Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Síða 17

Skinfaxi - 01.02.2010, Síða 17
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 17 Árangur á innanhússmótum í vetur er mjög athyglisverður og nokkrir ungir frjálsíþróttamenn eru að koma fram í sviðsljósið. Það er deginum ljósara að upp- bygging frjálsíþróttaaðstöðu víðs vegar um landið skilar nú þegar bættum árangri. Stefanía Valdimarsdóttir, frjálsíþrótta- stúlka úr Breiðabliki, hefur heldur betur látið að sér kveða. Hún sigraði í sex grein- um á meistaramótinu 15–22 ára og bar síðan sigur úr býtum í fjölþrautum á meist- aramótinu. Það verður spennandi að fylgjast með þessari efnilegu stúlku en þarna er á ferðinni mikið efni sem á eflaust eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. „Ég er að vinna að því að koma mér í gott form fyrir sumarið. Ég er nýstigin upp úr meiðslum en mér sýnist þetta allt á réttri leið. Ég get því ekki annað en verið bjartsýn fyrir komandi sumar,“ sagði Stefanía í viðtali við Skinfaxa en hún er að verða 17 ára gömul. Stefanía segist hafa verið níu ára gömul þegar hún hóf að æfa frjálsar íþróttir. Hún var í fótbolta áður en hún segir mikla íþróttahefð í fjölskyldunni. Einnig tók hún fram að Unnur Stefánsdóttir frjáls- íþróttakona hefði haft mikil áhrif á hana að hún fór að æfa frjálsar íþróttir. „Mér líst mjög vel á stöðuna í frjálsum íþróttum í dag. Það eru að koma fram mjög efnilegir krakkar. Ég er viss um að frjálsíþróttahöllin í Laugardal er stærsta ástæðan fyrir því hvað íþróttinni hefur fleytt fram á síðustu árum. Einnig hefur aðstaðan almennt batnað mikið hjá flest- um félögum. Allt þetta hefur haft mikið að segja, flestir eru að bæta sig og margir hafa líka tekið ákvörðun að fara að æfa frjálsar íþróttir,“ sagði Stefanía. Stefanía sagði vakningu vera töluverða í frjálsum íþróttum. Þetta væri skemmti- leg íþrótt og góður félagsskapur. – Nú ert þú ung að árum en hver eru markmið þín? „Ég á mínar fyrirmyndir. Fyrst skal nefna Helgu Margréti Þorsteinsdóttur og hina sænsku Carolinu Kluft. Markmið mín eru að halda áfram á sömu braut, bæta mig og verða enn betri,“ sagði Stefanía. Millivegalengdir eru helstu greinar Stefanía Valdimarsdóttir, frjálsíþróttakona úr Breiðabliki: Markmið mín eru að bæta mig og verða enn betri Stefaníu en sigurinn í fjölþrautum á dög- unum kom henni sjálfri á óvart því að hún var að keppa í þeim í fyrsta skipti. „Ég sé fyrir mér að ég eigi eftir að æfa og keppa í frjálsum íþróttum í framtíð- inni. Stefnan er að verða einhvern tímann þátttakandi á ólympíuleikum. Til að það gangi eftir verður maður að æfa af fullum krafti, það má aldrei slá slöku við.“ – Hvað fer mikill tími í æfingar hjá þér? „Ég æfi nánast daglega, í kringum 2–3 tíma á dag, en tek mér frí á sunnudögum. Ég þarf að skipuleggja tímann vel, svo fer einnig töluverður tími í námið en ég stunda nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þetta er allt undir góðri skipulagningu kom- ið, lífið snýst um námið og frjálsar íþróttir.“ – Hvað sérðu fyrir þér í nánustu framtíð? „Ég hlakka alveg ofsalega til tímabils- ins í vor og sumar. Ég mun taka þátt í mörgum mótum hér innanlands og eitt- hvað á erlendri grundu. Ég keppi jafnvel í Svíþjóð og svo er stefnan að vinna sér sæti í landsliðinu og keppa í Evrópubik- arnum,“ sagði Stefanía Valdimarsdóttir í samtali við Skinfaxa. Frjálsar íþróttir:

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.