Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 9
Æ G I R 95 tekin til starfa 3. nóv. 1936. Fékk félagið inni með vélar sínar og starfrækslu í svo- nefndri Austurbúð, en þar hafði Brydes- verzlun áður verið til húsa. Fyrstu árin voru eingöngu hnýtt þorska- nel og notuð í þau hampgarn frá Ítalíu. Var unnið i tveimur vöktum, nótt og dag, en þrátt fyrir það gat netjagerðin ekki fullnægt þörfum Eyjamanna með þeim vélakosti, sem hún réð yfir, en sá hins vegar um útvegun á því, sem vantaði á. I’að varð því að ráði árið 1938 að kaupa þriðju vélina, en hún var mun stærri en þær vé'.ar, sem keyptar voru frá Þvzka- landi. Þessi vél var heldur ekki ný, því að hún hafði verið notuð nokkur ár á Ála- fossi, og var Sigurjón Pétursson eigandi hennar. Með þessum vélakosti gat netja- gerðin séð útveg Eyjamanna fvrir nægum ])orskanetjum og mikið til þorskanetjaút- veginum annars staðar á landinu. Kom þetta sér vel á styrjaldarárunum, þegar allsendis reyndist ógjörningur að fá þorskanet erlendis frá. Á síðastl. ári réðist Netjagerðin í að kaupa nýja vél frá Bret- landi og er hún mun stærri en liinar, sem fyrir voru. Kostaði hún um 100 þús. krónur. Eftir að styrjöldin skall á og ekki reynd- ist unnt að fá hampgarn frá Ítalíu, en nota varð bómullargarn frá Bandarikjunum þess i stað, fór Netjagerðin að hnýta bálka í nætur. Var hægt að nota sömu vélarnar lil ]>ess og þorskanetjaframleiðslunnar, því að þær er hægt að stilla á margvíslegar möskvastærðir. í tveimur vélanna er hægt að hnýta 7 net í senn í hvorri, 9 net i þeirri þriðju og 11 net í þeirri fjórðu, og er þá miðað við 26 möskvanet. Nú er starfinu hagað þannig í Netja- gerðinni, að ein vakt vinnur allt árið um kring og eftirvinnu á veturna. í verksmiðj- unni vinna 16 stúlkur auk verkstjóra. Frá því Netjagerðin tók til starfa og fram til siðustu áramóta hafði hún framleitt 90 l'ús. þorskanet og bálka í nætur. Undanfarin ár hefur Netjagerðin starf- rækt öngultaumagerð, er hefur megnað að sjá útvegi Eyjamanna fyrir nægum Gísli Gislcison fijrsli framUvœmdarstjóri Neljagerð- arinnar og Sigurðnr Olason núverandi framkvœmdar- stjóri liennar. laumum. Hefur hún framleitt um 12 millj. öngultauma frá byrjun. Eftir að starfræksla Netjagerðarinnar jókst og vélum fjölgaði varð húsnæði það, sem hún fékk til umráða í upphafi of lítið, - og réðst liún þá i að láta reisa myndarlegt verksmiðjuhús við Heiðaveg. Hús þetta er 25 m á leng'd og' 15 m breitt, tvær hæðir og kjallari undir nokkrum hluta þess. Vinnusalur, hjartur og rúmgóður, og her- bergi fyrir kaffidrykkju og hreinlætistæki eru á neðri hæð, en á efri hæð skrif- stofur og geymslur. Svo mikið rými er í vinnusal, að hæta má þar við tveimur vél- um. í þetta nýja hús flutti Netjagerðin haustið 1947. Fyrstu stjórn Netjagerðar Vestmanna-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.