Skinfaxi - 01.02.2010, Síða 38
38 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Kjör íþróttakarls og íþrótta-
konu ársins í Kópavogi
Alfreð Finnbogason, knattspyrnumaður úr Breiða-
bliki, og Erna Björk Sigurðardóttir, knattspyrnukona úr
Breiðabliki, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópa-
vogs fyrir árið 2009. Gunnsteinn Sigurðsson bæjar-
stjóri og Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs, afhentu
viðurkenningarnar.
Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum
þann 5. janúar sl. Fengu íþróttakarl og íþróttakona
Kópavogs að launum farandbikar og eignarbikar jafn-
framt því sem þeim var hvoru um sig afhent 150.000 kr.
ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs.
Alfreð og Erna Björk voru valin úr hópi 38 íþrótta-
manna sem fengu viðurkenningu ÍTK eftir tilnefningar
frá íþróttafélögunum í bænum.
Alfreð sló rækilega í gegn á síðastliðnu sumri. Hann
lék átján leiki í Pepsídeildinni, skoraði þrettán mörk og
varð þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Á loka-
hófi KSÍ völdu leikmenn og þjálfarar Pepsídeildarinnar
hann efnilegasta leikmann ársins.
Erna Björk átti frábært tímabil með meistaraflokki
Breiðabliks árið 2009. Hún lék alla leiki liðsins í Pepsí-
deildinni og VISA-bikarkeppninni. Hún var fyrirliði liðs-
ins sem varð í öðru sæti bæði í Íslandsmótinu og bik-
arkeppninni. Erna Björk var valinn besti leikmaður
Pepsídeildarinnar af fjölmiðlum og KSÍ fyrir umferðir 1
til 6 og 7 til 12.
Bjarki Gíslason íþróttamaður
ársins hjá UFA
Bjarki Gíslason er íþróttamaður ársins 2009 hjá UFA.
Hann var valinn í A-landslið Íslands í frjálsum íþróttum
og fór tvisvar erlendis til keppni fyrir Íslands hönd á sl.
sumri.
Bjarki er fjölhæfur frjálsíþróttamaður og er stangar-
stökk hans aðalgrein, en hann hefur einnig verið val-
inn í landsliðið til keppni í langstökki og þrístökki.
Einnig er hann í úrvalshópi ungmenna hjá Frjáls-
íþróttasambandi Íslands. Hann er langstigahæsti
íþróttamaður UFA og á gildandi Íslandsmet í þremur
aldurflokkum í stangarstökki, þ.e. í flokki 17–18 ára
drengja, flokki 18–19 ára unglinga og flokki unglinga
20–22 ára, bæði utan- og innanhúss; 4,65 metra inn-
anhúss og 4,68 metra utanhúss.
Bjarki stundar íþrótt sína af kappi og áhuga og slær
aldrei slöku við. Síðast en ekki síst má nefna að Bjarki
er einstaklega góður félagi, eflir liðsandann og er fyrir-
mynd annarra ungmenna, utan vallar sem innan.
Stefán Jón Sigurgeirsson
íþróttamaður Húsavíkur
Kiwanisklúburinn Skjálfandi lýsti kjöri íþróttamanns
Húsavíkur árið 2009 þann 20. febrúar sl. Fyrir valinu
varð skíðakappinn Stefán Jón Sigurgeirsson sem tók
m.a. þátt í vetrarólympíuleikunum í Vancouver. Í öðru
sæti í kjörinu varð Arnþór Hermannsson, unglinga-
landsliðsmaður í knattspyrnu og einnig frábær golf-
leikari. Í 3. sæti varð svo Þóra Kristín Sigurðardóttir,
fimleikastúlka.
Íþróttafólk ársins – 2009:
Ásdís Hjálmsdóttir íþrótta-
maður Reykjavíkur
Íþróttamaður Reykjavíkur 2009 er frjálsíþróttakonan
Ásdís Hjálmsdóttir í Glímufélaginu Ármanni. Borgar-
stjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, afhenti
Ásdísi farandbikar, sem gefinn er af Reykjavíkurborg,
við hátíðlega athöfn af þessu tilefni í Höfða þann 18.
febrúar sl. Ásdís bætti Íslandsmet sitt á árinu og er í
22. sæti á heimslistanum í spjótkasti.
Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags
Reykjavíkur staðið fyrir vali á íþróttamanni Reykjavíkur
og er þetta því í 31. sinn sem íþróttamaður Reykja-
víkur er kjörinn.
Trausti Eiríksson
íþróttamaður Borgarfjarðar
Trausti Eiríksson, körfuboltamaður, hlaut þann 27.
febrúar sl., á íþróttahátíð UMSB, titilinn íþróttamaður
Borgarfjarðar. Trausti er afar vel að þessum titli kom-
inn og hlaut fyrr í vetur titilinn íþróttamaður Borgar-
byggðar. Jón Ingi Sigurðsson, sundmaður, var í öðru
sæti og Sigurður Þórarinsson, körfuboltamaður, í
þriðja sæti.
