Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, ásamt nokkrum starfs-
mönnum úr ráðuneytinu, kom í heimsókn
í Þjónustumiðstöð UMFÍ þann 19. janúar.
Tilgangur heimsóknarinnar var að kynn-
ast starfsemi ungmennafélagshreyfingar-
Mennta- og menningarmálaráðherra
í heimsókn í Þjónustumiðstöð UMFÍ
innar og þeim ótal verkefnum sem hún
stendur fyrir vítt og breitt um landið.
Mikil ánægja var með heimsóknina en
samstarf og samskipti milli UMFÍ og
ráðuneytisins hefur alla tíð verið mikið
og gott.
Frá vinstri: Berglind Rós Magnúsdóttir,
ráðgjafi ráðherra, Auður B. Árnadóttir, á
fjármálasviði, Anna R. Möller, forstöðu-
maður Evrópu unga fólksins, Erlendur
Kristjánsson, deildarstjóri í íþrótta- og
æskulýðsdeild, Helga Guðrún Guðjóns-
dóttir, formaður UMFÍ, Katrín Jakobs-
dóttir, mennta- og menningarmálaráð-
herra, Sæmundur Runólfsson, fram-
kvæmdastjóri UMFÍ, Björg Jakobsdóttir,
varaformaður UMFÍ, Einar Haraldsson, í
stjórn UMFÍ, og Guðni Olgeirsson, sér-
fræðingur í ráðuneytinu.
HEIMSÓKN
Árið 1952 keppti 15 ára gömul stúlka
úr Reykjavík á Landsmóti UMFÍ á Eið-
um. Þetta var Margrét Hallgrímsdóttir
sem keppti fyrir Ungmennafélag
Reykjavíkur. Margrét sló í gegn á mót-
inu og sigraði með geysilegum yfir-
burðum í 80 metra hlaupi og lang-
stökki. Árangur hennar í langstökkinu,
5,23 metrar, var glæsilegt Íslandsmet
sem stóð í 20 ár.
Forráðamenn UMFÍ létu útbúa gull-
pening handa Margréti til minja um
afrekið. Á honum stendur: 1. verðlaun.
Langstökk. Íslandsmet. Eiðar 1952.
Af óþekktum ástæðum komst pening-
urinn ekki í hendur Margrétar. Þegar
verið var að pakka niður fyrir búferlaflutn-
inga UMFÍ í Sigtún 42, fyrir stuttu síðan,
kom peningurinn í ljós.
Margrét var boðuð í Þjónustumiðstöð
UMFÍ og henni afhentur peningurinn
ásamt bókinni Vormenn Íslands þar sem
m. a. er fjallað um afrek Margrétar. Hún
varð glöð við og þakkaði innilega fyrir.
Margrét starfaði lengi sem íþrótta-
kennari við Álftamýrarskóla en er nú
hætt störfum vegna aldurs. Nú eru liðin
58 ár frá því að hún vann afrek sitt á
Eiðum og loksins hefur verðlaunapen-
ingurinn hennar ratað á réttan stað.
Margrét Hall-
grímsdóttir
með gullpen-
inginn sem
hún hlaut á
Eiðum 1952.
Fékk gullpening
afhentan eftir 58 ár