Skinfaxi - 01.02.2010, Síða 39
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 39
Íslenska landsliðið í handknattleik náði
frábærum árangri á Evrópumótinu sem
fór fram í Austurríki í janúar á þessu ári.
Eftir rólega byrjun í fyrstu leikjunum sýndi
liðið mikinn styrk, lagði hverja stórþjóðina
af annarri að velli, og áður en yfir lauk
stóð liðið á verðlaunapalli með bronsverð-
laun. Evrópumótið er sterkasta mótið sem
haldið er og því er árangur landsliðsins ein-
hver sá besti sem liðið hefur náð. Árangur
liðsins í Evrópukeppninni er ekki síðri en
silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum í
Peking 2008. Landsliðið okkar virðist vaxa
með hverri raun og ljóst að gífurleg undir-
búningsvinna skilar þessum árangri. Nær
allir leikmenn liðsins leika í sterkustu
deildum Evrópu og á það eflaust stóran
þátt í frábærum árangri á síðustu árum.
Óhætt er því að segja að bjart sé fram
undan í íslenskum handknattleik. Stór
hluti leikmanna er á besta aldri og yngri
leikmenn eru svo sannarlega farnir að
banka á dyrnar.
Guðmundur Guðmundsson landsliðs-
þjálfari og aðstoðarfólk hans hafa lagt
gríðarlega mikið á sig til að ná þessum
árangri. Guðmundur er klókur og ekki
síður vel skipulagður þjálfari og þessir
tveir þættir gera hann að einum færasta
þjálfara í heiminum í dag.
Á EM í Austurríki var það öðru fremur
sterk liðsheild sem lagði grunninn að
bronsverðlaunum íslenska liðsins. Nokkr-
ir leikmenn liðsins náðu sér einkar vel upp
á mótinu. Í þeim hópi var Arnór Atlason
sem skoraði 41 mark í átta leikjum og var
þriðji markahæsti leikmaður keppninnar.
Arnór átti framúrskarandi mót og á svo
sannarlega glæsta framtíð fyrir höndum.
Hann verður 26 ára gamall í sumar og á
að baki 89 landsleiki. Frammistaða hans
á EM vakti mikla athygli en nokkur félög
hafa lýst yfir áhuga á að fá þennan snjalla
leikmann í sínar raðir. Arnór þarf ekki að
fara langt til að sækja hæfileikana en faðir
hans, Atli Hilmarsson, er í hópi bestu hand-
knattleiksmanna sem Ísland hefur átt.
Atli lék um árabil sem atvinnumaður í
Þýskalandi og á Spáni.
Aðspurður hvort árangur landsliðsins á
EM hefði komið honum á óvart var svarið
einfalt:
„Nei, það kom okkur í liðinu alls ekki á
óvart. Við vissum alveg hvað við vorum
góðir og ef við næðum okkur á strik gæti
allt gerst. Við sýndum með frammistöðu
okkur á Evrópumótinu að silfurverðlaun-
in á Ólympíuleikunum í Peking voru eng-
in heppni,“ sagði Arnór Atlason í spjalli
við Skinfaxa.
Arnór vissi vel fyrir mótið að það myndi
mæða mikið á honum því Logi Geirsson
hafði verið lengi frá vegna meiðsla.
„Já, ég náði mér vel á strik í mótinu. Ég
var heill í mótinu og það hafði ekki lítið
að segja. Læknar og annað teymi íslenska
liðsins vinna geysilega gott starf og eiga
ekki síður þátt í góðum árangri liðsins
síðustu misseri,“ sagði Arnór.
Arnór sagði það ekki sjálfsagðan hlut
að ná toppárangri á stórmóti þótt liðið sé
sterkt. Það yrði rosalega margt að ganga
upp svo að það gengi eftir. Það hefði orð-
ið reyndin á EM í Austurríki og það skilaði
liðinu bronsverðlaunum.
„Við erum langflestir á góðum aldri og
því tel ég að liðið taki ekki miklum breyt-
ingum fyrir heimsmeistaramótið í Svíþjóð
á næsta ári. Það var gríðarlega mikilvægt
að við tryggðum okkur þangað inn í kjöl-
far góðs árangurs í Austurríki.“
Þegar Arnór var inntur eftir því hvað
hann teldi vera lykilinn að þessum frá-
bæra árangri liðsins í síðustu tveimur
mótum sagði hann stóran þátt vera hve
margir leikmenn liðsins leika í sterkustu
deildum Evrópu.
„Það hefur mikið að segja að nær allir
leikmenn liðsins eru á mála hjá mjög
sterkum liðum í sterkum deildum í
Evrópu. Svo má ekki gleyma þætti þjálfar-
ans. Hann hefur unnið geysilega vel og
afraksturinn er eftir því.“
Skömmu fyrir páska samdi Arnór við
danska liðið AG København sem varð til
við sameiningu FCK og AG. Snorri Steinn
Guðjónsson mun einnig leika með liðinu.
Arnór hafði úr tilboðum frá Þýskalandi,
Spáni og Frakklandi að velja, en ákvað að
lokum að skrifa undir samning við AG
København. Þess má og geta að Guð-
mundur Þ. Guðmundsson, landsliðs-
þjálfari í handknattleik, verður yfirmaður
íþróttamála hjá þessu nýja liði.
Arnór er aðeins 26 ára gamall og hefur
því ekki náð hátindi sínum sem hand-
knattleiksmaður.
„Ég á mikið eftir ef allt gengur upp hjá
mér og ég á eftir að bæta mig enn frekar.
Það er ofsalega gaman í handboltanum
þegar vel gengur. Landsliðinu gengur
flest í haginn um þessar mundir. Þegar
vel gengur með því er þetta rosalega
gaman,“ sagði Arnór Atlason landsliðs-
maður að lokum í spjallinu við Skinfaxa.
Arnór Atlason sló rækilega í gegn á EM:
Vissum alveg
hvað við
vorum góðir
Íslenska hand-
knattleikslands-
liðið með brons-
verðlaun á
Evrópumótinu
í Austurríki.