Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 29

Ægir - 01.01.1932, Blaðsíða 29
ÆGIR 23 aftur og var hér svo aftur seinni part ársins. Alls hafa 17 skip verið sektuð á árinu, fyrir ólöglegar veiðar, eða ólöglegan um- búnað veiðarfæra, af þeim eru tvö ísl. dragnótaskip, hitt eru allt útlendir botn- vörpungar. Af þessum 17 skipum, hefur Ægir tekið 12, óðinn 2, Þór 2 og Hvidbjörnen 1. Jafnframt fylgir héj viðbótarskrá yfir nokkur skip, sem sýknuð hafa verið í Hæstarétti, tvö undanfarandi ár, en þessi skip hafa áður verið talin í ársskýrslum minum, yfir sektuð skip, eru það sam- kvæmt þessari viðbótarskýrslu alls 8 út- lendir togarar, sem sýknaðir hafa verið í Hæstarétti, tvö undanfarandi ár. Af þeim hefur Ægir tekið 6 og fengið þá dæmda i undirrétti, en óðinn tekið 2. í skýrslu þessari, eins og undanfarandi ársskýrslum minum, eru að eins talin þau skip, sem dæmd hafa verið i undir- rétti, eða Hæstarétti, en ekki þau skip, sem varðskipin hafa tekið og sýknuð hafa verið í undirrétti, eða þau skip, sem sleppt hefur verið með áminningu. Tollur á fiski á Ítalíu. (Frá skrifstofu forsætisráðherra). Samkvæmt ósk yðar, herra forseti, hef- ur ráðuneytið, fyrir milligöngu utanríkis- málaráðuneytisins danska, aflað upplýs- inga um, hvort innflutningstollurinn á saltfiski hafi verið hækkaður í Italíu frá 1. þ. m. Utanríkismálaráðuneytið hefur nú, i svarskeyti mótteknu i gærkvöldi, skýrt frá, að sjálfur innflutningstollurinn hafi ekki verið hækkaður, en aftur á móti hafi sveitastjórnum á Ítalíu verið veitt heim- ild til að krefja neyzluskatt af saltfiski, frá 12—35 líra pr. 100 kg., frá 1. þ. m., og að flestar sveitarstjórnir hafi þegar notfært sér þessa heimild. Fundargerð fjórðungsþings fiskideilda Sunnlendingafjórðungs 1931. Ár 1931, föstudag 27. nóvember, var fjórðungsþing Sunnlendingafjórðungs sett og haldið í Kaupþingssalnum í Eim- skipafélagshúsinu og hófst kl. 1,30 síðd. Forseti fjórðungsþingsins, Ólafur B. Björnsson á Akranesi, setti þingið og bauð fulltrúana velkomna og beindi því til þeirra, að á þessum tímum yrðu menn að taka með festu og alvöru á málun- um. Á þinginu vor mættir þessir fulltrúar: Frá Akranesdeild: ólafur B. Björnsson og Kristmann Tómasson. Frá Eyrarbakkadeild: Bjarni Eggertsson og Jón Helgason. Frá Keflavíkurdeild: Valdimar Krist- mundsson og Jóhann Ingvason. Frá Stokkseyrardeild: Jón Sturlaugsson og Friðrik Sigurðsson. Á þinginu gerðist það sem hér segir: 1. Forseti gat þess, að hann mundi samkv. venju skipa kjörbréfanefnd og skipaði þá Jóhann Ingvason og Kristm. Tómasson. í dagskrárnefnd voru kosnir: ólafur B. Björnsson, Jón Helgason og Jóh. Ingvasson. 2. Kjörbréfanefnd lagði til að öll kjör- bréf fulltrúanna yrðu tekin gild, en lét þess getið, að frá tlestum deildum vant- aði skilriki fyrir þvi, að þær hefðu greitt skatt fyrir þetta ár og var fulltrúum fal- ið að gera grein fyrir því atriði síðar á þinginu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.