Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 15
ÆGIR
9
þar af leiðandi háðir því, að fiskurinn
gangi á þeirra heimamið.
Skipastóllinn er að mestu leyti þann-
ig, að mennirnir geta ekki búið i skip-
unum, og gert að aflanum um borð, og
því stundað veíðina hvaðan sem er á
landinu, og þar sem afli fæst i það og
það skifíið. Þessi takmörkun á útgerð
þeirra, stafar liklega meira en margur
hyggur, af því, að skútuútgerðin festi aldrei
verulega rætur á Austurlandi. Sjómenn-
ina þar, vantaði þá æfingu og lækni, sem
sjómenn annara landsfjórðunga fengu
við sína þilskipaútgerð, og varð þess
valdandi, hversu vel þeim tókst að laga
sig eftir skilyrðunum og kringumstæð-
unum, þegar vélaaflið, með komu tog-
aranna og stærri vélskipin voru tekin i
þjónustu fiskiveiðanna. Það er óhugs-
andi, að togaraútgerðin sunnlenzka hefði
þrifist jafnvel á fyrstu árunum og tekið
jafn fljótum og miklum þroska, hefðum
við ekki átt völ á annari sjómannastétt,
en þeirri, sem heimaræði á smábátum
skapar. Togarinn Andri, sem keyptur var
til Austfjarða, og gengið hefur þaðan í
nokkur ár, hefur hér um bil eingöngu
sunnlenzka skipshöfn, sem ráðinersam-
kvæmt launakjörum sunnlenzkra tog-
aramanna, hvar annarsstaðar á landinu
sem væri, mundu heimamenn hafa keppst
um að ná i stöður á slíku skipi, ef þeir
ættu þess kost, annarsstaðar en á Aust-
urlandi, en þar hefur reynzlan verið sú,
á því skipi, að þaðan hefur sum árin
verið einn eða enginn skipverji af Aust-
urlandi.
Vestfirðingar hafa undanfarandi ár,
haft 3 togara, og hafa skipshafnirnar nær
eingöngu verið heimamenn þeirra hér-
uða, þaðan sem skipin eru. Auk þess
er fjöldi af mönnum, sem árlega á
vertiðinni koma frá Norður- og Vestur-
landi, til þess að leita sér atvinnu á
sunulenzkum togurum, það virðist því
ekki vera jarðvegur á Austurlandi til
þess að koma þar á fót togaraútgerð.
Töluverð hjálp var útflutningur af
kældum fiski, sem sendur var út frá
Austfjörðum um haustið, hafði ríkisstjórn-
in tvö skip í förum, til þess að annast
flutningana, og var fiskurinn fluttur í
kössum, má gera ráð fyrir að tilraunum
þessum verði haldið áfram eftirleiðis,
enda liggja Austfirðir vel við fyrir þessa
flutninga, og hafnir eru þar ágætar. Yrði
þessum flutningum haldið áfram ístærri
stíl, er samt nauðsynlegt að koma ein-
hversstaðar upp ísverksmiðju á Austur-
landi, og færa útflutninginn saman á einn
eða tvo staði, en á því yrðu sjálfsagt
nokkur vandkvæði, því togstreita er jafn-
an mikil milli útgerðarplássanna þar.
Smásildarveiði var mikil, einkum á
Seyðisfirði og Norðfirði, seinni hluta
haustsins og fram yfir áramót, og var
búið að salta á áramótum ca. 4 þúsund
tunnur, og nokkuð var búið að flytja
út af henni fyrir áramót, en tiltölulega
var lítið af henni selt. Síldin var með
17—18°/0 fitu og hæfilega stór til söltunar.
Síldveiðin.
Sildveiðin gekk mjög vel á árinu. Síð-
ast í april fór að fiskast síld í lagnet við
Vestmannaeyjar og framan af maímán-
uði, fiskaðist þar og í Grindavík allmik-
ið af síld, aftur á móti var mjög litill
síldarafli í Fáxaflóa og í Jökuldjúpinu,
framan af vorinu. Fyrsta reknetasildin
fékkst á Siglufirði 40 tunnur, 18. júní, og
eftir það fékkst altaf nægilegt af síld til
beitu í reknet, norðanlands. Skipin sem
ætluðu að fiska fyrir bræðslustöðvarnar,
lögðu því timanlega af stað, og í júlí-
byrjun eru sunnanskipin að leggja af
stað til veiðanna, enda var þá sildin að
koma allverulega. 1. júlí fékk gufuskipið