Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 36
30
Æ G I R
Átta héldu þó lítið eitt áfram fram i
júní og hætti sá seinasti um miðjan
mánuðinn; — Alls fóru togararnir 162
veiðiferðir, sem er samanlagt 2139 út-
haldsdagar, og er það 5 veiðiferðum og
104 úthaldsdögum fleira en fyrra ár.
Eftirfarandi tafla sýnir veiðiferðir
og útlialdsdaga togara á saltfiskveiðum
undanfarin 7 ár:
1939 ........ 162 2 139
1938 ........ 157 2 035
1937 ........ 128 1 653
1936 ........ 154 1 812
1935 ........ 309 3 085
1934 ........ 340 3 362
1933 ........ 361 3 421
Þorskveiðar voru lengst stundaðar
af togara á árinu í 133 daga og er það
11 dögum lengur en siðastl. ár. Meðal-
úthaldstími togara á saltfiskveiðum hefir
orðið sem næst 65 dagar að þessu sinni,
en veiðiferðir að meðaltali 5.
Lifrarfengur togaranna á saltfiskver-
tíðinni varð alls 13 393 föt, og er það
1943 fötum minna en fyrra ár. Mesta
lifrarmagn á livern úthaldsdag hefir að
þessu sinni orðið sem næst 6 % fat, en
siðastl. ár um 7 % fat. Meðalafli, miðað
við hvern úthaldsdag, var lítið eitt meiri
en tvö síðastliðin ár, eða
1939 ....... 4.3 smál.
1938 ....... 4.1 —
1937 ....... 4.2 —
1936 ....... 4.4 —
1935 ....... 5.8 —
1934 ....... 6.1 —
1933 ....... 6.6 —
Saltfiskveiðar stunduðu 32 togarar,
eða 1 færra en árið áður. Síldveiði
stunduðu 25 togarar, eða jafnmargir og
fyrra ár. Auk þess voru 2 togarar á
karfaveiðum allt sumarið og 1 nokkurn
tíma. Tveir togarar voru við ísfiskveiðar
um sumarið og 8 togarar voru við flutn-
ing á issíld nokkurn tíma framan af
sumri, eða alls 164 daga. Samanlagður
úthaldstími allra togaranna á árinu var
8 766 dagar, og er það 601 degi færra en
fyrra ár. Meðalúthaldstími hvers togara
á árinu er þvi 249 dagar, ef togarinn
„Hannes ráðherra“ er ekki talinn með,
sem vitanlega er ekki hægt, því að hann
strandaði 14. febr. Meðalúthaldstími
hvers togara er því 4 dögum skemur en
árið áður, ef sá timi er talinn með, sem
togararnir voru við íssildarflutningana,
en annars 8 dögum skemur.
r
Isfísksalan.
Togarar seldu isfisk á erl. markaði
alla mánuði ársins, nema september.
Eins og kunnugt er, hefir undanfarin ár
verið heimilt að selja til Bretlands 12 700
smál. af frystum og ísuðum fiski á ári.
Á þessu urðu þær breytingar á árinu,
að skömmu eftir að striðið hófst var
salan til Bretlands gefin frjáls, en inn-
flutningstollurinn, sem er 10 %, stendur
enn þá óbreyttur.
Samanburð á ísfisksölunni í ár og
1938 er mjög erfitt að gera, vegna þess
að þær sölur, sem gerðar voru 3 sein-
ustu mánuði ársins, fóru fram undir
gerbreyttum aðstæðum. — Fyrstu 8
mánuði ársins voru farnar 86 ferðir og
er það 21 ferð fleira en á sama tíma
síðastl. ár. Að þessu sinni voru farnar
2 ferðir í marz, en engin árið áður, en
i júní var aðeins farin 1 ferð nú og er
það 8 ferðum færra en fyrra ár. Meðal-
sala í ferð 8 fyrstu mánuðina hefir orðið
1193 £, en siðastl. ár var meðalsalan á
þessum tíma 1160 £.
Til Þýzkalands voru alls farnar 19
ferðir á árinu og er það 36 ferðum færra
en fyrra ár. í ágúst-mánuði voru farnar
13 ferðir og selt að meðaltali fyrir