Skinfaxi - 01.05.2010, Qupperneq 34
34 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Vinnum saman Græðum Ísland
Landgræðslufræ
Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta
fallega grasflöt eigum við fræið handa þér.
Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.
Landgræðsla ríkisins
Gunnarsholti, 851 Hellu
Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is
Kynning á heilsu-
eflingu og útivist
Kynningin „Heilsuefling og útivist“
fór fram í Menntaskólanum á Ísa-
firði í apríl og heppnaðist með
ágætum.
Fulltrúi frá Ungmennafélagi
Íslands var á staðnum og kynnti
m.a. nýju vefsíðuna ganga.is ítar-
lega. Á henni er að finna upplýsing-
ar um gönguleiðir en hlutverk vef-
síðunnar er m.a. að stuðla að enn
frekar uppbyggingu gönguleiða á
Íslandi og aðgengi að þeim.
Lýðheilsustöð var með kynningu
á heilsueflingu í framhaldsskólum
sem er verkefni sem stöðin er að
fara að setja af stað.
Aðstandendur heilsueflingar í
Ísafjarðarbæ fjölluðu um það sem
unnið hefur verið með á svæðinu
og buðu upp á heilsudrykki og
kennslu í stafagöngu.
Úr hreyfingunni
Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar:
Gróska í íþróttastarfi í Fjallabyggð
Fyrsta ársþing Ungmenna- og íþróttasam-
bands Fjallabyggðar, UÍF, var haldið í Tjarnar-
borg á Ólafsfirði þann 15. júní sl. Mjög vel
var mætt á þingið og gengu þingstörf vel. Í
sambandinu eru fjórtán félög og eru iðk-
endur um 1100 talsins. Helga Guðrún Guð-
jónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur
Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sátu
þingið.
Stjórnarkjör fór fram á þinginu en stjórn-
in á eftir að skipta með sér verkum. Eftir-
taldir einstaklingar skipa stjórnina: Guðný
Helgadóttir, formaður, Róbert Haraldsson,
Hlynur Guðmundsson, Sigurður Gunnars-
son, Sigurpáll Gunnarsson, Helga Kristín
Einarsdóttir og Gíslína Salmannsdóttir.
„Við munum áfram vinna að frekari upp-
byggingu íþróttamála í Fjallabyggð. Félögin
innan sambandsins eru vel rekin og það er
óhætt að segja að mikil gróska sé almennt í
íþróttastarfi í Fjallabyggð. Það er bjart fram
undan hjá okkur,“ sagði Guðný Helgadóttir.
Frá þingi
Ungmenna- og
íþróttasambands
Fjallabyggðar.
Mynd til vinstri:
Guðný Helga-
dóttir, formaður
UÍF.