Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 9
Æ G I H 3 en meðaltalið er 3. Góðar gæftir voru hinsvegar á Vestfjörðum. Hlýindi voru áfram eins og undanfarið. Sumarið var með afbrigðum hlýtt og hagstætt, heyskapartíð víðast ákjósanleg, þó var úrkomusamt suðaustanlands síð- ari hluta sumars. En þrátt fyrir góð- viðrið var ekki hagstætt veðurfar til þess að þurrka fisk og komu sumstaðar fram skemmdir á fiski vegna þess. Uppskera úr görðum var ágæt, víða sölnuðu kart- öflugrös ekki fyrr en kartöflur voru teknar upp. Snjór var óvenjulega lítill til fjalla. Gæftir voru yfirleitt góðar. September reyndist sá hlýjasti, sem komið hefir síðan byrjað var á liitamæl- ingum i Rvík. Hitinn var 4.3° yfir með- allag. í október og nóvember var einnig milt og gott tíðarfar til landsins, en nokk- uð vindasamt við Austur- og Suðurland í nóvember. Þessa tvo mánuði urðu 9 stormdagar í Vestmannaeyjum, en eru 10 að meðaltali. Góðar gæftir voru í des, og urðu aðeins 2 stormdagar i Vest- mannaeyjum, en eru jafnan 8. Snjókoma var töluverð norðanlands síðari hluta mánaðarins og varð allvíða haglaust. Hafís varð aldrei landfastur á árinu. Hafisspangir sáust norður af Horni 7. og 9. júní og á Halanum var nokkurt ísrek 23. júlí. A tímabilinu 14. ág. til 10. sept. sáust oft hafísjakar norður af Skaga og Húnaflóa, á siglingaleið frá Siglufirði að Horni. Dagana 18. og 26. okt. sáust hafísjakar norðaustur af Horni. Útgerð og aflabrögð. Sunnlendingafjórðungur. Eins og siðastl. ár hófst vertíðin við Faxaflóa þegar i ársbyrjun. Bliðviðri voru svo að segja allan janúar og fram í rniðjan febrúar. Munu sjaldan hafa verið farnir jafnmargir róðrar á þessum tíma árs og að þessu sinni. Afli var reyndar ekki að sama skapi og gæfta- sældin, en þó svo mikill, að mörg ár eru síðan, að jafnmikill afli hefir komið á land í verstöðvunum á Suðurnesjum fyrstu tvo mánuði ársins og í þetta skipti. Vegna þess live tíðróið var gekk fljótt á beitubirgðirnar og háru útvegsmenn al- mennt kvíða í brjósti af ótta við beitu- skort. En til þess kom þó ekki, því að loðnugengd kom snemma og varð mikil, eins og tvö undanfarin ár. Nokkrir vél- hátar voru gerðir út á loðnuveiðar og seldu þeir aflann til heitu í stærstu ver- stöðvarnar. — Vélbáturinn „Keilir" úr Sandgerði revndi síldveiðar í febrúar, með það fyrir augum að veiða til beitu. Aflaði hann sáralítið og var síldin hor- uð. Hinn 3. apríl bvrjaði að veiðast síld á bát frá Keflavík og jafnframt veidd- ist þá litið eitt af smásíld í lagnet. Þegar komið var fram yfir miðja ver- tíð varð ekki eins gæftasamt og f>ær og afli miklu tregari. Þótt vertíðin yrði nokkuð endaslepp varð afli þó i meðal- lagi í flestum verstöðvum við Faxaflóa og vel það í sumum. Hrognkelsaveiði er nú almennt stund- uð meira en áður og orsakast það fyrst og fremst af þvi, að skapast liefir góður markaður fyrir grásleppuhrogn. Mark- aður fyrir þessa vöru hefir nær einfarið verið í Þýzkalandi og juku Þjóðverjar leyfið fyrir innflutningi á grásleppu- hrognum um 50 þús. rikismörk á árinu. Grásleppuhrogn voru keypt fyrir 30—50 aura líterinn, og er það allt að helmingi hærra verð en árið áður. Rannsóknum á þorski var haldið á- fram og voru á þessu ári mældir 44 þús. þorskar, en ákvarðaður aldur á 4 þús- undum. — Samkvæmt því, sem látið hefir verið í ljós, hefir þótt sýnt, að ár- gangarnir 1930—32 mundu mjög sterkir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.