Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 14
8 M G I R strönd til Reykjavíkur og stunduðu veið- ar þaðan um vikutíma. Grásleppuveiði var stunduð með mesta móti í vor og sumar i báðum þessum verstöðvum og aflaðist vel. Ársafli 204 smál. (128). Úr Hafnarfirði gengu á vertíðinni 10 togarar, 4 línuveiðagufuskip og 1 vélb. yfir 12 lestir, með samtals 474 skipverj- um. Er það 2 togurum fleira, en 3 línu- veiðagufuskipum og 1 vélbát fœrra en síðastl. ár. Ársafli 3 098 smál. (3 788). Úr Reykjavík gengu 32 skip, með sam- tals 788 menn. Þar af voru 19 togarar, 4 línuveiðagufuskip, 7 vélbátar yfir 12 lestir og 2 vélbátar minni en 12 lestir. Er þetta 3 togurum, 3 línuveiðagufuskip- um og 2 vélbátum undir 12 lestir fleira en fyrra ár, en 1 vélbát stærri en 12 lestir færra. — Reykjavíkurbátar byrj- uðu ekki veiðar fyrr en seint í janúar. Tveir bátar stunduðu veiðar með botn- vörpu og öfluðu vel. Afli þeirra báta, er veiddu með lóð, var yfirleitt rýr, eink- um eftir að leið á vertíð. Útilegubátur- inn, sem mest aflaði, fékk 920 skpd. Hjá linuveiðagufuskipunum var einnig frek- ar lítill afli. Rezt veiddu þau í byrjun marz og fengu þá 120—180 slcpd. í 5—7 lögnum. Aflaliæsta línuveiðagufuskipið veiddi rúm 1 200 skpd. — Um páskalevtið var mikil fiskgengd í Hvalfirði og Ivolla- firði og gengu þá margir trillubátar til veiða og öfluðu flestir ágætlega. En upp úr því öfluðu þessir bátar mjög treglega, livar sem leitað var. Muna gamlir fiski- menn ekki jafnmikla ördeyðu í flóanum og var, er leið á vorið. Var það talið eiga rætur sínar að rekja til þess, live togar- arnir skörkuðu mikið á þessum slóðum. — Um haustið stunduðu nokkrir bátar dragnótaveiðar og enn aðrir botnvörpu- veiðar og varð þeim yfirleitt fengsælt. Ársafli 5 642 smál. (5 790). Frá Akranesi gengu 1 línuveiðagufu- skip og 23 vélbátar vfir 12 lestir, með samtals 286 menn. Er þetta 1 vélbát og 1 togara færra en fyrra ár. — Framan af vertíð var þar livergi nærri eins góð veiði og á Suðurnesjum. Mest mun hafa veiðst síðustu viku febr. og fyrstu viku inarz. En þegar kom fram í marz var með öllu fisklaust. Þess voru jafnvel dæmi, að bátar komu svo af sjó, að þeir fengu ekki nokkurn ugga. — Mest var beitt loðnu, er Akurnesingar lceyptu af bátum, sem eingöngu stunduðu þær veiðar. Gerðu þeir tilraun með að frysta hana í saltpækli og gafst það betur en aðferð sú, er notuð var í Sandgerði og nefnd var hér að framan. Akranesbátar liættu snennna þorskveiðum, því að bæði var aflaleysi og svo ábatasamara að stunda síldveiðar, því að síld var þá keypt allháu verði og seld ísuð til Þýzlca- lands. Voru margir bátar við síldveiðar framan af sumri. — Um liaustið stund- uðu og margir bátar síldveiðar og öfl- uðu flestir allvel. Þorskveiðum var og sinnt og allur aflinn seldur í togara. Talið er að vetrarvertíðin á Akranesi liafi verið í meðallagi. Aflahæsti bátur- inn veiddi 900 skpd. Yfir vertíðina vann fiskimjölsverksmiðjan 275 smál. lýsi lir 523 þús. lítr. lifrar og 500 smál. fiskimjöl úr 2 713 smál. fiskúrgangs. Ársafli 2 473 smál. (1 800). Fiskstærð og lifrarmagn var svipað og fyrra ár, en þá var það talið í góðu meðallagi. Úr 600 kg af fiski fengust: 15. jan................. „ fiskar 40 lítr. lifur. 31. jan................. 95 — 45 — — 15. febr............... 100 — 35 — — 28. febr................ 96 — 32 — — 15. marz ............... 85 — 35 — — 31. inarz ............. 104 — 32 — — 15. apríl ............. 108 — 32 — — 30. apríl .............. 94 —• 34 — —

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.