Skinfaxi - 01.05.2010, Side 33
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 33
Úr hreyfingunni
Ársþing Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu:
Ragnheiður Högnadóttir formaður USVS
Þing Ungmennasambandsins Úlfljóts á Höfn í Hornafirði:
Stjórn USÚ endurkjörin
40. ársþing USVS var haldið að Hótel Laka 27.
mars sl., í blíðskaparveðri, og var góð mæting
hjá þingfulltrúum. Þingforsetar voru þau
Ragnheiður Högnadóttir og Hilmar Gunnars-
son og stýrðu þau þinginu af mikilli röggsemi.
Fyrir þinginu lágu góð og yfirgripsmikil
skýrsla frá stjórn og reikningar sambandsins
sem skiluðu töluverðum hagnaði. Fimm
nefndir voru starfandi á þinginu, íþrótta-
nefnd, fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd, kjör-
nefnd og laganefnd, og voru umræður fjör-
ugar og góðar í nefndunum, en samtals
voru 18 tillögur til umræðu.
Undanfarin ár hefur verið umræða innan
sambandsins um hvort sameina ætti USVS
HSK. Ekki var tekin ákvörðun um það á þessu
þingi en samþykkt tillaga um að skipuð yrði
þriggja manna nefnd sem hefði það hlutverk
að taka saman kosti og galla sameiningar við
HSK og á hópurinn að skila skýrslu til stjórn-
ar USVS fyrir 1. nóvember 2010. Stjórnin skal
síðan senda skýrsluna til aðildarfélaganna.
Ákvörðun skal taka um sameiningarmálið á
41. ársþingi USVS.
Ragnheiður Högnadóttir var kosin for-
maður USVS en Sveinn Þorsteinsson gaf ekki
kost á sér til endurkjörs.
Gestir þingsins voru þau Helga G. Guðjóns-
dóttir, formaður UMFÍ, Björg Jakobsdóttir,
varaformaður UMFÍ, Hafsteinn Pálsson, fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ, og Guðríður Aadnegard,
nýkjörinn formaður HSK. Helga Guðrún og
Björg veittu Ólöfu Rögnu Ólafsdóttur, for-
manni Ungmennafélagsins Skafta, starfs-
merki UMFÍ. Á þinginu var Arnar Snær
Ágústsson frjálsíþróttamaður valinn íþrótta-
maður USVS 2009.
Ragnheiður
Högnadóttir,
nýkjörin formað-
ur USVS, til hægri
á myndinni, ásamt
Helgu Guðrúnu
Guðjónsdóttur,
formanni UMFÍ.
Mynd til vinstri:
Arnar Snær
Ágústsson,
íþróttamaður
USVS 2009.
Þing Ungmenna sambands-
ins Úlfljóts, USÚ, var haldið
21. apríl sl., í Golfskálanum á
Höfn í Hornafirði. Þingið var
vel sótt og málefnalegt.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir,
formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfs-
son, framkvæmdastjóri UMFÍ, sóttu þingið
af hálfu hreyfingarinnar. Engar breytingar
urðu í stjórn sambandsins og var hún öll
endurkjörin. Ragnhildur Einarsdóttir er for-
maður, Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir ritari og
Þorbjörg Gunnarsdóttir gjaldkeri. Á þinginu
voru skipaðar milliþinganefndir, annars veg-
ar nefnd til að skerpa á forvarnamálum og
hins vegar nefnd til að fara yfir lög ung-
mennasambandsins.
Árlegur samráðsfundur Evróvísis,
Eurodesk, í Evrópu, fór fram dagana
15.–18. apríl sl. í Reykjavík. Fundur-
inn var haldinn á Hótel Loftleiðum
og sóttu hann 50 fulltrúar Evróvísis
og framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, en þátttakendur koma frá
29 löndum.
Samhliða fundinum í ár verður hald-
ið upp á 20 ára afmæli Evróvísis og
hefur verið skipulög skemmtidagskrá
fyrir þátttakendur í tilefni af því.
Evróvísir er upplýsingagátt fyrir
ungt fólk þar sem finna má saman-
safn upplýsinga um þau tækifæri sem
bjóðast ungu fólki í Evrópu. Nánari
upplýsingar eru á www.evrovisir.is.
50 fulltrúar sóttu samráðsfund Evróvísis í Reykjavík