta ársins, en
auðvitað er það ekki nægileg sönnun,
þar sem engar stærri fiskigöngur hafa
enn gert vart við sig.
Eins og tafla I sýnir, hefur ársaflinn
1931 verið heldur minni en 3 undanfar-
andi ár.
Suðurland.
Vanalega hefst saltfisksvertíðin á Suð-
urlandi og Vestmannaeyjum strax upp
úr áramótum, en eins og áður er tekið
fram, sökum hinna miklu birgða og ó-
vissu um sölu afurðanna, var töluverð-
ur uggur í mönnumstrax í ársbyrjunog
drógst því víðasthvar nokkuð með byrj-
un vertíðanna. Auk þess voru lítilshátt-
ar kaupdeilur milli útgerðarmanna og
sjómanna á línugufubátum, sömuleiðis
milli sömu aðilja á Akranesi, sem seink-
uðu vertíðinni dálítið. Veðrátta var líka
í janúarmánuði allstirð við Faxafióa og
því sjaldan róið, þó var allgóður afli
hjá þeim, sem á sjó komust, og var
nokkuð af þeim fiski flutt út í ís. 1 Vest-
mannaeyjum hófust róðrar um miðjan
janúar hjá allmörgum bátum, en ekkert
var saltað þar af fiski, fyr en eftir miðj-
an febrúar, en aflinn allur seldur i út-
lenda eða innlenda togara, sem fluttu
hann til útlanda í því ásigkomulagi, hélzt
þessi ísfiskssala fram i aprílmánuð.
Þó eigi væri hér um stórar fjárupp-
hæðir að ræða, hjá hverjnm bát, nam
þessi útflutningur allmiklu, og kom sér
vel fyrir útgerðarmenn að fá þarna hand-
bært fé, í þeim gjaldeyrisvandræðum,
sem þeir voru í, í vertíðarbyrjun og með
mikið óselt af fyrra árs fiski. Samkvæmt
skýrslu lögreglustjórans í Vestmannaeyj-
um, var þessi útflutníngur 1310 smál.
Framan af vertíðinni voru ógæftir miklar
í Vestmannaeyjum, en seint í febrúar
skifti um, og eftir það var ágætur afli
og tíð hagstæð alla tíð til loka. Frá pásk-
um til loka, var þar enginn landlegu-
dagur og er það sjaldgæft. Netjaveiðar
stunduðu að eins 10—20 bátar, svo að
yfirleitt var netjafiskur óvenju lítill þar,
en netjabátarnir fiskuðu yfirleitt ágæt-
lega, þann tíma sem þeir stunduðu veið-
arnar. Hæsti báturinn fekk 54 þúsund
fiska. Aflahæsti báturinn á vertíðinni var
mótorb. »Lagarfoss«, með 105 þúsund
fiska. Síðast í april og fram eftir maí,
aflaðist töluvert af síld í lagnet þar á
höfninni, og kom sér það vel, þar sem
freðbeita sú sem þeir áttu f íshúsunum,
var þá að þrotum komin. Heildaraflinn,
rúm 40 þúsund skpd. af saltfiski, var að
vísu nokkuð lægri en árið áður, en þeg-
ar tekið er tillit til ferska fisksins, sem
seldur var eftir hendinni, og kemur því
ekki á aflaskýrslur, sömuleiðis þess, að
bátar voru þar nú nokkuð færri en árið
áður, er ekki hægt að segja annað en
að árið hafi verið þar eins og annars-
staðar á landi'nu, eitthvert almesta afla-
ár, sem komið hefur. Á þessari vertíð
voru yfirleitt tekin upp hlutaskifti á flest-
öllum bátum í Eyjum, en áður hefur
þar að mestu verið ráðið fyrir fast kaup
og aflaverðlaun.
Á vertíðinni stunduðu 76 bátar veiðar