Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands „Ég byrjaði í frjálsum íþróttum þegar ég var sex ára gamall. Í byrjun var þetta meira leikur og gaman en eftir því sem ofar dró fór alvaran að verða meiri. Ég hef eingöngu helgað mig frjálsum íþróttum og aðrar íþróttir hafa ekki komist að. Það má því segja að ég hafi æft frjálsar í um 14 ár,“ sagði Bjarki Gíslason, frjálsíþrótta- maður úr Ungmennafélagi Akureyrar, í samtali við Skinfaxa á dögunum. Bjarki, sem verður tvítugur í sumar og útskrifast frá Menntaskólanum á Akureyri, hefur getið sér gott orð í frjálsum íþróttum síð- ustu misseri. Hann hefur sýnt miklar fram- farir og hefur nú skipað sér á bekk á með- al fremstu frjálsíþróttamanna landsins. Bjarki veit ekki hvað taki við hjá sér þegar náminu við MA lýkur í vor. Hann hyggur á framhaldsnám en hefur ekki enn ákveðið hvar það verður. Bjarki sagðist í spjallinu við Skinfaxa ennþá vera í öllum greinum en nú sé komið að því að einbeita sér að ákveð- inni grein. Hann hafi verið töluvert í tug- þrautinni og stangarstökkinu og það gæti allt eins farið svo að hann einbeitti sér að stönginni í framtíðinni. – Hvert stefnir þú sem frjálsíþrótta- maður? „Ég ætla að stefna hátt, í það minnsta að bæta mig og verða enn betri. Það skiptir öllu að æfa vel og þá kemur í ljós hvað það fleytir manni langt,“ sagði Bjarki. Bjarki sagði ánægjulega þróun eiga sér stað um þessar mundir hvað varðar umfjöllun um frjálsar íþróttir. Honum finnst hún meiri og jákvæðari. „Það hefur margt hjálpað til í þessu sambandi. Aðstaðan hefur gjörbreyst víðs vegar um land með lagningu gervi- efnis á hlaupabrautir. Á Akureyri, þar sem ég bý, tók aðstaðan stakkaskiptum með íþróttavellinum sem gerður var í tengsl- um við Landsmót UMFÍ í fyrrasumar. Uppbygging í kringum Unglingalands- mótin hefur einnig verið jákvæð fyrir íþróttina. Ennfremur eru að koma fram mjög efnilegir einstaklingar og það skap- ar að sjálfsögðu umræðu og umfjöllun.“ Bjarki sagðist ekki vera búinn að fá atvinnu í sumar en hann stefnir að þátt- töku í mörgum mótum á þessu ári. „Þau mál skýrast vonandi fljótlega og þá getur maður farið að skipuleggja sig betur,“ sagði Bjarki. Aðspurður hvort hann ætti sér einhverj- ar fyrirmyndir í frjálsum íþróttum sagði Bjarki svo vera. Tugþrautarmaðurinn Erki Nool og stangarstökkvarinn Sergei Bubka hefðu alltaf verið í miklu uppá- haldi hjá honum. – Fer ekki mikill tími í æfingar hjá þér? „Það er mjög misjafnt og fer líka eftir því hvaða tími árs er. Stundum æfi ég tvisvar á dag, 2–3 tíma í senn. Maður æfir öðruvísi á veturna, en allan jafna fer auðvitað nokkur tími í æfingar. Maður þarf að leggja ýmislegt á sig til að ná árangri. Ég á helling inni og er bjartsýnn á framtíðina,“ sagði Bjarki Gíslason hress í bragði í spjallinu við Skinfaxa. Bjarki Gíslason, frjálsíþróttamaður úr UFA: Maður þarf að leggja ýmislegt á sig til að ná árangri Frjálsar íþróttir:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.