Skinfaxi - 01.05.2010, Síða 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
GLÍMA
Íslandsglíman fór fram 10. apríl sl. og var vel
tekist á bæði í karla- og kvennaflokki. Glímt
var í Íþróttakennaraskólanum.
Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni,
sigraði í karlaflokki og vann Grettisbeltið nú
í fimmta sinn. Pétur hlaut alls sjö vinninga
og þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum. Annar
í glímunni varð Stefán Geirsson, HSK, með
6,5 vinninga, og í þriðja sæti hafnaði Pétur
Þórir Gunnarsson úr Mývetningi með 5,5
vinninga.
Svana Hrönn Jóhannsdóttir, Glímufélagi
Dalamanna, bar sigur úr býtum í kvenna-
flokki og var þetta í sjötta sinn sem hún
vinnur keppnina um Freyjumenið og fimmta
sinn í röð. Svana hlaut 4,5 vinninga. Elísa-
beth Patriarca, HSK, varð í öðru sæti með
fjóra vinninga og Guðbjört Lóa Grímsdóttir
úr Glímufélagi Dalamanna lenti í þriðja sæti
með 3,5 vinninga.
Til vinstri: Pétur Eyþórsson, Glímu-
félaginu Ármanni. Til hægri: Svana Hrönn
Jóhannsdóttir, Glímufélagi Dalamanna.
Pétur og Svana Hrönn unnu
Grettisbeltið og Freyjumenið