Ágústa og Sævar Þór íþrótta-
kona og íþróttamaður
Árborgar
Ágústa Tryggvadóttir var valin íþróttakona Árborg-
ar og Sævar Þór Gíslason íþróttamaður Árborgar á upp-
skeruhátíð ÍTÁ þann 29. desember s.l.
Ágústa Tryggvadóttir náði glæsilegum árangri á
frjálsíþróttavellinum á árinu. Hún bætti árangur sinn í
átta greinum utanhúss og sjö greinum innanhúss.
Ágústa varð Íslandsmeistari í hástökki og fimmtarþraut
innanhúss og í sjöþraut utanhúss. Þá varð hún bikar-
meistari í hástökki og stigahæst kvenna á Landsmóti
UMFÍ á Akureyri. Alls vann Ágústa til tuttugu verðlauna
á fimm stærstu mótum ársins sem sýnir vel hve fjölhæf
hún er. Á sumarafrekalista FRÍ er Ágústa með næst
besta árangur á landinu í hástökki, þrístökki og sjö-
þraut. Innanhúss var hún með bestan árangur í fimmt-
arþraut, langstökki og þrístökki án átrennu og næst
bestan í hástökki og þrístökki. Ágústa keppti með
landsliði Íslands á Smáþjóðaleikunum á Kýpur og í
Evrópukeppni landsliða í Sarajevo. Hún hefur einnig
verið valin í landsliðshóp Íslands 2010.
Sævar Þór Gíslason fór fyrir meistaraflokki Selfoss
sem náði því langþráða markmiði að vinna sér sæti í
úrvalsdeild karla í fyrsta skipti í sögu félagsins. Liðið
átti frábært tímabil og varð Íslandsmeistari í 1. deild
2009. Allt frá því er Sævar Þór gekk aftur til liðs við
Selfoss 2007 hefur hann dregið vagninn og átt hvað
stærstan þátt í uppbyggingu liðsins og góðum árangri
þess. Hann ber heitið markakóngur með sæmd, enda
hlaut hann þá nafnbót í 2. deild 2007 og 1. deild 2008
og 2009. Sævar Þór var valinn í lið ársins í 1. deild 2009
ásamt þremur félögum sínum. Auk þess var hann val-
inn besti leikmaður deildarinnar af þjálfurum og fyrir-
liðum annarra liða.
Eftirtaldir aðilar
styðja starfsemi
Ungmennafélags Íslands:
Eskifj örður
Eskja hf., Strandgötu 39
Neskaupstaður
Rafgeisli Tómas R. Zöega ehf.,
Hafnarbraut 10
Stöðvarfj örður
Steinasafn Petru, Sunnuhlíð
Höfn í Hornafi rði
Sveitafélagið Hornafj örður,
Hafnarbraut 27
Selfoss
Árvirkinn ehf., Eyravegi 32
Búnaðarfélag Grafningshrepps,
Villingavatni
Búnaðarsamband Suðurlands,
Austurvegi 1
Dýralæknaþjónusta Suðurlands,
s. 482-3060, Stuðlum
Fossvélar ehf., Hellismýri 7
Framsóknarfélag Árnessýslu, Heiði
Grímsneshreppur og Grafnings-
hreppur, Stjórnsýsluhúsinu Borg
Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps,
Vorsabæjarhjáleigu
Kvenfélag Hraungerðishrepps
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða,
Gagnheiði 35
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga,
Austurvegi 56
Suðurlandsskógar, Austurvegi 3
Veitingastaðurinn Menam,
Eyrarvegi 8
Hveragerði
Dvalarheimilið Ás, Hverahlíð 20
Eldhestar ehf., Völlum
Sport –Tæki ehf., Austurmörk 4
Þorlákshöfn
Fiskmark ehf., Hafnarskeiði 21
Grunnskólinn í Þorlákshöfn
Járnkarlinn ehf., Hafnarskeiði 28
Sveitarfélagið Ölfus,
Hafnarbergi 1
Stokkseyri
Kvenfélag Stokkseyrar
Laugarvatn
Menntaskólinn að Laugarvatni
Hella
Fannberg ehf., Þrúðvangi 18
Suðurprófastsdæmi, Fellsmúla 1
Hvolsvöllur
Búaðföng Hvolsvelli, Bakkakoti 1
Krappi ehf., byggingaverktakar,
Ormsvöllum 5
Kvenfélagið Hallgerður,
Eystri–Torfastöðum I
Rauði kross Íslands, Litlagerði 16
Upplýsingamiðstöðin Hvolsvelli,
Hlíðarvegi 14
Vík
Mýrdalshreppur, Austurvegi 17
Vestmannaeyjar
Hamarskóli
Ísfélag Vestmannaeyja hf.,
Strandvegi 28
Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu
Vinnslustöðin hf., Hafnargötu 2
www.ganga.is