Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 27
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27
Úr hreyfingunni
Á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ung-
mennafélags, sem haldinn var 25. febrúar
sl., voru formaður og stjórn endurkjörin.
Fundarstjóri aðalfundarins var Ellert
Eiríksson og ritari Sigurvin Guðfinnsson.
Fyrstu stjórnarmenn Knattspyrnufélags
Keflavíkur (KFK) voru heiðraðir með gull-
heiðursmerki félagsins. Það var Kári
Gunnlaugsson, varaformaður Keflavíkur,
sem nældi í þessa heiðursmenn, en Kári
var síðasti formaður KFK. KFK var eitt
af sex félögum sem sameinuðust undir
merkjum Keflavíkur 1994.
Starfsmerki voru veitt nokkrum félög-
um. Silfur, fyrir tíu ára stjórnarsetu, var
veitt Lilju Dögg Karlsdóttur, en Lilja var
veðurteppt á Patreksfirði. Fjögur brons
voru veitt fyrir fimm ára stjórnarsetu
þeim Bjarna Sigurðssyni, Júlíusi Friðriks-
syni, sund, Rannveigu Ævarsdóttur og
Sigrúnu Ómarsdóttur, taekwondo. Starfs-
bikar félagsins var veittur Rúnari H.
Georgssyni.
„Starf í öllum deildum stendur með
blóma og við getum ekki annað en verið
ánægðir. Fimleikarnir fengu nýja aðstöðu
fyrir starfsemi sína sem mun skipta sköp-
um fyrir deildina til framtíðar litið,“ sagði
Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur,
íþrótta- og ungmennafélags.
Aðalfundur Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags:
Formaður og stjórn endurkjörin
Formenn og varaformenn Keflavíkur og
Ungmennafélags Íslands. Frá vinstri:
Einar Haraldsson, Helga Guðrún Guð-
jónsdóttir, Björk Jakobsdóttir og Kári
Gunnlaugsson.
Helga Guðrún Guð-
jónsdóttir, formaður,
og Björk Jakobsdóttir,
varaformaður UMFÍ,
sæmdu þá Smára Helga-
son og Andrés Hjaltason
starfsmerki UMFÍ.
Þuríður S. Árnadóttir, nýr formaður Ungmennafélags Akureyrar:
Fékk bakteríuna aftur á Landsmótinu
Aðalfundur Ungmennafélags Akureyr-
ar, UFA, var haldinn 25. febrúar sl. Guð-
mundur Víðir Gunnlaugsson, sem hafði
gegnt formennsku sl. fjögur ár, gaf ekki
kost á sér til endurkjörs. Þuríður S. Árna-
dóttir tók við formennskunni af Guð-
mundi Víði.
„Það gerðist nokkuð óvænt að ég varð
formaður UFA. Svona gerast hlutirnir en
þetta leggst bara vel í mig. Mitt áhuga-
svið er frjálsar íþróttir sem UFA leggur
mikið upp úr. Ég fékk bakteríuna á ný eftir
vinnu mína á Landsmótinu í fyrra og ferð
mína á Unglingalandsmótið,“ sagði Þur-
íður Árnadóttir, nýkjörinn formaður UFA,
í samtali við Skinfaxa.
Þuríður hefur starfandi lengi innan
ungmennafélagshreyfingarinnar. Hún
var um árabil í frjálsíþróttanefnd UMSE
og framkvæmdastjóri sambandsins 1984
og 1987 í sumarstarfi.
Fulltrúar UMFÍ á fundinum voru Har-
aldur Þór Jóhannsson í varastjórn UMFÍ
og Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi.
Íþróttamaður UFA var kjörinn Bjarki
Gíslason en hann hefur skipað sér á bekk
á meðal efnilegustu frjálsíþróttamanna
landsins.
„Þegar maður lítur yfir farinn veg held
ég að það hafi bara gengið vel. Það var
mikil búbót fyrir okkur að fá að halda
Landsmót sem gekk mjög vel í alla staði.
Frá því að félagið var stofnað hefur það
alltaf verið réttum megin við strikið og
vonandi verður svo áfram. Það hefur
alltaf verið lagt upp með að hafa góða
þjálfara hjá félaginu. Við eigum innan
okkar raða mjög efnilega íþróttamenn
sem eiga eflaust eftir að láta að sér kveða
í framtíðinni. UFA á bjarta framtíð fyrir
sér og það er ánægjulegt að fá nýtt og
öflugt fólk inn í stjórnina,“ sagði Guð-
mundur Víðir Gunnlaugsson, fráfarandi
formaður Ungmennafélags Akureyrar.
Á stjórnarfundi 10. febrúar skipti ný
stjórn með sér verkum: Formaður Þuríður
S. Árnadóttir, varaformaður Svanhildur
Karlsdóttir, gjaldkeri Hulda Ólafsdóttir,
ritari Una Kr. Jónatansdóttir, meðstjórn-
andi Gunnar Gíslason. Í varastjórn sitja
María Aldís Sverrisdóttir og Rannveig
Oddsdóttir (form. langhlauparadeildar).
Þuríður S. Árna-
dóttir, nýr for-
maður UFA. Til
hægri: Bjarki
Gíslason, íþrótta-
maður UFA.