Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 18
12 ÆGIR kunnur, er talið að þau hafi öll tiisam- ans saltað hér ca. 20 þúsund tunnur, var mest af þeirri sild seld í Danmörku. Þá höfðu Svíar hér einnig 15—20skip við veiðar, en flest voru það smáskip og munu hafa aflað ca. 12 þús. tunnur, sem var mest allt kryddað. Aftur á móti höfðu Finnar hér við land mikla útgerð. Voru hér 2stórgufu- skip, þar sem síldinni var veitt móttaka frá flskiskipum, og hún verkuð að mestu leyti þar um borð. Önnur þessi útgerð, Elfvings Fiskeflotte, Hangö, sem hafði stöðvarskipið »Petsamo« og 5 veiðiskip, saltaði 30 þús. tunnur. Hin finnska út- gerðin, Lovisa Fiskeri A/B, Lovisa, hafði stöðvarskipið »Greta« og 2 veiðiskip. Þessi útgerð mun hafa fiskað lítið, og engar skýrslur liggja fyrir um árangur þeirrar útgerðar. Meðal nýjunga má telja það, að i tveim af fiskiskipum Elfvings, var höfð mótor- vél í öðrum nótabátnum og gafst það svo vel, að hann segist muni hafa það framvegis í öllum sínum nótabát- um. Sala sjávarafurða. Hún hefur gengið mjög treglega á ár- inu, og fór stöðugt versnandi eftir því sem á árið leið, enda voru margskonar erfiðleikar, sem hjálpuðust að i samein- íngu, til að gera söluna erfiða. t byrjun ársins voru fiskbirgðirnar á íslandi 126,819 skpd. og í Noregi 108.500 skpd. Þetta voru meiri birgðir en nokk- urntíma höfðu áður verið liggjandi á áramótum í framleiðslulöndunum. Óþurkar höfðu miklir verið á Islandi, árið 1930 og fiskur því verkast illa og var farið að bera löluvert á skemmdum i íslenzka fiskinum, og jafnvel áður en að hann fór að heiman, og ágerðust þær skemmdir auðvitað þegar fiskurinn fór að liggja mánuðum saman í neyzlu- löndunum. Strax fyrstu mánuði ársins, fóru að berast miklar aflafréttir frá íslandi og þó að dregið væri töluvert úr söltuninni, með því að láta togarana ekki fara á saltfiskveiðar fyr en eftir 20 marz. þá dugði það ekki, einkum þar sem fram- boðið hélzt jafnt og stöðugt á gamla fiskinum og fiskkaupmenn þeir, sem lágu með hálfskemmdar birgðir af gamla fisk- inum, reyndu að koma honum út fyrir eitthvert verð, en þá lækkaði auðvitað verðið á hinum jafnframt. Til Englands hefur jafnan verið hægt að selja töluvert af saltfiski, fyrstu mán- uði ársins, en sú sala brást að mestu leyti. Á Spáni, sem er okkar aðalviðskipta- land, voru stöðugar óeirðir og uppreistir fram eftir öllu sumri, peningagengi þeirra mjög óstöðugt, og yfirleitt altaf fallandi, svo að það skapaði svo mikla óvissu í viðskiftalífinu, að heildsalar þar kusu heldur að vera fisklausir, en að hætta fé sínu í óvissu, þar sem líka var vitan- legt að verð framleiðslulandanna mundi fara lækkandi. Þegar fram á vorið kom, og farmarnir af nýja fiskinum fóru að koma frá íslandi, reyndist fiskurinn að vera mjög horaður og þunnur eins og vitanlegt var, og flokkaðist því mikið meira af fiskinum í smærri fisk og mill- umfisk, en ráð var fyrir gert. Verðfall á kaffi í Brazilíu, sem er þeirra aðalútflutníngsvara, ásamt stórkostlegum bankahrunum þar, hverju á eftir öðru, stöðvaði um tíma að mestu leyti inn- flutning á fiski þangað, svo aðþærþjóð- ir, sem vanar eru að selja þangað fisk, höfðu ekki annars úrkosti, en að þrengja þeim fiski sínum, sem þangað var ætl- aður, inn á hinn yflrfyllta markað Mið- jarðarhafslandanna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.