Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 30

Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 30
24 ÆGIR 3. Forseti kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir störfum síðasta fjórðungs- þings og hvað gert hefði verið í þeim málum á árinu. 4. Þá var lögum samkvæmt kosin stjórn fyrir næsta ár og féllu kosningar þannig: forseti ólafur B. Björnsson með samhlj. atkvæðum, ritari Jóhann Ingvason einn- ig með samhlj. atkv. Varastjórn: Varafor- seti Skafti Jónsson með shlj. atkv. og vara- ritarí Bjarni Eggertsson með shlj. atkv. 5. Samþykkt var að skipa 3 nefndír, er tækju til meðferðar þau mál, er fyrir þinginu liggja og skyldu nefndirnar vera skilgreindar með 1., 2. og 3. nefnd. Forseti skipaði nefndirnar þannig: 1. nefnd: Bjarni Eggertsson, Valdimar Kristmundsson og Kristm. Tómasson. 2. nefnd: Jón Sturlaugsson, Kristmann Tómasson og Jóhann Ingvason. 3. nefnd: Jón Helgason, Friðrik Sigurðs- son og Jóhann Ingvason. 6. Dagskrárnefnd skilaði tillögum sín- um og lagði til að eftirtalin mál yrðu tekin til meðferðar: 1. sala á nýjum fiski. 2. Ráðstafanir vegna fjárhagsörðugleika. 3. Gæzlubátur í Faxaílóa. 4. Dragnóta- veiði í landhelgi. Ljós og björgunartæki á bryggjur í Keflavík. 6. Stokkseyrar- sund. 7. Innsiglingarmerki og dagmerki á Krossvik á Akranesi. 8. Hafskipabryggja i Keflavík. Framantalin mál voru öll tekin til meðferðar og að þvi loknu var þeim vísað til nefnda þannig: 1. nefnd fékk til meðferðar nr. 3, 4. 6 og 7, önnur nefnd fékk til meðmerðar nr. 1, 5 og 8, þriðja nefnd fékk til meðferðar nr. 2, ennfremur breytingu á sendingu veður- fregna, bátur í Þorlákshöfn og fiskimat. Þá var gefið hlé til kl.. 8 ogunnunefnd- ir á þeim tíma. Kl. 8Vs var fundur settur á ný og þá tekið fyrir: 7. Forseti las upp fundargerðir frá fjórðungsþingum Norðlendinga og Vest- firðinga. Kristm. Tómasson flutti tillögu um að dagskrárnefnd tæki til athugunar þau mál, sem rædd höfðu verið á hin- um þingunum og tæki þau til umræðu hér. Samþ. 8. Vélaumboð fyrir Fiskifélagið. Mætt- ur var Þorsteinn Loftsson vélfræðiráðu- nautur og skýrði hann þetta mál. Taldi hann það mikinn hnekki fyrir félagið, að hér vantaði húsnæði, þar sem hægt væri að setja niður vélar, til athugunar og til þess að leiðbeina mönnum um verklega meðferð þeirra. Var annars mjög hlynntur hugmyndinni, en bað fulltrú- ana að athuga hvort þetta myndi ekki veikja álit félagsins út á við og hverja þýðingu það mundi hafa. Hann taldi nauðsynlegt, að umboð fengist á 3—4 vélategundum, ef til kæmi. 9. Stokkseyrarsund. Framsögumaður Bjarni Eggertsson. Nefndin lagði fram álit sitt, er svo hljóðar: »Fjórðungsþing- ið skorar á Fiskifélagið að veita úrsjóði sínum allt að 2000 kr. til framhaldslög- unar á Stokkseyrarsundi. Samþ. í e. hlj. 10. Bátar i Porlákshöfn. Framsm. Frið- rík Sigurðsson. Nefndin lagði fram álit og tillögur, er svo hljóðar: »Fjórðungs- þingið ákveður að veita úr sjóði sínum allt að 200 kr., ef með þarf til að gera við bát, sem nú er í Þorlákshöfn, eða til að kaupa nýjan bát, með því skil- yrði, að Slysavarnarfélag íslands leggi til björgunarbelti, er fylgi bátnum, svo mörg er þurfa þykir, og að Ölfushreppur annist viðhald hátsins og áhaldanna«. Samþ. í e. hlj. 11. Vitamál, a. Tillaga frá Bjarna Egg- ertssyni: »Fjórðungsþingið skorar á vita- málastjóra, að beita sér fyrir því við þing og stjórn, að sem fyrst verðibyggð- ir vitar á Þorlákshafnarnesi og Lofts-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.