Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 32
26
ÆGIR
mæli sín til Alþingis um ríflegan styrk
til þessa mannvirkis. b. að næsta Fiski-
þing veiti styrk af því fé, sem það hefur
til umráða á næsta fjárhagstímabili, til
byggingar hafskipabryggju i Iveflavíkur-
hreppi«. Samþ. í e. hlj.
17. Gœzlubátur i Faxaflóa. Málshefjandi
Bjarni Eggertsson, gerði grein fyrir áliti
nefndarinnar og bar fram svo hlj. tillögu:
»Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiski-
félags íslands, að hlutast til um það við
landstjórnina, að skip verði látið vera til
eftirlits með smábátaflotanum í Faxa-
flóa frá 1. jan. til 31. marz ár hvert«.
Samþ. í e. hlj.
18. Fiskimat. Málshefjandi Jóh. Ingva-
son. Nokkrar umræður urðu um mál
þetta og lagði nefndin fram svo hlj, til-
lögur: »Fjórðungsþingið skorar á næsta
Fiskiþing að hlutast til um, a. að meira
samræmi verði á mati á fiski, en verið
hefur, b. að ábyrgð verði komið fram á
hendur undirmatsmönnum, ef það sýnir
sig, að þeir gæta ekki settra reglna, c. að
merktur sé hver pakki merki staðar og
útflytjanda, d. að haldin sé skrá yfir það
hvaða fisk og hjá hverjum hver mats-
maður hefur metið, e. að laun undir-
matsmanna lækki í kr. 1,75 um klt. á
virkum dögum og kr. 2,00 á helgum
dögum, /. að yfirfiskimatsmaður verði á
stöðugu ferðalagi millí utflutningsstað-
anna, þegar verið er að meta flsk, til að
leiðbeina undirfiskimatsmönnum sinum.
19. Vélaumboð fgrir Fiski/élagið. Fram-
sögumaður Jóhann Ingvason, gat þess,
að þetta mál hefði áður legið fyrir fjórð-
ungsþinginu og lagði fram svo hljóðandi
tillögu : »Fjórðungsþingið skorar á Fiski-
þingið, að taka þetta mál til alvarlegrar
athugunar og reyna að hrinda þviífram-
kvæmd á þeim grundvelli, að umboðs-
laun af vélum skiftist á þann hátt, að
helmingurinn leggist i sérstakan sjóð
undir umsjón Fiskifélagsins, er varið sé
til styrklar ýmsum nauðsynlegum fram-
kvæmdum í þágu sjávarútvegsins, en
hinn he.mingurinn renni til styrktar ör-
vasa sjómönnum í því byggðarlagi, sem
vélin er keypt i«. Samþ. í e. hlj.
20. Húsbyggingarmál Fiskifél. Fram-
sögumaður Iíristján Bergsson. Svo hljóð-
andi tillaga var borin fram: »Með tilliti
til aukinna starfskrafta Fiskifél. í sér-
fræðigreinum, vill fjórðungsþingið beina
athygli Fiskiþingsins að því, hvort ekki
sé nú orðið tímabært að byggja hæfilegt
hús fyrir starfsemi félagsins«. Samþykkt
i e. hl.
21. Þá var borin upp svohljóðandi til-
laga: »Þar sem Fiskifélagið hefur nú
tekið i þjónustu sína 2 ágæta sérfræð-
inga. sem nú þegar hafa sýnt mikinn á-
huga i starfi sinu og að þeir muni vinna
mikið gagn hver á sínu sviði, þá skorar
fjórðungsþingið á Alþingi að veita Fiski-
félaginu minnst 100 þúsund króna styrk
á næstu fjárhagsáætlun og framvegis«.
Samþ. í e. hlj.
22. Borin fram af Bjarna Eggertssyni
svo hljóðandi tillaga: »Fjórðungsþingið
skorar á Fiskiþingið að hlutast til um,
að eitt af varðskipuna rikisins sé haft til
strandgæzlu að staðaldri, á svæðinu frá
Reykjanesi til Vestmannaeyja, frá 1. jan.
til aprílloka, og sem einnig sé til hjálp-
ar bátum, ef á þarf að halda«. Samþ.
með samhlj. atkv.
23. Sala á hfjjum fiski. Framsm. Jóh.
Ingvason, gerði grein fyrir áliti ogtillög-
um nefndarinnar, er lagði fram svo hlj.
tillögu til samþykktar: »Fjórðungsþingið
ályktar að skora á Fiskiþingið, aðstuðla
að því við Alþingi, að það með lögum
og fjárframlögum úr rikissjóði. styðji að
auknum útflutningi á nýjum fiski, þar
sem það er álit fjórðungsþingsins, aðút-
flutningur og sala á nýjum fiski verði