Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 41

Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 41
Æ G I R 35 Eftirspurn eftir rækjum í Danmörku og í Ameríku var j'firleitt litil og dræm. Þegar stríðið skall á var algerlega bann- aður innflutningur á rækjum til Eng- lands. Bíldudalsverksmiðjan byrjaði á árinu að framleiða svonefnt rækjumauk, en i það er liægt að nota bæði frostnar og brotnar rækjur, sem annars hefir orðið að kasta. Hefir tekizt að ná dálitlum markaði fvrir það í Englandi, og hafa nú verið gerðir samningar um sölu af talsverðu magni af því til Englands, þótt rækjur sé liinsvegar ekki unnt að selja þangað. — A árinu voru alls fluttar út rækjur fvrir 141 þús. kr. Beitubirgðir. Beitubirgðir á öllu landinu eru nú um 1 140 smál. meiri en síðastl. ár. I Sunn- lendingafjórðungi hafa birgðirnar auk- izt um 829Yo smál. frá fyrra ári og í Vest- firðingafjórðungi hefir birgðaaukningin orðið 493 smál. Telja má að svipaðar l)irgðir séu í Austfirðingafjórðungi og Tafla XIV. Skýrsla um beitufrystingu (síld og kolkrabba) árin 1937—1939. Samtals Samtals Samtals 1939 1938 1937 Fjórðungar kg kg kg Sunnlendinga 2 059 900 1 230 400 918 400 Vestfirðinga 862 000 369 000 275 500 Norðlendinga 559 800 751 200 206 000 Austfirðinga 99 000 97 300 79 100 3 580 700 2 447 900 1 479 000 árið áður, en i Norðlendingafjórðungi eru birgðirnar nú rúml. 191 smál. minni en árið á undan. Beitufirningar voru nú engar frá fyrra ári, en voru aftur á móti um 87 smál. um áramótin 1938—39. Þess má fyllilega vænta, að þær beitubirgðir, sem nú eru til, nægi, þótt liinsvegar rnegi búast við að flytja þurfi beitu á milli fjórðunga eins og svo oft áður. Fyrst framan af árinu seldu frysti- húsin bátum beitusíld fjæir kr. 25 pr. tn., en seinast í jan. hækkaði hun í 28 kr. og liélzt í því verði það sem eftir var ver- tíðar. Fiskbirgðir. Ársaflinn varð að þessu sinni 37 711 smál. miðað við verkaðan fisk, og er það aðeins 245 smál. meira én síðastl. ár. Við síðastl. áramót voru fiskbirgðirnar 3 899 smál., og hafa því alls verið til framboðs á árinu frá Islandi um 41 610 smál. Við áramótin 1939—40 eru fiskbirgðirnar laldar 9 838 smál. Af því magni er búið að selja allmikið, sem fara mun snemma á árinu 1940. Afli Norðmanna var nú meiri en liann hefir nokkru sinni verið síðan 1930 og fiskbirgðir þeirra hafa heldur aldrei ver- ið jafnmiklar og nú, eða 41 þús. smál., og er það 25 þús. smál. meira en við ára- rnótin 1938—39. Afli Færeyinga hefir orðið talsvert minni en undanfarandi ár, sem sjá má á eftirfarandi töflu, er sýnir ársafla þeirra i 6 síðustu árin, miðað við full- saltaðan fisk. 1939 15 200 smál. 1936 14 916 smál. 1938 19 963 — 1935 22 048 — 1937 17 843 — 1934 24 392 — Fiskbirgðir Færejanga voru 1 500 smál. i árslok, og er það 2 300 smál. minna en árið áður. Engar fregnir hafa enn þá borizt hing- að um fiskbirgðir Nýfundnalands um áramótin. Mikið umtal hefir verið um það i Noregi, hvað geri eigi við allar þær fisk- birgðir, sem þar liggja. Almennt eru

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.