Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 35

Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 35
ÆGIR 29 lagði meiri hlutinn, Arngr. og Éiríkur, fram eftirfarandi tillögu, en Jón Jóhanns- son var á móti máli þessu: »Fjórðungsþingið skorar á Alþingi og Ríkisstjórn, að stofnsetja sem fyrst fiskimannaskóla á ísafirði, sem veiti sömu réttindi og fiskiskipstjóradeild Stýrimannaskólans í Reykjavík«. Tillagan var samþ. með 5 atkv. gegn 3, en 3 fulltrúar greiddu ekki atkv. 9. Vitamál. Nefnd í því máli: Kr. A. Kristjánsson, Árni Gunnar þorsteinsson og Daníel Eggertsson, lagði fram svohlj. tillögu, er samþ. var í einu hlj.: »Fjórðungsþing Vestfirðinga skorar á Fiskiþingið að vinna að þvi: 1. Að settir verði Radio-miðunartæki i sambandi við Galtarvitann. 2. Að reistur verði innsiglingarviti á Langanesi í Arnarfirði. 3. Að reistur verði innsiglingarviti á Óshólum eða Stigahlíð, og Ijósmagn Arnarnesvitans verði aukið. 4. Að smá-vili verði reistur i Mið-Djúp- inu ásamt leiðaljósi á hentugum stað fyrir báta-umferð um Inn-Djúpið. 5. Að reistir verði innsiglingarvitar á Vatneyrarodda i Patreksfirði og Þingeyrarodda í Dýrafirði. 6. Að innsiglingarljósið á Fiateyri verði svo greinilega auðkennt, að eigi verði um villst«. 10. Dragnóta-mál. Eftirfarandi tillaga frá Kristjáni Jónssyni samþ. með 6 atkv. gegn 2. »Fjórðungsþingið er því fylgjandi, að veiðitími dragnóta verði færður fram, til 1. ágúst, og sé þá 4 mán- uðir á ári«. 11. Samlags-mál. 1 það mál var nefnd kosin: Arngr. Bjarnason, Ivr. A. Kristj- ansson og Sveinbjörn Kristjánsson, og lagði hún fram svohljóðandi tillögu, er samþykkt var: »Fjórðungsþingið lýsir ánægju sinni yfir starfsemi Fiskifélagsins i sam- vinnumálum sjómanna, þar sem það telur hina mestu nauðsyn fyrir út- vegsmenn, að mynda meira samstarf um atvinnu sína, en verið hefur. — Jafnframt skorar fjórðungsþingið á deildir fjórðungsins, að þær hver á sinu svæði fái vissu um vilja manna til samlagsstofnunar, og að þær vinni að því, að samlög myndist sem fyrst«. 12. Rekstrarlán. Eftirfarandi tillaga frá sömu nefnd, einnig samþ. í einu hlj. »Fjórðungsþingið leggur áherzlu á þá knýjandi nauðsyn, að fyrir hendi sé nægilegt handbært fé til rekstrar- lána fyrir bátaútveginn, og skorar á Alþingi og Rikisstjórn, að gera allt sem unnt er, til þess að fullnægja þeirri nauðsyn. — Jafnframt ítrekar fjórðungsþingið þá kröfu, að fé þessu verði veitt, sem jafnast um landið, eftir því sem nauðsyn krefur«. 13. Fisksalan. Þessi tillaga frá sömu nefnd og í 11. og 12. máli samþykkt. »Vegna þess alvarlega og óvenju- lega ástands, sem nú er með fisk- sölu landsmanna, þar sem mikill hluti verkaðs fiskjar er seldur í um- boðssölu, telur fjórðungsþingið það leið út úr ógöngum þessum, að skip- uð verði útflutningsnefnd, er hafi á hendi sölu á öllum verkuðum fiski. — Fjórðungsþingið telur heppilegt, að nefnd þessi verði skipuð 5 mönnum, og útnefni Ríkisstjórnin formann nefndarinnar, Fiskifélag íslands tvo nefndarmenn, sem fulltrúa bátaút- vegsins, og Félag islenzkra botnvörpu- eigenda tvo nefndarmenn«. 14. Sundlangarbggging í Bolungavík. Svohljóðandi tillaga samþykkt: »Fjórðungsþingið telur það sjálf- sagt, að Fiskifélag íslands styrki L

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.