Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 11
Æ G I R
5
Frá Stokkseyri gengu alls 9 bátar, með
94 menn samtals. Fimm þeirra voru yfir
12 lestir og 3 minni. Er þetta einum bát
færra en síðastl. ár.
Á Stokkseyri byrjar vertíð jafnan ekki
fyrr en á Kyndilmessu og svo er í öðrum
verstöðvum austanfjalls. Þeirra liluta
vegna gátu fiskimenn þar ekki notfært
sér hinar góðu gæftir, sem voru í janúar.
f vertíðarbyrjun veiddu Stokkseyring-
ar eingöngu með linu, en öfluðu svo að
segja ekkert nema háf. Var því snemma
tekið að nota net. Gæftir voru yfirleitt
mjög stopular, en sæmilegur afli, þegar
á sjó gaf. Drýgst reyndist páskavikan,
bæði livað gæftir og afla snerti. í þeirri
viku fiskuðust 350 skpd. á Stokkseyri.
Allir bátar voru hættir róðrum 11. maí.
Arsafli 351 smál. (260).
Frá Eyrarbakka gengu 1 vélb. stærri
en 12 lestir og 1 minni og var áhöfn
þeirra 20 menn. Er þetta 1 bát minni en
12 lestir færra en fvrra ár. Brim og
straumar hömluðu mjög sjósókn. Mest
aflaðist i páskavikunni eins og annars-
staðar eystra, og fengust þá 100 skpd.
Þessir tveir bátar á Evrarbakka öfluðu
alls yfir vetrarvertíðina 35 þús. fiska.
Ársafli 57 smál. (58).
Úr Þorlákshöfn og Selvogi gengu 3 vél-
bátar minni en 12 lestir og 6 opnir vél-
bátar, með alls 85 menn. Er þetta 4 opn-
um vélbátum færra en árið 1938, en 2
þiljuðum vélbátum fleira.
Þar var eins farið og á Eyrarbakka,
að brim og straumar hömluðu mjög sjó-
sókn. Fiskur var allmikið uppi á grunni,
en þar þorðu menn almennt ekki að
leggja net sín af ótta við að brimaði
skyndilega. — í páskavikunni öfluðust
360 skpd. í Þorlákshöfn og í vikunni 16.
—23. apríl var róið 5 daga og veiddust
þá 250 skpd. — Mest öfluðust 29.200
þorskar á bát, en minnst 11 þús. — Allir
bátar voru hættir veiðum fyrir miðjan
maí. Ársafli 281 smál. (194).
Úr hinum 3 síðasttöldu veiðistöðvum
er jafnan selt mikið af nýjum fiski í hin-
ar fjölmennu sveitir, sem þar eru i
grennd. Af þessu leiðir, að ekki kemur
fram í skýrslum, nema nokkur hluti afl-
ans i þessum verstöðvum. Þannig mun
hver bátur á Stokkseyri hafa selt til
bænda 800—1000 þorska á þessari vertíð
og E}Tarbakkabátarnir allt að því jafn
mikið. Hver fiskur var seldur upp og of-
an á 90 aura innan í farinn.
Úr Grindavík gengu 5 vélbátar minni
en 12 lestir og 24 opnir vélbátar, með
samtals 256 menn. Er þetta 2 opnum vél-
bátum færra en siðastl. ár. Vertiðin
reyndist mjög í lakara lagi. Stuðlaði að
því jöfnum höndum óstöðug tíð, for-
áttubrim og aflatregða. Þannig var unnt
að róa dag eftir dag úr Sandgerði eða
Keflavík í sama mund sem ekki var
tækilegt að ýta báti á flot í Grindavík,
vegna brims. Arsafli 650 smál. (832).
Úr Höfnum gengu 2 vélbátar stærri en
12 lestir og 12 opnir vélbátar, með sam-
tals 100 menn. Fyrrá ár gekk þaðan eng-
inn þiljubátur, en 15 opnir vélbátar. Árs-
afli 287 smál. (283).
Frá Sandgerði gengu alls 32 bátar með
samtals 288 menn. Þar af voru 20 vélbát-
ar stærri en 12 lestir og 12 opnir vélbát-
ar. Er þetta einum opnum vélbát færra
en síðastl. ár. Þar var hin ágætasta sjó-
sókn í jan. og framan af febrúar, en
afli ekki að sama skapi. Allvel aflaðist
þó á þessum tima, vegna þess hve oft var
róið. Snemma á vertiðinni óttuðust menn
beituleysi og stafaði það ekki fyrst og
fremst af því, að menn hefðu ekki dregið
að sér í þeim efnum sem fvrr, heldur
hinu, að enginn hafði vænst þess, að svo
fjölróið vrði í fyrsta mánuði ársins eins
og raun varð á. En beituskortur kom þó