Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 24
18
ÆGIR
ber og desember oft góðir mánuðir þó
að þeir hafi brugðist nú tvö siðustu ár-
in. Á ísfiskveiðunum er Venus aflahæst-
ur með 15579 £, enda farið flestar (11)
veiðiferðir.
Tveir togarar strönduðu á árinu, Barð-
inn, sem strandaði á Þjótnum við Akra-
nes, 21. ágúst og Leiknir, sem strandaði
við Kúðaós 21. nóv. Mannbjörg varð í
bæði skiptin. Engin togari bættist við á
árinu og er þvi tala togaranna i árslok
38.
Aflabrögð og þátttaka í fiskveiðum.
Tafla V. sýnir, hvernig saltfisksveiðin
skiftist á milli mánaða ársins og hve
þátttaka í þeim er mikil á hverjum tíma.
Siðustu mánuði ársins hefur mjög lítið
verið saltað vegna bins lága verðs á fisk-
inum, sú aflaviðbót, sem þar bætist við
eru að nokkru leiðréttingar á skekkjum,
frá fyrri mánuðum.
Mest hefur aflast í aprílmánuði 141
þúsund skpd., en þátttakan i fiskveið-
unum hefur verið mest í maímánuði, þá
hafa 834 skip og bátar stundað veiðarn-
ar, með samtals 5733 menn.
Að þvi er mannatöluna snertir, skal
það tekið fram, að á skýrslu þessari ern
að eins taldir þeir menn, sem eru á skip-
um, en ekki þeir menn, sem vinna að
beitingu, aðgerð aflans í landi o. s. frv.
Ástand sjávarútvegsins
er það hörmulegasta eins og sakir standa.
Mikill hluti útgerðarinnar er kom-
inn inn á þá braut, að fyrirsjáanlegt er,
að hann getur ekki rétt við eða starfað
á sama grundvelli og hann nú stendur á,
og með því söluverði á afurðum, sem
liklegt er að fáist á næstn árum, nema
með róttækum breytingum, og miklu
meiri aðgæzlu en verið hefur, ég er ekki
viss um að þjóðinni í heild sinni, sé það
fyllilega ljóst, hve útgerðinni hefur hrak-
að mikið nú á siðuslu árum, síðan 1920
hefur togaraútgerðin mjög lítið verið
endurnýjuð, og það eitt út af fyrir sig,
er nægjanlegt til þess að benda á aftur- 7
förina. Aðrar fiskveiðaþjóðir hafa á þeim
tíma stöðugt endurnýjað sína útgerð og
byggt ný og fullkomnari skip í stað hinna
eldri, þetta mundi líka hafa verið gert
hér, ef að togarafélögin hefðu verið til
þess fær, í stað þess, að mörg af skip-
unum hafa ekki getað afskrifað fyrir eðli-
legri fyrningu, og eru enn færð á reikn-
ingum með upphaflegu kaupverði, sem
auðvitað nær ekki nokkurri átt. Um 10
af togurunum mun þurfa að flokka í
ár (12 ára), og má gera ráð fyrir aðþað
kosti 50 — 60 þús. kr. á skip, og verður
erfitt hjá þeim, að skila þeim arði, og
þó er hér ekki að ræða um nema sjálf-
sagt og eðlilegt viðhald. Það sem maður
sérstaklega rekur augun í við ísl. útgerð- '
ina, er hve mannahaldið er lítið sparað,
jafnframt kaupkröfum hefur fjölgunar
skipverja verið líka krafist, við höfum
ekki notað okkur reynzlu annara þjóða,
á þessu sviði, sem höfðu þó meirireynzlu
og við hefðum getað lært svo margt af.
Okkur ríður nú lífið á að geta selt
sem mest af isfisk, til annara landa, með-
an saltfisksmarkaðurinn er yfirfullur.
Hvernig á þá íslenzkur togari, sem hef-
ur 20—22 menn, að geta borgað sama
kaupgjald og gefið sama arð, eins og t.
d. enskur togari, sem siglir á sömu staði,
og selur fyrir sömu uppbæð, en hefur
að eins 14 menn. Utgerðarmenn virðast
ekki, eins og starfsbræður þeirra i öðr-
um löndum, hafa nein sambönd sín á
milli, um hvaða sldpshöfn sé látin fylgja
hverju skipi. Skipstjórar og stýrimenn,
ráðnir upp á aflahlut af brúttó afla, heimta
auðvitað eins marga menn, eins og þeir
frekast telja sig hafa þörf fyrir, eða geti