Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Síða 37

Skinfaxi - 01.02.2010, Síða 37
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 37 Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum í Dalasýslu hófu formlega starf- semi í byrjun árs 2005 en búðirnar eru samstarfsverkefni Ungmennafélags Íslands og Dalabyggðar. Ungmennabúð- irnar eru í stöðugri þróun og mikil og almenn ánægja er hjá nemendum og kennurum grunnskólanna með dvöl ung- mennanna að Laugum. Koma flestir skól- arnir ár eftir ár. Ekki verður því annað sagt en að framtíð búðanna sé björt og spennandi. Að Laugum er aðstaða öll hin glæsi- legasta fyrir það verkefni sem Ungmenna- og tómstundabúðirnar eru; heimavist sem nú rúmar um 70 nemendur, full- búið mötuneyti, íþróttahús, glæsileg 25 metra sundlaug með heitum potti, kennslustofur og rými fyrir afþreyingu og klúbbastarf auk þess að á staðnum er staðsett Byggðasafn Dalamanna. Innan- gengt er um allt húsnæðið á Laugum þannig að enginn þarf að fara út nema til útivistar og annarra sérstakra við- burða utandyra. Frábært svæði til útivistar Allt umhverfi Lauga er sem sniðið að þörfum búðanna. Þar er frábært svæði til útivistar og náttúruskoðunar frá fjöru til fjalls. Staðsetningin er einn af mikil- vægum kostum búðanna. Nefna má að Laugar eru í aðeins um 170 km fjarlægð frá Reykjavík þegar Brattabrekka er ekin og tæplega 300 km frá Akureyri ef ekið er um Laxárdal. Tilgátuhús Eiríks rauða er að Eiríksstöðum í Haukadal sem er í 35 km fjarlægð frá Laugum. Á Laugum er næði og friður frá ýmsu áreiti sem nemendur verða sífellt fyrir í umhverfi sínu dags daglega og ættu að gefast gott tækifæri til að sinna þeim verkefnum sem á Laugum eru lögð fyrir þá. Þeim sem hafa áhuga á skráningu er ráðlagt að hafa samband við Önnu Margrétu Tómasdóttur forstöðumann í síma búðanna 434-1600 eða gsm-síma 861-2660. Netfang búðanna er: laugar@umfi.is. Foreldrafélög taka þátt „Það hefur gengið vel í vetur. Haustið fór rólega af stað en eftir áramótin tóku bókanir mikinn kipp upp á við. Starfið í búðunum er alltaf að eflast og verða betra. Foreldrafélög skólanna taka í aukn- um mæli þátt í kostnaðinum fyrir dvöl- ina með ýmsum fjáröflunum. Svo hafa foreldrar komið með sínum skólum og verið við gæslu. Þetta samstarf hefur gengið mjög vel. Við erum þegar byrjuð að taka niður bókanir fyrir næsta vetur Starfið er alltaf að eflast og ég er mjög bjartsýn á framhaldið,“ sagði Anna Margrét Tómasdóttir, for- stöðumaður ungmenna- og tómstunda- búðanna, í samtali við Skinfaxa. Súper kúl hús Leifs heppna Nemendur í Borgarhólsskóla á Húsa- vík dvöldu í búðunum í febrúar og þær Karítas og Elísabet, nemendur í skólan- um, lýstu því hvernig fimmtudagurinn 11. febrúar hefði gengið fyrir sig. „Dagurinn í dag var eins og dagurinn í gær nema að hópar 1 & 2 fóru í sveitaferð. Fórum með rútu út í fjós (sem er nálægt svona engu!) og kikkuðum á beljurnar. Þetta var svona slatti af beljum og Þor- grímur, bóndinn á bænum, sýndi okkur hvernig ætti að mjólka þetta (agalegt „græju system“). Þorgrímur gaf okkur svo „awesome“ ís og það var rosalega margt að skoða. Þegar við vorum búin í fjósinu var hoppað aftur upp í rútu og við skelltum okkur á eitt stykki víkinga- bæ. Húsið var svona eftirlíking af húsinu sem Leifur heppni fæddist í, „súper kúl“, sko. Grilluðum brauð og klæddum okk- ur í víkingabúninga. Svo var förinni heit- ið niður í fjárhús. Bóndinn þar gaf okkur banana að borða og svo fórum við að tékka á blessuðum rollunum. Hittum svala kind með 4 horn og svo nokkrar bara með 1! Síðan bíluðum við heim (Laugar= „our new home“) þar sem beið okkar matur og heit sturta ... Eftir há- degismat var svo val í íþróttir. Þar voru hringir til að kasta, diskar til að snúa á priki og trúðahjól til að spreyta sig á. (Þeir bestu verða svo seldir í sirkusinn). Svo kom kvöldmatur og svo frjálst. Eftir það komu Laugaleikarnir. Leikar sem maður er dæmdur til að verða sér til skammar en samt svoooo „awesome“. Strumparnir voru í 1. sæti, 1 stigi á und- an Gleðigosunum og Broskarlasamfélag- ið rak lestina. Voru veitt verðlaun fyrir leikana og ýmislegt annað og svo var sýnt glæsilegt myndbrot af dvöl okkar hér. Eftir leikana var svo sundlaugar- partý og það vantaði aðeins 4 til að bæta laugarmetið í pottaruðningi! En þetta var geðveikt lokakvöld og við eigum eftir að sakna þessa „pleis“ rosa mikið. Svo er það bara að pakka og fara á morg- un. „See you then, mom and dad!““ Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum:

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.