Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Síða 6

Skinfaxi - 01.02.2010, Síða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 1. tbl. 2010 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Hafsteinn Óskarsson, Kristinn Ingvarsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson, Kristín Hálfdánar- dóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúi og verkefnisstjóri forvarna, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki Kristín Sigurðardóttir, verkefnið Göngum um Ísland Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Björg Jakobsdóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, meðstjórnandi, Garðar Svansson, meðstjórnandi, Ragnhildur Einarsdóttir, varastjórn, Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, Gunnar Gunnarsson, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíða: Arnór Atlason lék stórkostlega með íslenska landsliðinu í handknattleik á Evrópumótinu sem fram fór í Austurríki. Arnór skoraði 41 mark í átta leikjum í keppninni og vakti framganga hans mikla athygli. Árangur íslenska liðsins var stórkostlegur, en liðið vann til bronsverðlauna á mótinu. Á bls. 39 er rætt við Arnór Atlason. Forsíðuljósmynd: Kristinn Ingvarsson. Mörg spennandi og áhuga- verð verkefni blasa við á þessu ári. 13. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina og mun það draga til sín þúsundir kepp- enda og gesta. Í Borgarnesi eru allar aðstæður til fyrirmyndar en uppbygging íþróttamannvirkja fór þar fram í tengslum við Lands- mótið sem þar var haldið 1997. Framkvæmdaaðilar þurfa því að ráðast í litlar framkvæmdir vegna Unglingalandsmótsins núna. Undirbúningur fyrir mótið er þegar hafinn og munu Borgfirð- ingar eflaust halda mótið af miklum myndarbrag. Eins og endranær stendur ung- mennafélagshreyfingin fyrir ýms- um verkefnum og má í því sam- bandi nefna Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem rekinn er í samvinnu við FRÍ. Verkefnið Fjölskyldan á fjallið og Göngum um Ísland hef- ur verið endurskipulagt og verð- ur rekið af miklum krafti á þessu ári. Þátttakan í þessu verkefni hef- ur verið mikil frá upphafi en nú hefur vefsíða verkefnisins verið uppfærð og færð í betri búning sem og allar gönguleiðir. Ungmennafélag Íslands hefur ákveðið að gefa verkefnum á sviði almenningsíþrótta aukið vægi í starfsemi hreyfingarinnar í því augnamiði að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi hreyf- ingar og hollra lifnaðarhátta. Ástundun almenningsíþrótta höfðar til allra aldurshópa og tek- ur mið af sérhverjum einstaklingi, hver stundar sína íþrótt á eigin forsendum. Allra brýnast er að sérhver einstaklingur finni íþrótt sem hann getur stundað sér til heilsubótar og ánægju. Íslenska landsliðið í handknatt- leik bætti enn einni rósinni í hnappagatið þegar það tryggði sér bronsverðlaun á Evrópumót- inu sem fram fór í Austurríki í janúar. Þessi árangur undirstrikar að landsliðið er komið í hóp bestu landsliða í heiminum í dag. Þetta er í annað sinn í röð sem liðið vinnur til verðlauna á stór- móti í handknattleik, silfurverð- laun á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og nú á Evrópumótinu í Austurríki. Íslenska landsliðið hef- ur gegnum tíðina oft glatt hjörtu íslensku þjóðarinnar og miðað við aldurssamsetningu liðsins má víst telja að svo verði áfram ef rétt verður á spilum haldið. Það árar ekki vel í íslensku efnahagslífi um þessar mundir en árangur strák- anna okkar í Austurríki færði þjóð- inni gleði og kannski styrk og eflingu í þeim erfiðleikum sem hún stendur í. Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri Árangur sem færði þjóðinni gleði og styrk Ungmennafélag Íslands mun í sumar starfrækja frjálsíþróttaskóla þriðja sumarið í röð. Aðsóknin að skólanum í fyrra var mjög góð. Mest var hún í Borgarnesi, en það námskeið sóttu yfir 40 krakkar. UMFÍ starfrækir skólann í samvinnu við Frjáls- íþróttasamband Íslands. Litið er á skólann sem góðan undirbúning fyrir þátttöku á Unglingalandsmóti. Krakkar, sem sótt hafa skólann, hafa lýst yfir mikilli ánægju með það sem skólinn býður upp á, en mjög hæfir og þekktir frjálsíþróttamenn hafa leiðbeint eða komið við og kennt krökkunum við góðan orðstír. Í sumar verða námskeið víðs vegar um landið, í Borgarnesi, á Laugum í Reykjadal, Laugarvatni, Sauðárkróki, Egilsstöðum, í Mosfellsbæ, á Höfn í Hornafirði og á Akureyri. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ starfræktur þriðja sumarið í röð

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.