Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 38
32
Æ G I R
farnar 59 ferðir og varð meðalsala þá
í ferð 1.152 £. Til Englands hafa alls
verið farnar á árinu 141 ferð og er með-
alsalan í ferð 2 034 £. Síðastl. ár voru
farnar 118 ferðir til Englands. Alls
hafa togararnir farið 160 ferðir á árinu
og' self fyrir 346 686 £, eða 2 167 £ í ferð.
Eftir að stríðið skall á fóru þeir alls 74
ferðir og seldu fyrir 3 294 £ í hverri ferð
að meðaitali. Fiestar ferðir fóru togar-
arnir í febrúar, eða 40, en engar í sept.
en 20 árið áður.
Allir togararnir voru við ísfiskveiðar
eða flutninga á ísfiski á árinu og varð
samanlagður úthaldstími þeirra 4 578
dagar og er það 488 dögum skemur en
fyrra ár. Stytting úthaldstímans stafar af
því, að ekki var unnt að koma því við að
sigla i september. Lifrarfengur ísfisk-
togaranna varð 7 354 föt. Sá togari sem
lengst var við þessar veiðar á árinu var
i 240 daga. Hæsta meðalsala togara i
ferð var 3 789 £.
Þrjá seinustu mánuði ársins kevptu
togararnir mjög mikið af bátafiski, eða
5 018 smál. fyrir 794 þús. kr. Greiddu
þeir 17 aura fyrir pr. kg af ýsu, 15 aura
fyrir þorsk og 13 aura fvrir sprak. En
flatfiskur var keyptur sama verði og
hraðfrvstihúsin greiddu fyrir hann.
Hraðfrystihús og dragnótaveiði.
Almennt byrjuðu bátar ekki dragnóta-
veiði fvrr en landhelgin var opnuð, eða
16. mai. Eins og undanfarin ár voru
reyndar nokkrir hátar byrjaðir áður, en
mjög fáir. Fjæst framan af aflaðist
heldur vel víðasl livar, en dróg svo úr
því, og mátti heita rýr afli um mitt
sumarið og er j)að svipuð saga og und-
anfarin sumur. Síðari hluta sumars og
um haustið var aftur á móti víðast hvar
góð dragnótaveiði og sum staðar ágæt.
Upp úr 20. júlí liættu fjöldamargir
bátar dragnótaveiðum og fóru norður
til reknetjaveiða. Munu miklu fleiri hát-
ar hafa „skipt yfir“ að þessu sinni en
nokkru sinni áður, og stafaði það fyrst
og fremst af því, að dragnótaafli var
mjög óverulegur og i öðru lagi vegna
þess að saltsíldarverð hækkaði talsverl.
Ekki er vitað með vissu hvað margir
hátar stunduðu dragnótaveiðar á árinu.
en þeir munu hafa verið nokkru færri
en siðastl. ár, eða í kring um 165. Engar
fullnaðarskýrslur liggja fyrir um drag-
nótaveiðiaflann, en þó svo nákvæmar, að
fvllilega er hægt að glöggva sig á hvernig
hlutfallið hefir verið milli hinna ein-
stöku fisktegunda í aflanum og stærðar-
hlutföll hverrar tegundar.
Að þessu sinni hefir skarkolinn gert
um 38,41 % af öllum dragnótaaflanum,
en 61.43 % af heildarverðmæti aflans.
Eftir stærð skiptist hundraðstala skar-
kolans þannig: Skarkoli yfir 500 gr.
21.77 %, frá 375—500 gr. 10.26 % og 250
—375 gr. 6.38 %. Síðastliðið ár gerði
skarkolinn 43 % af heildaraflanum.
Þykkvalúran gerði 12.74 % af heildar-
aflanum, en 17 % fjæra ár. Þykkvalúran
skiptist þannig eftir stærð: Þykkvalúra
vfir 500 gr 6.63 %, 375—500 gr 3.08 % og
250—375 gr 3.03 %. Verðmæti þykkva-
lúrunnar gerir 17.19 % af lieildarverð-
mætinu. - Magn lúðunnar miðað við
allan dragnótaaflann varð 2.73 %, en að
verðmæti til 4.18 %. Árið áður varlúðan
3.5 % af heildaraflanum. Eftir stærð
skiptist lúðuaflinn þannig: Lúða 10 kg
og vfir 0.35 % og 0.5—10 kg 2.38 %. —
Aflamagn þessara þriggja fyrrgi'eindra
fisktegunda gerir 53.88 % af heildarafl-
anum, en 82.80 % af heildarverðmætinu.
Arið áður var magn þeirra 63.5 %, en
verðmætið 84 %.
Þá gerðu cftirtaldar fisktegundir þess-