Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka:
Hróðný Kristjánsdóttir nýr formaður HHF
Úr hreyfingunni
Héraðsþing Héraðs-
sambandsins Hrafna-
Flóka, HHF, var haldið 3.
apríl sl. á Patreksfirði.
Stærsta mál þingsins
var að kjósa nýja stjórn
en formaðurinn,
Guðmundur Ingþór Guðjónsson, óskaði
ekki eftir endurkjöri. Hróðný Kristjánsdóttir
var kjörin formaður HHF í stað Guðmundar
Ingþórs.
Þær Björg Sæmundsdóttir, gjaldkeri, og
Sædís Eiríksdóttir, meðstjórnandi, skipa
nýja stjórn HHF ásamt Hróðnýju. Varamenn
í stjórn eru Heiðar Ingi Jóhannsson, Kristrún
Guðjónsdóttir og Guðný Sigurðardóttir.
Guðmundur Ingþór hefur verið formaður
undanfarin 5 ár og voru honum þökkuð vel
Frá vinstri: Guðmundur Ingþór Guðjónsson,
fráfarandi formaður, Björg Sæmundsdóttir,
gjaldkeri, Sædís Eiríksdóttir, meðstjórn-
andi, og Hróðný Kristjánsdóttir, formaður.
unnin störf fyrir Hrafna-Flóka. Hann mun
verða stjórninni innan handar og aðstoða
eins og hann getur.
Hróðný Kristjánsdóttir sagði að skorað
hefði verið á hana að gefa kost á sér og hún
hefði ákveðið að slá til.
„Mér líst vel á þetta en sumarið er fram
undan og það er okkar tími hér fyrir vestan.
Æfingar á sumrin snúast að mestu um
frjálsar íþróttir og knattspyrnu, en á veturna
er það körfuboltinn og þá aðallega hér inni
á Patreksfirði,“ sagði Hróðný Kristjánsdóttir.
Þing Ungmennasambands Borgarfjarðar:
Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðar-
sveitar veitt aðild að UMSB
88. þing UMSB var hald-
ið að Logalandi í Reyk-
holtsdal 28. mars sl., í
blíðskaparveðri. Góð
mæting var á þingið.
Skýrsla stjórnar var viða-
mikil og gaf góða mynd
af því starfi sem unnið
er á sambandssvæðinu.
Niðurstaða reikninga var viðunandi og
eignastaða sambandsins er góð.
Á þinginu var samþykkt að veita Ung-
menna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar
aðild að UMSB. Félagið varð til við samein-
ingu ungmennafélaganna Þrastar, Hauka
og Vísis.
Þingforseti var Pálmi Ingólfsson og stýrði
hann þinginu vel og af miklum krafti.
Á þinginu voru starfandi þrjár nefndir:
fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd og íþrótta-
nefnd, og höfðu þær níu tillögur til umfjöll-
unar. Voru umræður miklar og heitar á köfl-
um í nefndum, einkum fjárhagsnefnd. Sam-
bandsstjóri var endurkjörinn Friðrik Aspe-
lund, varasambandsstjóri Rósa Marinós-
dóttir, gjaldkeri Elfa Jónmundsdóttir og
varagjaldkeri Guðmundur Sigurðsson. Á
þinginu var Guðmundur Sigurðsson hylltur
af þingfulltrúum fyrir mikil og góð störf í
þágu UMSB.
Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi
UMFÍ og framkvæmdastjóri ULM, fór yfir
undirbúning og framkvæmd á Unglinga-
landsmótinu í Borgarnesi með þingfull-
trúum. Sólrúnu Höllu Bjarnadóttur var veitt starfs-
merki UMFÍ. Með henni á myndinni eru Björg
Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, og Helga
Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.
Gestir fundarins voru Helga G. Guðjóns-
dóttir, formaður UMFÍ, Björg Jakobsdóttir,
varaformaður UMFÍ, Garðar Svansson, stjórn-
armaður UMFÍ, og í unglingalandsmóts-
nefnd í Borgarnesi, Sigurður Guðmunds-
son, landsfulltrúi UMFÍ, Ómar Bragi Stefáns-
son, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri
ULM, Líney Halldórsdóttir, framkvæmda-
stjóri ÍSÍ, og Friðrik Einarsson, framkvæmda-
stjórn ÍSÍ.
Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ,
og Björg Jakobsdóttir, varaformaður, veittu
Sólrúnu Höllu Bjarnadóttur starfsmerki
UMFÍ.