Skinfaxi - 01.05.2010, Síða 22
22 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Sveitarfélagið Borgarbyggð
verða staði en um frekari upplýsingar
vísast á vef upplýsinga- og kynningar-
miðstöðvar Vesturlands í Borgarnesi:
www.ukv.is.
Eldborg, formfagurt eldfjall sem er í
Kolbeinsstaðahreppi hinum forna og
er gengið á hana frá Snorrastöðum,
sjá www.snorrastadir.com. Fjall eins
og Eldborg myndast þegar þunnfljót-
andi kvika kemur upp um kringlótt
gosop í fremur stuttum gosum og án
kvikustrókavirkni (flæðigos). Umhverfis
gosopið hlaðast upp brattir gígveggir
úr hraunslettum.
Hítardalur er forn sögustaður og þar
er einstök náttúrufegurð.
Borg á Mýrum er rétt við Borgarnes.
Þar bjó Skalla-Grímur Kveldúlfsson og
síðar Egill sonur hans. Á Borg er falleg
sögufræg kirkja og minnismerkið
Sonatorrek eftir Ásmund Sveinsson.
Borgarnes byggðist fyrst á 19. öld og
er í fornum sögum kallað Digranes.
Bæjarstæðið þykir einkar fallegt þar
sem skiptast á klapparholt og mýra-
flákar. Nú búa um 2000 manns í Borg-
arnesi og fjölgar þeim ört. Í bænum
eru nokkrir þekktir sögustaðir úr Egils
sögu, s.s. Sandvík, haugur Skalla-Gríms
og Brákarsund. Þar starfar Landnáms-
setur.
Rétt norðan við Bifröst í Norðurárdal
eru tveir gígar, Stóra- og Litla Grá-
brók. Sú litla hvarf að mestu við fram-
kvæmdir en sú stóra rís formfögur fast
við þjóðveginn. Þriðji gígurinn er vest-
ar og heitir Grábrókarfell. Hraun úr
gígunum þekur stóran hluta Norðurár-
dals. Þetta er sérlega fallegt útivistar-
svæði.
Reykholt í Borgarfirði er frægur
sögustaður þar sem Snorri Sturluson
bjó og var hálshöggvinn árið 1241. Þar
er nú fræðastofnunin Snorrastofa sem
helguð er minningu Snorra. Í Reyk-
holti er margt fleira að sjá, s.s. nýja og
reisulega kirkju, en gamla kirkjan á
staðnum stendur enn og hefur verið
gerð upp og opnuð almenningi sem
safn. Á staðnum er rekið heilsárshótel.
Húsafell er útivistarperla í nálægð
Eiríksjökuls og Langjökuls. Þar eru golf-
völlur og sundlaug auk annarrar þjón-
ustu við ferðamenn (www.husafell.is).
Frá Húsafelli er ekki langt í Hraun-
fossa og Barnafoss auk hellanna
Surtshellis og Víðgelmis en í þann
síðarnefnda er farið frá bænum Fljóts-
tungu í Hvítársíðu. Páll Guðmundsson
á Húsafelli er þjóðkunnur orðinn fyrir
listsköpun sína og hugmyndaauðgi.
Hann notar umhverfi Húsafells mikið
í list sinni.
Hvanneyri er forn landnámsjörð. Þar
hefur verið starfræktur búnaðarskóli
allar götur síðan 1889 og þar hefur
Landbúnaðarháskóli Íslands nú aðal-
starfsstöð sína. Þar er einnig rekið Ullar-
sel og Búvélasafn, hvort tveggja mjög
vinsælt af gestum og gangandi
(www.ull.is og www.buvelasafn.is)
Í sveitarfélaginu eru margar þekkt-
ar laxveiðiár, s.s. Haffjarðará, Hítará,
Langá, Norðurá, Þverá, Hvítá og Grímsá,
svo að nokkrar séu nefndar.
Brúðuheimar
Brúðuheimar eru lista- og menningar-
miðstöð tengd brúðuleiklist þar sem
leiksýningar, námskeið, safn og kaffi-
hús mætast á fallegum stað í líflegu
andrúmslofti. Brúðuheimar hófu göngu
sína í vor og hafa aðsetur að Skúlagötu
17 í Borgarnesi.
Það er ævintýri líkast að ganga í
gegnum leikbrúðusafn Brúðuheima.
Þar gefur að líta fjöldann allan af
áhugaverðum persónum, fyrirbrigð-
um og forynjum. Margir góðkunn-
ingjar eru þar á ferð, eins og Pappírs-
Pési, Einar Áskell og Litli, ljóti andar-
unginn. Einnig eru þar varhugaverðar
verur eins og skógarnornirnar úr Ronju
ræningjadóttur. Fyrir börnin er stöð-
ugt eitthvað áhugavert að sjá og upp-
götva á meðan þeir fullorðnu dvelja
og dást að því ótrúlega handverki
sem er undirstaða þeirra stórglæsi-
legu muna sem er að finna á safninu.
Safnið er að hluta til gagnvirkt og
hafa ungir sem aldnir gaman af því að
prófa sig í brúðuleik um stund.
Leikhús Brúðuheima býður upp á
fjölbreyttar brúðuleiksýningar, bæði
fyrir börn og fullorðna. Boðið er upp á
barnasýningar flestar helgar og full-
orðinssýningar eru í boði fyrir hópa og
erlenda ferðamenn. Sýningar fyrir
erlenda ferðamenn eru bæði í boði á
ensku og þýsku, auk þess sem Brúðu-
heimar bjóða upp á sýningar án orða.
Í góðu brúðuleikhúsi gerist eitthvað
sem er töfrum líkast. Til að brúðan
vakni til lífsins þarf brúðuleikarinn að
vera fær í sínu fagi og áhorfendurnir
þurfa að „trúa“ á leikarana þó að þeir
séu meðvitaðir um að leikararnir eru
bara „brúður“. Með þessari samvinnu
fer áhorfandinn að skynja hjartslátt
leikarans og dýpstu tilfinningar hans,
þrátt fyrir að leikarinn hangi í örþunn-
um silkiþráðum og sé gerður úr tré-
kubbum.
Skallagrímsgarður
Skallagrímsgarður er skrúðgarður í
Skallagrímsdal í Borgarnesi. Ung-
mennafélagið Skallagrímur og Kven-
félag Borgarness stóðu í upphafi að
framkvæmdum í garðinum með full-
Barnafoss í Borgarfirði. Gamli héraðsskólinn í Reykholti.
Brúðuheimar í Borgarnesi.