Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 33
Æ G I R
27
Tafla IX. Fiskútflutningurinn
1937—1939 (miðað við verkaðan fisk).
1939 1938 1936
kg kg kg
Janúar 1 172 161 782 397 2 653 136
Febrúar 711 503 1 025 650 1 383 460
Marz 2 586 975 4517 610 2 752 384
Apríl 3 075 727 3 658 205 3 778 271
Maí 3 658 908 4 442 935 3 535 516
Júni 809 760 1 910 584 1 506 027
Júlí 1 Í80 127 3 252 013 2 071 924
Ágúst 453 502 5 070 385 2 805 602
September 2 928 125 2 497 566 2170104
Október 9 274 402 2 182 370 1 234 334
Nóvember 3 146 805 2 337 475 7 024 696
Desember 2 747 023 4 263 333 3 073 798
32 045 018 35 940 523 33 989 252
þess, að þar var mikið framboð af fiski
annars staðar frá og einnig því, hve mikið
tókst að koma af fiski héðan til Spánar.
Salan til Portúgal hefir nú aftur komizt
í sama liorf og var árið 1937, þvi að þessu
sinni liafa verið seldar þangað 10 984
smál. I Portúgal er lægra verð en á öðr-
um mörkuðum í E\TÓpu, en eigi að síður
er nauðsyn á að selja fisk þangað, vegna
þess að þar er greitt með frjálsum gjald-
eyri. Og eru sumir þeirrar skoðunar, að
það sé eins happasælt að selja þangað,
þótt verðið sé lægra en hjá þeim þjóð-
um, sem verður að eiga vöruskipti við.
Til Portúgal voru seldar 9 227 smál. af
verkuðum fiski, og voru % hlutar þess
seldir fyrir stríð. Það, sem selt var
skömmu eftir stríðsbyrjun, hækkaði lítið
eitt, en síðan hefir verðið haldizt óbreytt.
Til Englands hafa verið seldar á árinu
6 225 smál., og er það talið um 1000 smál.
minna en síðastl. ár, þegar dreginn er frá
sá fiskur, er fór um England til Spánar.
Saltfiskur hækkaði í verði í Englandi
seinustu 3 mánuði ársins. Sölusambandið
hafði sams konar samvinnu við allsherj-
arfélag saltfiskkaupmanna í Englandi og
árið áður. Félagsskapur þessi fylgist vel
með hvaða verð er hér á fiski á hverjum
tíma og fyrir hvað Isl. selja i það og það
sinnið. Hafa kojnið umkvartanir frá hon-
um viðvikjandi því, að Isl. selja fyrir
lægra verð i Portúgal en Englendingar,
en slíkt þolir hann illa.
Undanfarin ár hefir ekkert verið selt
af fiski héðan til Grikklands. En að þessu
sinni tókst að selja þangað 2 950 smál.
Andvirði fisksins var greitt í frjálsum
gjaldeyri. Gekk salan að öllu leyti slysa-
laust og er það meira en liægt er að segja
um fyrri viðskipti.
Til Cuba og Suður-Ameríku-landanna
voru seldar 4128 smál. og >er það 793
smál. minna en siðastl. ár. Fyrir fisk á
þessum slóðum fæst heldur lágt verð, en
andvirðið er allt greitt i frjálsum gjald-
eyri. I þessum löndum er fiskurinn al-
mennt ekki greiddur fyrr en hann kemur
fram, en af þvi leiðir, að stundum líður
langur tíjni frá þvi fiskinum er skipað
um horð liér og þar til hann er borg-
aður. Um tima i sumar voru nokkrir örð-
ugleikar á því, að fiskkaupendur gætu
fengið jdirfæírt. Að öðru leyti gengu við-
skiptin við þessi lönd eðlil-ega á allan
hátt.
Danmörk hefir að þessu sinni keypt
1 824 smál., og er það 65 smál. meira en
1938. Aðalsölurnar þangað fóru fram
eftir að stríðið hófst og var verðið gott
miðað við aðra markaði. En i þvi sam-
bandi ber á það að líta, að þangað er ein-
göngu seldur úrvalsfiskur; mestmegnis
blautsaltaður stórfiskur og nokkuð af %
þurrkuðum fiski.
Spánn, sem notaði XA af allri saltfisk-
framleiðslu heimsins, hvarf með öllu úr
hópi þeirra landa, er saltfisk keyptu á
þessu ári. Norðmenn seldu þangað reynd-
ar 5 000 smál., en ekki er enn nema nokk-
uð af því magni komið til Spánar. Þessi
sala fór fram með þeim hætti, að Norð-