Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2010, Qupperneq 36

Skinfaxi - 01.05.2010, Qupperneq 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands GLÍMA Íslandsglíman fór fram 10. apríl sl. og var vel tekist á bæði í karla- og kvennaflokki. Glímt var í Íþróttakennaraskólanum. Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, sigraði í karlaflokki og vann Grettisbeltið nú í fimmta sinn. Pétur hlaut alls sjö vinninga og þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum. Annar í glímunni varð Stefán Geirsson, HSK, með 6,5 vinninga, og í þriðja sæti hafnaði Pétur Þórir Gunnarsson úr Mývetningi með 5,5 vinninga. Svana Hrönn Jóhannsdóttir, Glímufélagi Dalamanna, bar sigur úr býtum í kvenna- flokki og var þetta í sjötta sinn sem hún vinnur keppnina um Freyjumenið og fimmta sinn í röð. Svana hlaut 4,5 vinninga. Elísa- beth Patriarca, HSK, varð í öðru sæti með fjóra vinninga og Guðbjört Lóa Grímsdóttir úr Glímufélagi Dalamanna lenti í þriðja sæti með 3,5 vinninga. Til vinstri: Pétur Eyþórsson, Glímu- félaginu Ármanni. Til hægri: Svana Hrönn Jóhannsdóttir, Glímufélagi Dalamanna. Pétur og Svana Hrönn unnu Grettisbeltið og Freyjumenið

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.