Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 19
Æ G I R 13 bátur þaðan til veiða. Trillurnar byrj- uðu flestar seint veiðar, en öfluðu vel, Ársafli 217 smál. (195). Úr Húsavík gengu 2 vélbátar stærri en 12 lestir, 7 minni og' 3 opnir vélbátar, með alls 48 menn. Er það 1 stórum vél- bát fleira en fyrra ár, en 1 vélbát minni en 12 1., 3 trillum og 5 árabátum færra. Arsafli 336 smál. (660). Frá Raufarhöfn gengu 1 vélb. minni en 12 1. og 3 opnir vélb. með samtals 12 menn. Er það 2 trillum færra en fyrra ár. Vegna þess hve atvinna er þar mikil við síldarverksmiðjuna, voru róðrar mjög lítið stundaðir. Ársafli 33 smál. (21). Frá Þórshöfn gengu 20 bátar með alls 44 menn. Þar af voru 4 vélbátar minni en 12 lestir, 14 opnir vélbátar og 2 ára- bátar. Er það 1 þiljuðum bát færra en fvrra ár, en 7 trillum og' 2 árabátum fleira. Afli var yfirleitt mjög góður allt árið. Yfir haustið veiddist meira en vandi er til á þeim tíma árs. Einn 2 lesta þil- bátur aflaði 360 skpd. vfir árið og þykir slíkt mjög gott. Austfirðingafjórðungur. Aflafengur á Austurlandi hefir enn orðið talsvert fvrir neðan meðallag. Liggja til þess ýmsar ástæður, sem hér verður stiklað á. í janúarmánuði voru óvenju góðar gæftir, en þá voru bátar ekki almennt til- búnir til veiða, nema þeir, sem stunda ætluðu veiðar frá verstöðvum við Faxa- flóa, eða úr Vestmannaeyjum. — Tveir bátar úr Hornafirði fóru nokkra róðra í janúar, þegar loðna veiddist, og öfluðu vel. Er talið sennilegt, að talsvert hefði þá veiðst í Hornafirði, ef bátar hefðu þá verið komnir þangað og ekki liefði skort beitu. Þess ber að geta, að það fer mjög óvenjulegt a'ð unnt sé að stunda veiðar frá Hornafirði á þessum tíma árs, svo nokkru nemi, sökum ógæfta og brima. Bátar fóru almennt til Hornafjarðar i febrúar og stunduðu þar veiðar fram undir miðjan maí. Var mikil aflatregða allan tímann og var þó ekki um að kenna beituleysi, því að nægilegt veiddist af loðnu. Afli Hornafjarðarbátanna er tal- inn frá 60—80 skpd. Hann mun þó liafa orðið litið eitt meiri á heimabáta þar, það er að segja þá, er veiðar byrjuðu í jan- úar. Undanfarna vetur liafa Fáskrúðsfirð- ingar stundað þorsknetjaveiði innfjarða og' oftast aflað drjúgt. Að þessu sinni* hófu þeir þessar veiðar í byrjun marz og öfluðu með mesta móti. Eftir að bátarnir hurfu heim til sin frá Hornafirði, var almennt ágætur afli í liinum norðlægari fjörðum, þegar farið var á sjó. En það var mjög sjaldan, vegna beituskorts. Þeir bátar, er heimaveiði stunduðu um vorið og sumarið, áttu við mikla beituörðugleika að kljást, því að vetrar- og vorsíldarveiði á Austfjörðum brást með öllu, en slíkt hefir ekki komið fyrir siðastliðin 8 ár. Grunnmiðaveiði á opnum vélbátum hófst í hinum svðri verstöðvum i april- mánuði, en i liinum nyrðri ekki fyrr en í maí. Veiði á opnum vélbátum varð mjög sæmileg, eða fram yfir meðallag. Fiska þeir flestir eingöngu með hand- færi og nota mest skelfisk til beitu. í nyrztu veiðistöðvunum, þar sem hægast var að afla síldar til beitu, var þó notuð lína, en ekki mun það hafa orðið ábata- samara. Hin síðari ár liefir orðið mikil breyt- ing á þorskveiðunum við Austurland. Allir þilbátar fara til síldveiða við Norð- urland, svo að langsamlega mestur liluti

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.