Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 27

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 27
Æ G I R 113 heita góð allt t'ram í aprílbyrjun. Mestur var aflinn á límabilinu frá 19. febrúar til 13. marz, en lakastur eftir 11. apríl. Mestan afla í róðri fékk v/b Mummi 28. febrúar, en í honum aflaði hann 2000 1 lifur og 27 smál iif fiski. Meðalafli Sandgerðisbáta í vetur var um 519 smál., en meðalafli í róðri var 7857 kg. Til samanburðar má geta þess, ;ið meðalafli aflahæsta bátsins í Sandgerði á vertíðinni 1948 var 7479 kg í róðri. V/b Mummi varð aflahæstur af Sandgerðisbát- um og jafnframt langaflaliæsti bátur á öllu landinu, en hann fékk 802 smál. og rösklega 58 þús. 1 af lifur í 79 róðrum, eða 10 152 kg af fiski í róðri til jafnaðar. V/b Mummi er um 50 rúml. að stærð og er eign Guðmundar Jónssonar á Rafnkelsstöðum í Garði. Skipstjóri á Muinma er Þorsteinn Þórðarson frá Keflavík. Er hann alkunnur aflamaður og oft áður verið aflakóngur í Sandgerði. Hásetahlutir á þessum bát munu verða um 22 500 krónur. Meðalhlutir á Sandgerðisbáta eru áætlaðir 13—14 þús. kr., en lægstu hlutir 6—7 þús. kr. A aðeins tveimur bátum urðu svo lágir hlutir, en annar þeirra varð fyrir miklum frátöfum vegna vélarbilunar. Heildarfiskaflinn í Sandgerði vað 6741 smál., og var hann allur frystur að 800 smál. undanskildum, er voru saltaðar. Hraðfrysthúsin á staðnum frystu mest allan fiskinn. Af einum bát var þó flutt inn í Garð og lítils háttar inn i Njarðvíkur. — Hraðfrystihúsin keyptu hrognin upp úr sjó, en verð fyrir þau hefur ekki enn verið ákveðið. Beita var næg alla vertíðina. Isl. síldin var seld á kr. 1.20 pr. kg, en sú norska á kr. 1.55 pr. kg. — Veiðarfæra- tap var allmikið sökum ágengni erlendra logara. Heilsufar var yfirleitt gott á vertíð- inni og frátafir vegna veikinda urðu því ckki, svo að orð sé á gerandi. Heimildarmaöur: Axel Jónsson, Sandgerði. Keflavík. Vertíðin höfst 26. janúar og stóð til 20. ínaí. Alls stunduðu 40 bátar veiðar yfir ver- tíðina, en af þeim hættu 4 bátar á vertíð- inni vegna bilana eða sjótjóns. Af þeim bát- um, sem veiðar stunduðu úr Keflavík, voru 9 leigðir, en 7 aðkomubátar höfðu þar við- legu. Bátarnir, sem reru úr Keflavík á þess- ari vertíð, urðu því 14 fleiri en á vertíðinni 1948. Eftir veiðiaðferðum skiptust bát- arnir þannig: 23 öfluðu með línu, 10 með netjum, 5 með botnvörpu og 2 með hand- færi. Tiðarfar var mjög slæmt í janúar og febrúar og yfirleitt var erfið veðrátta tit sjósóknar alla vertíðina. Mest voru farnir 89 róðrar (73), og skiptast þeir þannig eftir mánuðum: Janúar 7 (12), febrúar 19 (16), marz 26 (9), apríl 21 (21) og 16 í mai (15). Það skal tekið fram, að sá bát- ur, sem oftast reri, fór 16 róðrum fleiri, en sá, sem næstur honum varð með róðra- fjölda. Afli var mjög misjafn og yfirleitt minni en verið hefur undanfarin ár. V/b Kefl- víkingur varð aflahæstur, en hann fékk 768 smál. af fiski og 49 101 I. af lifur í 89 róðrum. Meðalafli hans í róðri varð því 8629 kg. Hrognafengur þessa báts varð 268 uppsaltaðar tunnur. Hásetahlutir eru áætlaðir 20 500 krónur. Keflvíkingur er 70 rúml. að stærð og er eign Björns Péturs- sonar, en skipstjóri á honum var Guðleifur ísleifsson úr Hafnarfirði. Hefur hann ver- ið formaður i 12 ár. Frystihúsin hagnýttu mest af aflanum. Afli netjabátanna var saltaður og nokkuð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.