Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1949, Síða 13

Ægir - 01.06.1949, Síða 13
Æ G I R 99 Hús Vinnslustöðvarinnar i Veslmannaeijjum. Myndin var lchin síðasll. vetur. fyrir Vinnslustöðina um liver mánaðar- mót. Er talinn mikill sparnaður að þessu fyrirkomulagi. Yfir sumarmánuðina starfa því ekki á skrifstofu Vinnslustöðvarinnar nema ein stúlka auk framkvæmdarstjóra. Síðastliðinn vetur greiddi Vinnslustöðin 8—9 milljónir króna fyrir hráefni og má þvi fullvíst telja, að einungis Síldarverk- smiðjur ríkisins kaupi sjávarafurðir fyrir hærri upphæðir en Vinnslustöðin. Uj)])haflega var haldið eftir 6% af á- hyrgðarverði fisksins til þess að mæta skakkaföllum, ef einhver yrðu. En fram til þessa hefur þessi hundraðshluti verið greiddur útgerðinni í lok hvers reiknings- árs og hefur lnin því fengið fullt ábyrgðar- verð fyrir afla sinn. Síðastl. vertíð verk- aði Vinnslustöðin öll hrogn fyrir útgerðar- menn og hafa þeir vald á gjaldeyrinum, ef þeir óska. Meðan á styrjöldinni stóð var allur sá fiskur, er ekki var hraðfrystur, seldur ísvarinn úr landi. En þegar henni lauk, þurftu menn að fara að verka fisk í salt á nýjan leik, en þá stóð svo á fyrir inörg- um, að þá vantaði hús til aðgerðar og söltunar. Var þetta ein aðalástæðan til þess að ráðist var í stofnun Vinnslustöðv- arinnar. Hefur sú framkvæmd sparað út- vegsmönnum í Eyjum stórfé að því leyti. i L

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.