Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 35

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 35
Æ G I R 121 Sigurjón Halldórsson, Grundarfirdi. tiskinn. Verð á beitu var kr. 1.65 pr. kg. — Veiðarfæratap varð nokkuð, sérstaklega á einum bátnum, sem missti sem næst 150 lóðir. Um aflahluti er ekki vitað til fullnustu, þá þetta er ritað, en það mun nær sanni, að tveir bátar hafi aflað fyrir tryggingu, sem er finnntán hundruð krónur á mán- uði, einn mun aðeins sleppa og sá afla- liæsti liðlega það. Undanfarnar fimm vertiðir hefur báta- fjöldi, heildarafli fisks og lifrar og meðal- afli á bát verið sem hér segir: Ár Báta- Heildarafli Heildarafli Meðalafli á bát fjöldi fiskur Ug tifur 1 smál. 1945 5 1 567 000 63 405 313 1946 4 1 121 230 46 741 280 1947 5 1 769 997 78 585 354 1948 4 1 022 642 44 059 255 1949 4 945 679 37 655 244 Heiniildarmaður: Elimar Tómasson, skólastjóri, Grafarncsi. Stykkishólmur. Þaðan reru 6 þiljaðir bátar, og er það sami þiljubátafjöldi og árið áður, en þá voru sumir þeirra skemmri tíma við veið- arnar en nú, sökum þess að þeir voru framan af vertíð við síldveiði i Hvalfirði. Allt voru þetta heimabátar að einum und- anskildum, sem var frá Flatey á Breiða- firði. Bátarnir öfluðu allir með línu. Vertíð hófst ekki fyrr en í febrúar og olli ])vi beituskortur. Veður var yfirleitt mjög stirl til sjósóknar, einkum þó í febrúar- mánuði. Mest voru farnir 64 róðrar yfir vertíðina, en 57 árið áður. Róðratala þess báts, sem flesta fór róðrana, skiptist þann- ig eftir mánuðum: Febrúar 10 (12), marz 25 (7), apríl 21 (20) og 8 í maí (9). Afli á Stykkishólmsbáta mátti heita góður og reyndist langbeztur í verstöðvun- um á Snæfellsnesi. Telja sjómann það því að þakka, að í marzmánuði gekk fiskur langt inn í fjörð með loðnu og hélt sig þar um nokkurn tíma. Meðalafli í róðri á Stykkishólmsbáta varð 5619 kg. Alls bár- ust þar á land yfir vertíðina 1916 smál. af fiski og 65 880 1 af lifur. Aflahæsti bát- urinn á vertiðinni var Sigurfari frá Flatey, er aflaði um 389 smál. af fiski og varð því meðalafli hans í róðri 5619 kg. Sigurfari er 51 rúmlest að stærð og er eign samnefnds hlutafélags í Flatey. Skipstjóri á Sigurfara er Ágúst Pétursson i Flatey, en hann var einnig aflakóngur á vertíðinni 1947. Fiskurinn var allur frystur, en tvö hrað- frystihús eru starfandi á staðnum. Ný beinamjölsverksmiðja, sem er eign Sigurð- ar Ágústssonar, tók til starfa á vertíðinni, og vann hún mjöl úr öllum beinunum. Verð á lifur er enn óákveðið, en árið 1948 var greitt 70 aurar fyrir lifrarlítrann. Heimildannaður: Oddur Valcntinusson o. fl. Agúst Pétursson, Siijkkishólmi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.