Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 12
6 Æ G I R ekki að sök, því að snemma varð vart við loðnu. Meðan bátarnir veiddu almennt ekki loðnu fyrir sig sjálfir, keyptu þeir loðnu af þeim bátum, er þær veiðar stunduðu og greiddu 20—25 kr. fyrir tunnuna. — í marzmánuði var gerð til- raun með að frysta loðnu. Var hún fryst í vatni og þýdd í sjó, áður en henni var beitt. Var talið að loðnan fryst þætti allt að því eins góð tálbeita sem ný, en mikil brögð þóttu að því, að liún hrykki af önglunum um leið og lagt var. Aflahæsti báturinn fekk 1.102 skpd. og urðu hásetahlutir á honum um 2.000 kr. brúttó. Árið áður fekk aflahæsti Jját- urinn 850 skpd. Þrátt fyrir að mikil veiðarfæratöp yrðu að þessu sinni er vertíðin yfirleitt talin mjög góð. Ársafli 2.080 smál. (1.604). Fiskur var að jafnaði ekki eins lifrar- mikill og síðastliðna vertíð. Úr 600 kg af fiski fengust: 31. jan................. 93 fiskar 40 litr. lifur. 28. febr................ 93 — 38 — — 31. marz ............... 95 — 30 — — 15. april .............. 95 — 27 — — 30. april ............. 112 — 42 — — 15. mai ............... 112 — 18 — — Úr Gcirði og Leiru gengu 5 vélbátar vfir 12 lestir og 6 opnir vélbátar, með samtals 107 menn. Er þetta 2 opnum vél- bátum færra en 1938. Vertíðarafli var vel í meðallagi. Arsafli 808 skpd. (683). Úr Keflavík og Njarðvíkum gengu 41 bátur, allir stærri en 12 lestir, og voru samtals á þeim 474 menn. Er þetta 8 þiljubátum fleira en fyrra ár, en þá gengu þaðan 6 trillur en nú engin. Alls voru 14 aðkomubátar í Iveflavík að þessu sinni og voru flestir þeirra frá Seyðis- firði, eða 6 talsins. — í janúarmánuði var óvenjumikil sjósókn og reru margir bátarnir þá í 18 daga. í lok janúar liafði aflahæsti báturinn fengið 200 skpd. Fyrri helming febrúar voru einnig ágæt- ar gæftir og um 20. febrúar voru afla- hæstu bátarnir búnir að fá um 350 skpd. Ef síðari hluti vertíðarinnar hefði orðið eins og byrjunin, hefði aflafengur orðið óvenju góður. — Aflahæsti báturinn veiddi alls 1.125 skpd. í 85 róðrum og urðu hásetahlutir á honum 1.968 kr. brúttó. En aflahæsti báturinn miðað við róðrafjölda veiddi 1 010 skpd. í 75 róðr- um. Fvrra ár fekk aflahæsti báturinn í Keflavík 890 skpd. — Vertíðaraflinn er talinn mjög sæmilegur, en þar sem róðrafjöldi var óvenjumikill og allmikið veiðarfæratap, vegna þess, að fiskurinn stóð lengst af uppi á grunni, varð útgerð- arkostnaður með mesta móti. Allmargir bátar stunduðu síldveiðar í reknet um haustið og var þeim ekki að fullu hætt fyrr en i byrjun desember. Varð afli yfirleitt sæmilegur og var megnið af síldinni saltað í Keflavik. — Ennfremur stunduðu nokkrir bátar drag- nótaveiðar og öfluðu vel. Ársafli 4.444 smál. (2.913). Fiskur var að jafnaði ekki eins lifrar- mikill og síðastl. vertíð. Fiskstærð og lifrarmagn var sem hér er greint: Úr 600 kg af fiski fengust: 31. jan................ 83 fiskar 40 lítr. lifur. 15. febr................. 87 — 42 — — 28. febr..................... — 39 — — 25. marz ................ 98 — 31 — — 15. apríl .............. 115 — 29 — — 26. apríl ............. 112 — 24.5— — 28. april .............. 113 — 24 — — Frá Vatnsleysuströnd og Vogum gengu 9 bátar, með samtals 42 menn. Þar af voru 2 vélbátar stærri en 12 lestir og 7 opnir vélbátar. Er það 5 trillum færra en fyrra ár, en 1 þilbát fleira. Trillubátarn- ir byrjuðu almennt ekki veiðar fyrr en í byrjun marz. Og miðvikudaginn fyrir páska héldu flestir bátar af Vatnsleysu-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.