Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði var haldin í annað sinn á Laugum 7.–9. apríl sl. Um 50 þátttakendur voru á ráðstefnunni sem gekk mjög vel. Mikil ánægja var með það sem fram fór. Þema ráðstefnunnar var Lýðræði og mannréttindi og var unnið með verkefni úr bókinni Kompás sem er handbók um lýðræði og mann- réttindi og kom út í íslenskri þýð- ingu í lok síðasta árs. Þátttakendur skiptu sér á vinnustofur þar sem þeir gátu valið á milli ræðumennsku og fundarskapa og kynningu á Evrópu unga fólksins þar sem þátt- takendur fengu að spreyta sig á að sækja um styrk. Góður rómur var gerður að báðum vinnustofunum og vildu þátttakendur helst ekki hætta. Í hópastarfinu var meðal annars farið yfir samvinnu ólíkra aðila svo sem fjölmiðla, félagasamtaka og stjórnvalda. Jörgen Nilsson bauð upp á hópefli þar sem þátttakend- um var skipt í tvo flokka og þurftu þeir að smíða lendingarbúnað fyrir egg. Báðum hópunum tókst að koma egginu sínu óbrotnu til jarð- ar, um 3–4 m fallhæð (ofan úr áhorfendastúkunni í íþróttasalnum á Laugum). Hjörtur Ágústsson frá Evrópu unga fólksins, EUF, kynnti verk- efnið og lét þátttakendur hanna umsókn. Stefán Bogi Sveinsson, UÍA- og Útsvarskempa, kenndi ræðumennsku og fundarstjórn. Í lok fyrirlestrarins kenndi hann þátttakendum lykilatriðin að baki góðu handabandi. Í lok ráðstefnunnar samþykktu þátttakendur ályktun til stjórn- valda og voru miklar og góðar umræður um hvernig ályktunin skyldi hljóða. Greinilegt er að þetta unga fólk sem sat ráðstefnunna veit hvað það vill og er tilbúið að leggja sitt til samfélagsins. „Ungt fólk og lýðræði“ Ályktun ráðstefnunnar: Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, haldin á Laugum í Sælingsdal 7.– 9. apríl 2010, beinir því til stjórnvalda að bæta þurfi upplýsingaflæði til ungs fólks og að hlustað verði á rödd þeirra og að áhugi sé gagnkvæmur. Hafa verður samráð við ungt fólk þegar teknar eru ákvarðanir sem varða málefni þeirra eins og segir í 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fjölmörg dæmi eru til um að ungt fólk sé hunsað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná eyrum stjórnvalda. Ein leið til að auka aðkomu ungs fólks að ákvarðanatöku er að sveitar- félög stofni ungmennaráð. Í öllum sveitarfélögum á landinu er að finna ungt fólk sem á rétt á því að á það sé hlustað. Við viljum að stjórnvöld bindi í lög að sveitarfélög stofni ungmennaráð. Jafnframt skorum við á sveitarfélög, sem hafa ekki enn stofnað ungmennaráð, að gera það eins fljótt og mögulegt er og fulltrúar þess verði frá sem breiðustum hópi, s.s. æskulýðs- og íþróttafélögum auk framhaldsskóla og grunnskóla. Allir hafi jöfn tækifæri til setu í ungmennaráði burtséð frá menningar- og félagslegum bakgrunni. Tryggja þarf gagnkvæmt samstarf og sam- skipti ungmennaráða og sveitarfélaga og kynna starfsemi þeirra vel fyrir ungu fólki til að tryggja áhuga og þátttöku. Einnig teljum við nauðsyn- legt að sveitarfélög fylgi eftir virkni ungmennaráða, sýni starfsemi þeirra áhuga og hrindi hugmyndum þeirra í framkvæmd. Ráðstefnan leggur sömuleiðis áherslu á að gætt sé jafnræðis þegar stjórnvöld úthluta styrkjum til ungmennastarfs. Ungt fólk hefur mismunandi áhugamál og mikilvægt er að öll upp- byggileg starfsemi ungs fólks njóti stuðnings stjórnvalda. Þátttaka unga fólksins er ekki síður mikilvæg svo að þeir sem eldri eru fái notið hinnar einstöku sýnar ungs fólks á okkar nánasta umhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.