Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Síða 10

Skinfaxi - 01.02.2010, Síða 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennafélag Íslands hefur ákveðið að gefa verkefnum á sviði almennings- íþrótta aukið vægi í starfsemi hreyfingar- innar, í því augnamiði að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi hreyfingar og hollra lifnaðarhátta. Ástundun almenn- ingsíþrótta höfðar til allra aldurshópa og tekur mið af sérhverjum einstaklingi, hver stundar sína íþrótt á eigin forsendum. Allra brýnast er að sérhver einstaklingur finni íþrótt sem hann getur stundað sér til heilsubótar og ánægju. Ganga.is Vefsíðan ganga.is hefur að geyma upp- lýsingar um fjölda stutta og langra göngu- leiða. Þar gefur einnig að líta fjöll sem sambandsaðilar hafa stungið upp á í verk- efninu „Fjölskyldan á fjallið“. Töluverðar endurbætur á vefsíðunni hafa staðið yfir að undanförnu. Helstu sundlaugum lands- ins hefur verið bætt inn á síðuna ásamt mynd og helstu upplýsingum um starf- semina, s.s. opnunartíma. Þá hefur flest- um golfvöllum landsins og upplýsingum um þá verið bætt á vefinn. Sem stendur er unnið að því að setja inn myndir af göngum sambandsaðila inn á vefinn. Verkefnum á sviði almenningsíþrótta gefið aukið vægi Útfærsla á ganga.is „Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga!“ hefst í byrjun sumars og stendur yfir í 103 daga sem er jafnt og aldur UMFÍ. Allir geta tekið þátt í verkefn- inu óháð aldri. Hægt er að taka þátt í ein- staklingskeppni og/eða fyrirtækjakeppni. Hugmyndin er að útfæra verkefnið í anda „Lýðveldishlaupsins“ og „Landshreyfingar- innar“ – verkefna sem gengu mjög vel á sínum tíma. Tilgangur verkefnisins er að hvetja almenning til að stunda heilbrigða hreyfingu sem og að ýta undir fleiri sam- verustundir fjölskyldunnar. Einstaklingskeppni Til að taka þátt í einstaklingskeppninni geta þátttakendur skráð sig inn á vefslóð- ina ganga.is eða fengið göngubók á þátt- tökustöðum. Þátttakendur skrá inn upp- lýsingar um þá hreyfingu sem þeir hafa stundað á ganga.is eða fá stimpil í göngu- bók sem hægt verður að nálgast í Þjón- ustumiðstöð UMFÍ, hjá sambandsaðilum, í sundlaugum, íþróttahúsum, líkamsrækt- arstöðum og á bensínstöðvum N1. Sú hreyfing sem skrá má er að ganga eða skokka 3 kílómetra, ganga á fjöll, hjóla 5 kílómetra eða synda 300 metra. Sérstök viðurkenning verður veitt þeim sem hreyfa sig í 30, 60 eða 80 skipti. Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Þeim fimm sem hreyfa sig mest verða veitt sérstök verðlaun. Sambandsaðilar hafa stungið upp á fjöllum um allt land sem hægt verður að ganga á. Þeir sem ganga á 5 fjöll fá brons- merki, silfurmerki fyrir 10 fjöll og gull- merki fyrir 20. Einnig verða 10 nöfn þeirra sem skráð hafa nöfn sín í gesta- bækurnar dregin af handahófi úr sérstök- um potti og þeim aðilum veitt sérstök verðlaun. Fyrirtækjakeppni Fyrirtækjakeppnin fer fram á sama tíma og einstaklingskeppnin. Öll fyrirtæki og/ eða hópar geta tekið þátt í verkefninu. Fyrirtækið/hópurinn skráir sig til leiks inn á vefinn ganga.is. Fyrirtækið/hópurinn þarf að setja hópinn sinn í réttan flokk eftir fjölda meðlima í hópnum. Fyrir- tækið/hópurinn skráir niður þegar ein- hver úr hópnum gengur eða skokkar 3 kílómetra, gengur á fjöll, hjólar 5 kíló- metra eða syndir 300 metra. Þeir þrír hóp- ar sem hreyfa sig mest og í flesta daga fá svo verðlaun. Einnig keppa fyrirtæki í því hvaða þátt- takendur hvers fyrirtækis hafa gengið á flest fjöll. Hægt er að skrá fjallgönguna ýmist þegar hópurinn fer saman eða þeg- ar einstaklingar úr hópnum fara einir eða í öðrum hópi í ferðir á fjöll. Sambands- aðilar hafa stungið upp á fjöllum sem verða sérstaklega auglýst til að ganga á en vitaskuld er leyfilegt að skrá inn önn- ur fjöll til keppni en þau sem tilgreind hafa verið sérstaklega. Fyrirtækin/hóp- arnir geta síðan skráð stutta lýsingu á ferðinni og sett myndir inn á ganga.is síðuna. Þau fyrirtæki/hópar sem fara flestar ferðir á fjöll fá verðlaun.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.