Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka: Hróðný Kristjánsdóttir nýr formaður HHF Úr hreyfingunni Héraðsþing Héraðs- sambandsins Hrafna- Flóka, HHF, var haldið 3. apríl sl. á Patreksfirði. Stærsta mál þingsins var að kjósa nýja stjórn en formaðurinn, Guðmundur Ingþór Guðjónsson, óskaði ekki eftir endurkjöri. Hróðný Kristjánsdóttir var kjörin formaður HHF í stað Guðmundar Ingþórs. Þær Björg Sæmundsdóttir, gjaldkeri, og Sædís Eiríksdóttir, meðstjórnandi, skipa nýja stjórn HHF ásamt Hróðnýju. Varamenn í stjórn eru Heiðar Ingi Jóhannsson, Kristrún Guðjónsdóttir og Guðný Sigurðardóttir. Guðmundur Ingþór hefur verið formaður undanfarin 5 ár og voru honum þökkuð vel Frá vinstri: Guðmundur Ingþór Guðjónsson, fráfarandi formaður, Björg Sæmundsdóttir, gjaldkeri, Sædís Eiríksdóttir, meðstjórn- andi, og Hróðný Kristjánsdóttir, formaður. unnin störf fyrir Hrafna-Flóka. Hann mun verða stjórninni innan handar og aðstoða eins og hann getur. Hróðný Kristjánsdóttir sagði að skorað hefði verið á hana að gefa kost á sér og hún hefði ákveðið að slá til. „Mér líst vel á þetta en sumarið er fram undan og það er okkar tími hér fyrir vestan. Æfingar á sumrin snúast að mestu um frjálsar íþróttir og knattspyrnu, en á veturna er það körfuboltinn og þá aðallega hér inni á Patreksfirði,“ sagði Hróðný Kristjánsdóttir. Þing Ungmennasambands Borgarfjarðar: Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðar- sveitar veitt aðild að UMSB 88. þing UMSB var hald- ið að Logalandi í Reyk- holtsdal 28. mars sl., í blíðskaparveðri. Góð mæting var á þingið. Skýrsla stjórnar var viða- mikil og gaf góða mynd af því starfi sem unnið er á sambandssvæðinu. Niðurstaða reikninga var viðunandi og eignastaða sambandsins er góð. Á þinginu var samþykkt að veita Ung- menna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar aðild að UMSB. Félagið varð til við samein- ingu ungmennafélaganna Þrastar, Hauka og Vísis. Þingforseti var Pálmi Ingólfsson og stýrði hann þinginu vel og af miklum krafti. Á þinginu voru starfandi þrjár nefndir: fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd og íþrótta- nefnd, og höfðu þær níu tillögur til umfjöll- unar. Voru umræður miklar og heitar á köfl- um í nefndum, einkum fjárhagsnefnd. Sam- bandsstjóri var endurkjörinn Friðrik Aspe- lund, varasambandsstjóri Rósa Marinós- dóttir, gjaldkeri Elfa Jónmundsdóttir og varagjaldkeri Guðmundur Sigurðsson. Á þinginu var Guðmundur Sigurðsson hylltur af þingfulltrúum fyrir mikil og góð störf í þágu UMSB. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ og framkvæmdastjóri ULM, fór yfir undirbúning og framkvæmd á Unglinga- landsmótinu í Borgarnesi með þingfull- trúum. Sólrúnu Höllu Bjarnadóttur var veitt starfs- merki UMFÍ. Með henni á myndinni eru Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Gestir fundarins voru Helga G. Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, Garðar Svansson, stjórn- armaður UMFÍ, og í unglingalandsmóts- nefnd í Borgarnesi, Sigurður Guðmunds- son, landsfulltrúi UMFÍ, Ómar Bragi Stefáns- son, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri ULM, Líney Halldórsdóttir, framkvæmda- stjóri ÍSÍ, og Friðrik Einarsson, framkvæmda- stjórn ÍSÍ. Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Björg Jakobsdóttir, varaformaður, veittu Sólrúnu Höllu Bjarnadóttur starfsmerki UMFÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.