Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 4

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 4
90 Æ G I R vert undanfarin ár. Allvíða í verstöðvum starfa lifrarsamlög, sem útvegsmenn standa eingöngu að. Má segja, að sam- vinna útvegsmanna hafi yfirleitt byrjað með þessum hætti og sé ekki almennari á öðru sviði. Enn skortir þó mikið á, að alls staðar sé samvinna um hag'nýtingu þessa hráefnis, og' víða þarf hún að koinast i traustara horf en nú er. Olíusamlög út- vegsmanna voru tvö (Vestmannaeyjum og Keflavík) áður en lög um oliugeyma o. fl. voru samþykkt 1944. Siðan hefur samlög- um af þessu tagi fjölgað nokkuð, en þær verstöðvar eru ]ió miklu fleiri, þar sem engin slík samlög eru. Þess eru dæmi, að útvegsmenn eigi hraðfrystihús, en öll eru þau rekin í formi hlutafélags eða sem einlcaeign, að tveimur undanskildum, sem eru samlagseign útvegsmanna einvörðungu. Fiskimjölsverksmiðjur eru allar eign ein- stakra manna eða hlutafélaga. Þess má þó geta, að „Fiskiðjan“ í Keflavilc er eign hraðfrystihúsanna þar, og er að ýmsu leyti lieppilegt form á rekstrargrundvelli þess fyrirtækis, þótt það sé ekki samlagseign allra útvegsmanna á staðnum. Niðursuðu- verksmiðjur allar eru í eign einstakra manna eða hlutafélaga, nema ef telja skal niðursuðuverksmiðju S. í. F., en að því fyrirtæki standa sem kunnugt er flestir saltfiskframleiðendur landsmanna. Fisk- þurrkunarhús eru öll í eigu S. í. F. eða einstakra manna og félaga nema eitt, sem útvegsmenn eiga eingöngu, en er þó rekið í hlutafélagsformi. Beiluöflun, heitukaup og beitugeymsla er ekki nema að nokkru leyti á vegum útvegsmanna sjálfra, heldur eru það einstaklingar og hraðfrystihúsin, sem hafa þar forsjá að mestu leyti. Öflun útgerðarvara annast útvegsmenn mikils til sjálfir og má segja, að þar poti hver sér og kaupi af smásölum eða heildsölum. Yeið- arfæraiðnaðurinn er allur í höndum ein- staklinga eða hlutafélaga nema ein netja- gerð, sem er nær eingöngu eign útgerðar- manna, en er þó rekin í hlutafélagsformi. Þess má geta, að Landsamband ísl. útvegs- manna hefur um skeið starfrækt innkaupa- deild fyrir útgerðarvörur, en til þessa hefur aðeins litið brot af smáútgerðarmönnuni keypt vörur sínar þar. Af þvi, sem nú hefur verið sagt, má sja, að samtök útvegsmanna eru nokkur, hafa aukizt að undanförnu og eru að færast 1 auka, en þrátt fyrir það skortir mjög mik- ið á, að þau séu komin í það horf, sem vera þyrfti. Það skal tekið fram, að hér hefur einkanlega verið rætt um samvinnu sma- útgerðarmanna, samtök stórútgerðar- manna eru traustari og þeim betur stjórnað. Ein er sú verstöð hér á landi, þar sem samvinna útvegsmanna er miklu meiri og traustari en nokkurs staðar annars staðar og' má fullyrða, að hag útvegsmanna væri yfirleitt betur komið en nú er, ef þeir kynnu að meta þroskaða félagshygð að sarna skapi og Vestmannaeyingar. Sanrtök útvegsmanna þar eru að ýmsu leyti orðin gróin, enn eru þau þó að leggja undir sig ný lönd, þeim er beitt markvist að þvi að skapa útgerðinni sem hagstæðasta afkoniu. Engum fær dulizt árangurinn af þessu samstarfi, er hirðir um að kynna sér hann, og á þó vafalaust enn eftir að koma ótvi- ræðara í Ijós, hversu mikilvægur hann reynist útvegsmönnum í Eyjum. Ýmsir lrafa orðið til þess að veita þessu samstarfi athygli og færa sér reynslu þess í nyt, en enn er því þó svo háttað um útvegsmenn i niörgum verstöðvum landsins, að þeir kom- ast ekki með tærnar, þar senr starfsbræður l>eirra í Eyjum hafa hælana að þessu leyti- Til þess að gefa útvegsmönnum víðs vegar um land nokkra hugmynd um það, hvernig útvegsmenn í Vestmannaeyjum haga sínu samstarfi, skal nú vikið að nokkrum þátturn þess i sérstökum grein- um. Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja var fyrsti broddurinn að samstarfi litvegs- manna þar, en það er elzt starfandi slíkra félaga hér á landi og þar er vátryggingar- málum vélbáta komið í bezt horf. Útvegs- hændafélagið var næsta skrefið, en þaU samtök hafa beint og óbeint hrint úr vör l.ifrarsamlagi Vestmannaeyja, Olíusan1-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.