Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 44

Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 44
38 Æ G I R Slysfarir og skiptapar. Slysfarir voru með alira minnsta móti þetta ár. Alls drukknuðu liér við land á árinu 25 menn og voru þeir allir inn- lendir. Þar af voru 13, sem drukknuðu i ám eða vötnum, eða féllu út af bryggj- um. Tólf menn hafa þvi drukknað af skipum, og er það 18 færra en árið áður. Tveir vélbátar undir 12 lestum fórust með allri áhöfn. Einn togari strandaði og gereyðilagðist. Eitt vélskip, stærra en 12 lestir, hrann á hafi úti og annað skip, einnig stærra en 12 lestir, strandaði og hrotnaði i spón. Við hafnarg'erðir og lendingabætur var unnið á árinu sem hér greinir. Stykkishólmur. Undirbúningur var hafinn að endurbyggingu landgangs bryggjunnar fram í svonefnt Stykki. Endastöpull landgangsins fram í Stykk- inu var steyptur upp að nýju og stækk- aður, og auk þess var gert við 5 stöpla ásamt minni háttar undirhúningsvið- gerðum. Kostnaður um 22 þús. kr. Salthólmaúík. Þar var gerð 40 m. löng bátabryg'gja úr steinsteypu. Kostnaður 8 773 kr. Hvallátrar á Rauðasandi. Unnið var að því að dýpka og hreinsa landgöng- una i framlialdi af þvi, sem unnið var 1938. Kostnaður tæpar 2 000 kr. Flateyri. Þar var eingöngu unnið að vörnum gegn ágangi sjávar, en ekki unn- ið að varnargarðinum framanvert á eyr- inni eins og undanfarin ár. Kostnaður um 5 450 kr. Súgandafjörður. Unnið var að fram- lengingu hafnargarðsins. Af honum hafa nú verið undirlagðir 70 m og eru þar af fullgerðir 54 m. Garðurinn nær nú rösk- lega fram á 3 m dýpi um stórstraums- fjöru. 1 sumar var unnið fyrir um 37 þús. kr. Bolungarvík. Þar urðu allmiklar skemmdir á brimbrjótnum síðastl. vet- ur. 1 sumar var unnið að því að gera við þær. Ivostnaður um 25 þús. kr. Hvammstangi. Þar var gerð 55 m löng bátabryggja ú steinsteypu. Nær hún fram á 0.5 m dýpi um lægstu fjöru. Fyrir sunnan bryggjuna var gert uppsátur fyrir uppskipunarbáta og vélbáta. Kostn- aður um 37 þús. kr. Blönduós. Haldið var áfram að byggja upp að nýju hina gömlu bátabryggju fyr- ir norðan ósinn. Kostnaður um 21 500 kr. Skagaströnd. Lokið var við að steypa jTir ker það, sem sett var niður í enda hafnargarðsins sumarið áður og frá hafnargarðinum var gengið að fullu. Kostnaður 9 100 kr. Sauðái'krókur. Þar var lokið við hafn- argarðinn. Þá var og lögð 2 400 m löng vatnsveita til hafnarinnar og hyggður bryggjupallur til sildarsöltunar um 1100 m2 að stærð. Unnið var fyrir á árinu um 105 þús. kr. Siglufjörður. Unnið var að liafnar- gerðinni og er það gert i ákvæðisvinnu. Er samningsuppliæðin 640 þús. kr. Á þessu ári var unnið fyrir rúm 110 þús. kr. Úr rikissjóði er búið að verja til þessarar hafnargerðar um 173 þús. kr. Hafnargerðinni á að vera lokið 15. júní 1940, samkv. samningi við verktaka. Ólafsfjörður. Vestan við bátabryggj- una var gerð 55 m löng og 25 m breið uppfylling fyrir síldarsöltun og auk þess var bátabryggjan breikkuð og endur- bætt. Kostnaður alls um 18 þús. kr. Dalvík. Þar var byrjað á hafnargarði. Lokið var við 40 m garðsins í fullri hæð og steypt ofan á. Keypt var efni í 150 m langa flutningsbryggju og auk þess lögð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.