Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.05.2010, Blaðsíða 33
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 33 Úr hreyfingunni Ársþing Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu: Ragnheiður Högnadóttir formaður USVS Þing Ungmennasambandsins Úlfljóts á Höfn í Hornafirði: Stjórn USÚ endurkjörin 40. ársþing USVS var haldið að Hótel Laka 27. mars sl., í blíðskaparveðri, og var góð mæting hjá þingfulltrúum. Þingforsetar voru þau Ragnheiður Högnadóttir og Hilmar Gunnars- son og stýrðu þau þinginu af mikilli röggsemi. Fyrir þinginu lágu góð og yfirgripsmikil skýrsla frá stjórn og reikningar sambandsins sem skiluðu töluverðum hagnaði. Fimm nefndir voru starfandi á þinginu, íþrótta- nefnd, fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd, kjör- nefnd og laganefnd, og voru umræður fjör- ugar og góðar í nefndunum, en samtals voru 18 tillögur til umræðu. Undanfarin ár hefur verið umræða innan sambandsins um hvort sameina ætti USVS HSK. Ekki var tekin ákvörðun um það á þessu þingi en samþykkt tillaga um að skipuð yrði þriggja manna nefnd sem hefði það hlutverk að taka saman kosti og galla sameiningar við HSK og á hópurinn að skila skýrslu til stjórn- ar USVS fyrir 1. nóvember 2010. Stjórnin skal síðan senda skýrsluna til aðildarfélaganna. Ákvörðun skal taka um sameiningarmálið á 41. ársþingi USVS. Ragnheiður Högnadóttir var kosin for- maður USVS en Sveinn Þorsteinsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Gestir þingsins voru þau Helga G. Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, Hafsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjórn ÍSÍ, og Guðríður Aadnegard, nýkjörinn formaður HSK. Helga Guðrún og Björg veittu Ólöfu Rögnu Ólafsdóttur, for- manni Ungmennafélagsins Skafta, starfs- merki UMFÍ. Á þinginu var Arnar Snær Ágústsson frjálsíþróttamaður valinn íþrótta- maður USVS 2009. Ragnheiður Högnadóttir, nýkjörin formað- ur USVS, til hægri á myndinni, ásamt Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ. Mynd til vinstri: Arnar Snær Ágústsson, íþróttamaður USVS 2009. Þing Ungmenna sambands- ins Úlfljóts, USÚ, var haldið 21. apríl sl., í Golfskálanum á Höfn í Hornafirði. Þingið var vel sótt og málefnalegt. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfs- son, framkvæmdastjóri UMFÍ, sóttu þingið af hálfu hreyfingarinnar. Engar breytingar urðu í stjórn sambandsins og var hún öll endurkjörin. Ragnhildur Einarsdóttir er for- maður, Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir ritari og Þorbjörg Gunnarsdóttir gjaldkeri. Á þinginu voru skipaðar milliþinganefndir, annars veg- ar nefnd til að skerpa á forvarnamálum og hins vegar nefnd til að fara yfir lög ung- mennasambandsins. Árlegur samráðsfundur Evróvísis, Eurodesk, í Evrópu, fór fram dagana 15.–18. apríl sl. í Reykjavík. Fundur- inn var haldinn á Hótel Loftleiðum og sóttu hann 50 fulltrúar Evróvísis og framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, en þátttakendur koma frá 29 löndum. Samhliða fundinum í ár verður hald- ið upp á 20 ára afmæli Evróvísis og hefur verið skipulög skemmtidagskrá fyrir þátttakendur í tilefni af því. Evróvísir er upplýsingagátt fyrir ungt fólk þar sem finna má saman- safn upplýsinga um þau tækifæri sem bjóðast ungu fólki í Evrópu. Nánari upplýsingar eru á www.evrovisir.is. 50 fulltrúar sóttu samráðsfund Evróvísis í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.