Skinfaxi - 01.05.2010, Page 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Fjölskyldudagur UMFÍ
var haldinn við rætur
Miðfells í Hrunamanna-
hreppi 5. júní sl. Dagur-
inn var fjölsóttur en um
300 manns skemmtu sér
hið besta í blíðskaparveðri og 20 stiga hita.
Dagurinn var haldinn í því augnamiði að
vekja athygli á verkefninu Hættu að hanga!
Komdu að hjóla, synda eða ganga, sem og öðr-
um þeim góðu verkefnum sem UMFÍ stend-
ur fyrir á sviði almenningsíþrótta nú um stundir.
Gleði og ánægja á
fjölskyldudegi UMFÍ
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður
UMFÍ, fluttu stutt ávörp.
Skipulögð var dagskrá með skemmti-
atriðum fyrir alla fjölskylduna. Meðal þeirra
sem komu fram á deginum voru Íþróttaálf-
urinn og Solla stirða.
Deginum lauk síðan með göngu á Miðfell
sem er annað af tveimur fjöllum sem HSK
hefur tilgreint í verkefninu Fjölskyldan á fjallið.
Farið var með póstkassa upp á fjallið á þess-
um degi og fólk ritaði nafn sitt í gestabókina.