Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 31

Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 31
ÆGIR 25 staðahók, Samþ. í e. hlj., — b. Tillaga frá Kristmanni Tómassyni, svo hljóðandi: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingtð að beita sér fyrir þvi, að byggður verði inn- siglingarviti á Krossvik á Akranesi sem allra fyrst«. Samþ. í e. hlj. — c. Tillaga frá Jóhanni Ingvasyni, svo hljóðandi: »Fjórðungsþingið skorar á vitamálastjóra að beita áhrifum sínum við þing og stjórn, til þess að viti í Vogum í Vatnsleysu- strandarhreppi verði tekinn upp í vita- kerfi landsins og reistur hið allra bráð- asta«. Samþ. í e. hlj. 12. Ljós og bförgunartœki ú brgggjur í Keflavík. Framsögu hafði Jóhann Ingva- son. Um mál þetta urðu allmiklar um- ræður, en að þeim loknum var borin upp svo hljóðandi tillaga: »Fjórðungs- þingið mælir með því, að næsta Fiski- þing ætli fé til þess að setja upp ljós á bryggjur í Keflavik og til þess að fá bjarghringi og línubyssu til afnota, ef þörf krefur«. Samþ. í e. hlj. Fundi frestað. Laugardaginn 28. nóvbr. kl. 9,30 árd., var fundur settur á ný á sama stað og var þá tekið fyrir: 13. Ráðstafanir vegna fjárhagsörðug- leika. Framsm. var Jóhann Ingvason. Lagði hann fram nefndarálil og gerði grein fyrír því og bar fram svo hljóð- andi tillögu í 3 liðum : »Fjórðungsþing- Sunnlendingafjórðungs beinir þeirri á- skorun til Fiskiþingsins, a. að það hlut- ist til um það við Alþingi, að sett verði lög, sem heimili bönkum og lánsstofn- unum, þegar um knýjandi nauðsyn er að ræða, og þar sem því verður við- komið, að fresta afborgunum skulda um eitt ár í senn, sem stofnað hefur verið til vegna framleiðslu landsmanna. b. að felldur sé niður verð- og vörutollur á hráefni, er nota þarf til framleiðslu. c. að komið verði á fót lánsstofnun fyrirsmá- bátaútveginn, sem veiti hagkvæmari lán til reksturs hans, en nú eru fáanleg«. Samþ. i e. hlj. 14. Breyting á birtingu veðurfregna. Framsm. Jóhann Ingvason gerði grein fyrir áliti nefndarinnar og bar framsvo- hljóðandi tillögu: »Fjórðungsþingið á- lyktar að skora á Fiskiþingið, að beita sér fyrir þvi við Alþingi, að veitt verði að minnsta kosti helmingi meira fé, en nú er ákveðið, fyrir birtingu veðurfregna. Jafnframt leggur þingið áherzlu á, að stormfregnir verði tilkynntar með sím- skeyti. Samþ. í e. hlj. 15. Dragnótaveiðar í landhelgi. Framsm. Valdimar Kristmundsson, gerði grein fyr- ir áliti og tillögum nefndarinnar. Um málið urðu nokkrar umræður ug tóku þátt i þeim auk fulltrúanna, Kr. Bergs- son forseti, Bjarni Sæmundsson dr. og Árni Friðriksson fiskifræðingur, er báðir töldu skaðlaust að veiða kola i landhelgi. Tillaga nefndarinnar er svo hljóðandi: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið, að hlutast til um það við Alþingi, að breytt verði gildandi lögum um bann gegn dragnótaveiði í landhelgi, á þann hátt, að leyft verði að íiska með drag- nót í landhelgi á tímabilinu 1. ágúst til 1. des. ár hvert. Ennfremur að allar inn- anhéraðssamþykktir verði úr gildi felld- ar«. Samþ. i e. hlj. Fundarhlé. Kl. 1,30 síðd., var fundur settur á ný og þá tekið fyrir að ræða: 16. Hafskipabryggju i Keflavíkurhreppi. Framsögumaður Jóhann Ingvason. Eftir að framsögum. hafði reifað máliðoglýst erfiðleikum Suðurnesjabúa vegna hafn- leysis, bar hann fram svohljóðandi til- lögu: »Fjórðungsþingið mælir sterklega með því, a. að næsta Fiskiþing veiti með-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.