Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 11
ÆGIR
5
frá Eyjum, þar af 61 yfir 12 smálestir,
er það nokkru færra en árið áður.
Frá Stokkseyri gengu 7 vélbátar minni
en 12 smálestir, á vertíðinni, og var það
sama bátatala og árið áður. Afli var þar
ágætur síðari hluta aprílmánaðar og varð
heildarafli vertíðurinnar lítið eitt hærri
en árið áður, eða 1852 skpd. (1679)1.
Frá Eyrarbakka gengu mest alla ver-
tíðina, að eins 2 bátar, þriðji báturinn
þaðan, 'stundaði veiðar frá Sandgerði
allan fyrri hluta vertíðar. Afli var þar
eins og á Stokkseyri, ágætur síðari hluta
apríl, heildarafli 500 skpd. (800). Árið
áður gengu frá Eyrarbakka 5 bátar. Út-
gerðin hefur mjög dregið saman á Eyr-
arbakka undanfarandi og ekki sjáanlegt
að hún eigi fyrir sér að risa þar upp
aftur, sem aðalatvinnuvegur manna, til
þess eru erfiðleikarnir of miklir, og róðr-
ardagarnir í flesfum árum of fáir, sök-
um brima. Aftur á móti eru skilyrðiþar
til ræktunar, einkum garðræktar, mjög
góð, og virðist liggja þar næst, að land-
búnaðurinn væri aðalatvinnuvegurinn,
en fiskveiðarnar væru þá stundaðar að-
allega á minni og ódýrari bátum, trillu-
bátum, þegar veður leyfir og aflahlaup
eru.
Frá Þorlákshöfn gengu að eins 2 trillu-
bátar, tima af vertíðinni. Afli 100 skpd.
(105). Þrátt fyrir það, þó að töluvert fé
bafi verið lagt þarna í lendingarbætur,
á seinni árum, þá virðist það ætla að
verða erfitt að endurreisa þessa gömlu
og frægu veiðistöð, og eins og sakir
standa, lítur helzt út fyrir að engin bát-
ur verði gerður þar út næstu vertíð.
Grindavík hefur verið i mjög miklum
uppgangi, nú nokkur undanfarandi ár.
siðan farið var að setja vélar í opnu
1) Tölurnar innan sviga merkja sambærileg-
ar tölur áriö áöur.
bátana. Gengu þaðan í vetur 27 bátar
(29) og öfluðu 7166 skpd. (7 þús,), Frá
því um miðjan apríl og til mánaðarmóta,
var þar feikna afli, upp í 3 þús. fiska
á bát, suma daga, en sökum manna-
leysis og saltleysis, var ekki hægt að
notfæra sér þenna mikla afla sem skyldi.
Síðast í apríl fór að verða þar vart við
sild í reknet, og veiddist hún þar mikið
um tíma.
I Járngerðarstaðahverfi í Grindavík,
var á sumrinu byggð allmyndarleg stein-
bryggja sera jafnframt er þar varnargarður,
léttir hún mikið uppskipun á fiski, þar
sem nú er hægt að koma þar við bæði
handkerrum og bilum, en hingað til hafa
sjómennirnir orðið að bera upp mest af
fiskinum, á bakinu, og svo er það enn
þá í Þórkötlustaðahverfinu, sem eraust-
asta hverfið í Víkinni.
Frá Höfnum á Miðnesi, gengu á ver-
tiðinni 10 opnir vélbátar, og er það sama
bátatala og árið áður. Heildarafli f sölt-
un 1900 skpd., (1230). Auk þess var mikið
selt af ferskum fiski til Reykjavíkur,
einkum að sumrinu og haustinu. Nokkr-
ir bátar þaðan stunduðu dragnótaveiðar
að haustinu, með góðum árangri. Þeim
veiðitækjum hefur mjögfjölgað hér sunn-
anlands, síðastliðið sumar, eins og vfðar
á landinu, einkum þar sem útflutningur
á ferskum fiski hefur átt sér stað.
Frá Sandgerði gengu framan af ver-
tiðinni 14 mótorbátar með þilfari, og
þegar leið á vertíðina, bættust við 10
opnir trillubátar. Heildarafli 9555 skpd.
(7548).
Úr Garði og Leiru, gengu 4 opuir bát-
ar, og er það sama bátatala og árið áð-
ur. Vertíðin var þar léleg. Heildarafli
192 skpd. (430). Af því eru 70 skpd.
haustafli, sem saltaður var í tunnur og
fiuttur til Hollands.
Úr Keflavík og Njarðvikum, gengu 30