Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 17
ÆGIR
11
Samkvæmt bráðabirgðarákvæði sömu
laga, átti atvinnumálaráðherra að kalla
saman aukafund, skipaðan samkvæmt
þeim lögum, í nóvembermánuði, svo að
hin nýja útflutningsnefnd gæti tekið við
starfi sínu í ársbyrjun 1932.
Fundur þessi kom saman í Reykjavík,
30. nóv. og stóð yfir tii 4. des. Varfund-
ur þessi allhávær og komu fljótt fram
raddir á fundinum, um að Einkasalan
ætti ekki fyrir skuldum, og því óforsvar-
anlegt að halda henni áfram, af þessum
ástæðum neituðu sumir af fulltrúum út-
gerðarmanna að taka þátt í kosningu
fulltrúa í útflutningsnefnd. Smásíldar-
veiði var um þetta leyti allgóð á Eyja-
firði og Austfjörðum og vildu eigendur
þeirrar síldar fá að salta eftir vild, og
vera sjálfráðir með sölu þeirrar síldar.
Atvinnumálaráðherra sá sér því ekki fært
að láta Einkasöluna halda áfram að starfa
eins og málum var komið, og með bráða-
birgðalögum 9. des. 1931, varEinkasalan
uppleyst og bú hennar tekið til skipta-
meðferðar.
í lok ársins er því alveg óvist, hvað
tekur við með síldveiðarnar næsta ár,
hvort að söltunin og útflutningur verður
Iátinn alveg frjáls, eða hvort að ein-
hverjar aðrar takmarkanir verða settar,
annaðhvort af hálfu þess opinbera, eða
að einstaklingarnir. sem við þessa fram-
leiðslu og verzlun fást, geta komið sér
saman um að skipuleggja þennan at-
vinnurekstur á einhvern annan hátt.
Sildarverðið var töluvert lægra en árið
áður. Einkasalan greiddi 2 kr. út á inni-
haldið i hverri saltsíldartunnu, og er víst
fyllilega séð fyrir endann á þvi að frek-
ari uppbót verði ekki greidd, Það eru
þvi hörmulegar ástæður hjáþeimmönn-
um, sem afhentu henni mikið af fram-
leiðslu sinni. Bræðslusíldarverðið var
aftur á móti nokkru hærra. Ríkisbræðsl-
an borgaði 3—4 kr. fyrir hvert mál sild-
ar. Byrjaði með 3 kr., en hækkaði verð-
ið um tíma um mitt sumarið í 4 kr.,
sem svo lækkaði aftur í 3 kr. þegar svo
mikið barst að, seinni hluta sumarsins.
Krossanes og bræðslan á Raufarhöfn
fylgdu þessu verði, bæði þegar hækkaði
og lækkaði.
Bræðslurnar á Sólbakka og Hesteyrí
borguðu aftur á móti 5 kr., fyrir þá sild,
er þær keyptu. Megnið afafurðum verk-
smiðjanna mun vera selt. Var verðið á
síldarolíu 9—11 £ smálestin, en síldar-
mjölið 9,io—12 £. Aftur á móti liggur
töluvert óselt af saltsíldinni og lítil lik-
indi til þess að hún seljist öll.
Þátttaka útlendinga í síldveiðinni við
ísland, var meiri en nokkurntima áður.
Frá Noregi stunduðu hér veiðar 207 skip,
árið áður 130—140 skip og var veiði
þeirra, sem flutt var til Noregs 237709
tunnur, en auk þess, seldu þau nokkuð
af ferskri sild i land á Islandi, sömu-
leiðis fluttu þau nokkra farma beint til
Svíþjóðar, en yfir þá síld liggja engar
skýrslur fyrir.
1930 var veiði Norðmanna við ísland
136 þús. tn.
1929 — —---------- 101 þús. tn.
Verðið sem Norðmenn fengu fyrir þessa
heimfluttu sild sína, var nokkuð lægra
en verðið árið áður, en þeir munu vera
búnir að selja alla framleiðslu sina. Sam-
kvæmt opinherum skýrslum, telja þeir
að meðalverðið, sem þeir hafi fengið fyrir
síld sína í Noregi, hafi verið 12 aurar
pr. kg. netto, að frádregnum tunnum og
salti. Verðmæti síldveiða sinna við ís-
land í ár, reikna Norðmenn 3,7 miljónir
norskar krónur á móti 2,7 miljónir 1930
og 2,5 miljónir 1929.
Þá höfðu Danir hér nokkur dönsk og
14 færeysk skip við veiðar hér, undir
stjórn S. Gottfredsen, sem er hér áður