Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 7
ÆGIR
MÁNAÐARIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
25. árí
Reykjavik. — Jan. 1932.
Nr. 1.
Sjávarútvegurinn 1931.
Eftir Kristján Bergsson.
Árið 1931, sem nú er að enda, hefur
orðið mörgum mönnum mikil vonbrigði.
Óvenjumikill afli kringum allt landið,
nema á Austfjörðum. Síldveiði sömu-
leíðis yflr sumarmánuðina og haustsild
að sumarveiðinni lokinni, bæði á Norð-
ur- og Austurlandi fram undir áramót,
en verðfall á ílestöllum sjávarafurðum
svo ægilegt, að heita má að öll útgerð
landsmanna liggi nú í molum um ára-
naótin.
Eg gat þess i síðustu ársskýrslu minni,
(Ægi 1. tbl. 1931), að fiskbirgðir þær sem
óseldar væru, voru svo miklar, að þær
niundu halda fiskverðinu niðri og lækka
verðið á nýju framleiðslunni. Það var
strax nokkur uggur i útgerðarmönnum
i ársbyrjun, og vertíð yfirleitt byrjuð
nokkuð seinna sunnanlands en vant er,
t. d. var fyrst farið til fiskiar úr Kefla-
vík 15. janúar, og eigendur togaranna
bundust samtökum um að láta þá ekki
fara á saltfisksveiðar fyr en eftir 20.
marz, til þess að draga sem mest úr salt-
fisksframleiðslunni. Árið byrjaðí með
verkfalli á línuveiðagufuskipum og stóð
það til 14. febrúar að samningar komust
á, að mestu leyti óbreyttir frá því sem
áður var, þó hækkaði aflahluti háseta á
síldveiðum litið eitt, úr 33730/# í 35°/o.
Petta hvorttveggja dró mjcg úr salt-
fisksframleiðslunni, að minnsta kosti það
fyrtalda, þó það væri ekki nægilegt til
þess að halda birgðunum í hæfilegum
takmörkum, og halda uppi eftirspurn-
inni á saltfiskinum, enda kom fleira til
greina, þegar leið fram á sumarið, sem
olli verðfallinu og ýtti því af stað.
Á Akranesi byrjaði árið með kaup-
deilu milli útgerðarmánna og sjómanna,
sem jafnaðist fljótt.
Tið var all-óstillt fyrstu mánuði ársins
sunnanlands og fram undir miðjan fe-
brúar aflalítið, en þá kom mjög kröftug
fiskiganga í Faxaflóa og veiðistöðvunum
þar í kring, og var þá landburður af
fiski um tíma. 14. febr. gerði aftakaveð-
ur af norðri og urðu þá töluverðar
skemmdir á skipum og bátum viða, með-
al annars skemmdust þá svo gufubát-
arnir Eljan og Namdal í Hatnarfirði, að
þeir voru dæmdir ósjófærir, þó var Nam-
dal fluttur til Noregs til viðgerðar, seinna
um sumarið af skipstjóra af norsku há-
karlaveiðaskipi, sem keypti hann.
Á Vesturlandi byrjaði árið strax með