Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 39

Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 39
Æ G I R 33 ar hundraðstölur af öllum dragnótaafl- anum: Þorskur 18.28%, ýsa 13.24%, steinbítur 9.96% og langlúra 2.72%. Af öðrum fisktegundum en þeim, sem hér eru nefndar, veiddist svo lítið, að ekki er teljandi. Nýtt hraðfrvstihús var byggt í Ólafsvík og annað á Skagaströnd og fengu þau lán hjá Fiskimálanefnd. Alls tóku 22 hús á móti fiski til fryst- ingar og frystu alls af flatfiski 2 258 755 kg. Eftir tegundum og stærð skiptist þetta magn þannig: Skarkoli (500 gr og meira) 891 929 kg, (375—500 gr.) 448 575 kg og (225—375 gr) 294 995 kg. Þykkva lúra (500 gr og meira) 193 410 kg (375— 500 gr) 92 958 kg og (225—375 gr) 99 812 kg. Langlúra (500 gr. og meira) 30 714 kg, (375—500 gr) 11 563 kg og (225—375 gr) 1 630 kg. Lúða 12 461 kg (stærri en 10 kg) og minni 240 708 kg. Verð á flatfiski hækkaði nokkuð eins og sjá má á eftirfarandi töflu. 1938 1939 Skarkoli ......... I 0.55 pr. kg 0.72 pr. kg ...... II 0.30 ------ 0.35 ---- — III 0.20---------0.12 — — Þykkvalúra .... I 0.35 -— — 0.55 — — — .... II 0.25 ------ 0.35 ----- — .... III 0.20 — — 0.12-------- A árinu var alls fluttur úr freðfiskur fyrir 2 815 þús. kr„ eða fjnir 1190 þús. kr. meira en siðastl. ár. Meðalverð pr. kg af útfluttum freðfiski var nú kr. 1.09, en 98 aura árið áður. Vegna hinna breyttu aðstæðna, sem orðið hafa á erlendum markaði fvrir freðfisk, tóku liraðfrystiliúsin á móti miklu meiru af þorski og ýsu til fryst- ingar en nokkru sinni fyrr. Síðasta fjórðung ársins voru miklir örðugleikar á að koma freðfiskinum á erl. markað, vegna flutningsörðugleika. Fiskimálanefnd festi þvi á árinu kaup á skipi, með það fyrir augum að ráða ból á útflutningi freðfisks i framtíðinni. Getur skip þetta flutt 400 smál. af fryst- um flökum í einu. Hvalveiðar. Þrír I)átar stunduðu hvalveiðar frá hvalveiðastöðinni á Suðureyri í Tálkna- firði, og er það sama bátatala og árið áður. Veiðitíminn var nákvæmlega 3 mánuðir, og er það 1 mánuði skemur en síðastl. ár. FjTSti hvalurinn veiddist 11. júní, en sá síðasti 11. sept. Alls veiddust 130 hvalir, og er það 17 hvölum færra en næsta ár á undan. Veiðin í ár skiptist ])annig eftir tegundunum: 109 langreyð- ar, 13 stej'pireyðar, 4 búrhveli, 3 sand- reyðar og 1 hnúfubakur. Langreyðurinn gerir i ár 83.8 % af heildaraflanum, 72 % árið áður. Stevpireyðurinn gerir 10 % að þessu sinni, en 6 % síðastl. ár. Búrhvelið gerði 14 % af heildarveiðinni í fyrra og 26 % árið 1937, en nú aðeins 3.8 %. Af heildarveiðinni voru alls 56 kvendýr, eða 43 %, en reyndist 41 % ár- ið áður. Niu af kvendýrunum voru með kálfa og voru 7 af þeim steypireyðar. Stærsti kálfurinn var 10 fet á lengd og var hann i 67 feta langri langreyði. Lengsti hvalurinn, er veiddist um sum- arið, var 81 fet, og var það steypireyður. En þessi 1 hnúfubakur, er veiddist, var minnstur, eða aðeins 32 fet á lengd. Veiðin skiptist þannig eftir mánuðum: júní 31 Iivalur, júli 53, ágúst 32 og sept- ember 14. Fyrra ár veiddist mest í ágúst. og þá veiddust einnig 5 hvalir i maí, en nú enginn, vegna þess að veiðarnar byrj- uðu mánuði seinna að þessu sinni. Hvalkjötið var allt flutt til Þingeyrar og Bildudals og frvst þar. Var alls fryst um 450 smál. af hvalkjöti. Þar af var selt innanlands til refafóðurs um 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.