Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 44

Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 44
38 ÆGIR undanfarið, samkvæmt reikningum fé- lagsinsct. Breytingartillaga þessi samþykkt með 4 atkv. gegn 3. Aðaltillagan var felld með 4 : 3 atkv. Tillaga svohljóðandi kom frá Níelsi Ingvarssyni: »Fjórðungsþingið telur æskilegt, að framvegis verði fjórðungunum falið að sjá um námsskeið í sjóvinnu og siglinga- fræði, og styrkur til fjórðunganna verði hækkaður um 1000 kr. í því skyni«. Samþ. með öllum greiddum atkv. Svohljóðandi tillaga frá Friðriki Steins- syni var samþ. mað öllum greiddum atkv.: »Fjórðungsþingið mælir eindregið með því, að Fiskifélag íslands styrki náms- skeið það í siglingafræði, sem nú stend- ur yfir á Eskifirðk. h. Hajnarbœiur. Nefndartillaga: 1. »Fjórðungsþingið telur lendingar- bætur á Gunnólfsvík nauðsynlegar og leyfir sér eindregið að mæla með því, að lendingabætur þær, er hr. Sig. Thor- oddsen verkfræðingur hefir gert teikn- ingu og kostnaðaráætlun um árið 1929, komist til framkvæmda sem fyrst«. Samþ. með 5 samhljóða atkv. 5. Dragnótaveiðar. Nefndartillaga: »Fjórðungsþingið er mótfallið þvi, að lengdur verði tími sá, er dragnótaveiðar eru leyfðar í landhelgi, en telur hins- vegar rétt, að gildandi lagafyrirmæli um þessi efni standi óbreytt fyrst um sinn, þar sem enn mun ekki fengin nægileg reynsla um það, hvort dragnótaveiðar hafi skaðleg áhrif á ungviði á grunn- fiskimiðum«. Samþ. með 7 : 1 atkv. 6. Vitamál. Nefndartillaga: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið að hlutast til um: a. Að ríkið taki við Brimnesvltanum á Seyðisfirði, starfræki hann framvegis og auki ljósmagn hans svo, að hann verði hvorttveggja í senn, útnesviti og innsiglingaviti á Seyðisfjörð. b. Að sett verði upp tvö ljósmerki, er sýni siglingaleiðina milli Eystrahorns og Borgeyjarboða við Hornafjörð«. Tillagan samþ. með öllum atkv. 7. Hafnarmál. Nefndartillaga: »Fjórðungsþingið fer þess á leit, að endurnýjuð verði á næstu fjárhagsáætlun Fiskifélags íslands 4000 kr. styrkveiting til bryggjugerðar á Vopnafirði«. Samþ. með öllum greiddum atkv. 8. Landhelgismál. Nefndartillaga: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið að beiia sér fyrir því við stjórnarvöldin, að strandgæzla verði aukin til muna við Austurland, sérstaklega við Suðaustur- land á vetrarvertíðinni og við Austfirði og Norðausturland á tímabilunum sem dragnótaveiði ekki er leyfð í landhelgi«. Samþ. með öllum greiddum atkv. 9. Launakjör sjómanna. Nefndartillaga: 1. »Fjórðungsþingið lítur svo á, að nauðsynlegt sé að samræma og breyta frá því sem nú er launakjöram sjó- manna á Austurlandi. og felur því stjórn- inni og erindreka Fiskifélagsins að undir- búa og stofna til almenns fulltrúafundar, er haldinn yrði á heppilegum stað í janúarmánuði n. k., þar seni mættir væru fulltrúar frá útgerðarmönnum og sjómönnum, til að taka ákvarðanir um málið, er byggja mætti á fullnaðar- samninga. 2. Fjórðungsþingið samþykkir að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.