Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 33
Æ G I R
119
Hjallasandur.
Þaðan reru 8 bátar mestan hluta ver-
tíðarinnar, og er það sania bátatala og árið
áður. Bátar þessir eru allir litlir og eru að-
eins þrír þeirra þiljaðir. Sá stœrsti þeirra
er 16 rúml. og er 9 rúml. stærri en hinir
þiljubátarnir. Hafnarskilyrði valda því, að
bátar eru svo litlir í þessari verstöð, en ef
aflamagn stærsta bátsins er borið saman
við afla hinna, sést glögglega, hversu nýta
mætti fiskimiðin á þessum slóðum, ef hafn-
arskilyrði væru fyrir stærri báta.
Fjórir bátar byrjuðu róðra síðla í janúar,
en vertíð lauk almennt um 20. maí.
Veðrátta var yfirleitt erfið til sjósóknar,
en þó langverst í aprílmánuði. Að þessu
sinni voru mest farnir 7 róðrar í þeim mán-
uði, en 14 í fyrra. Mest voru farnir 52 róðr-
ar yfir vertíðina og er það 4 róðrum fleira
en á vertíðinni 1948.
Afli var óvenju tregur, og kom aldrei
neitt fiskhlaup siðari hluta marzmánaðar,
eins og jafnan hefur átt sér stað undan-
farnar vertiðir. Þrátt fyrir það fékkst þó
mest.ur afli í þeim mánuði, enda voru þá
beztar gæftir. Mestan afla í róðri fékk v/b
Baldur i marz, um 6 smál. Sá bátur var
einnig aflahæstur yfir vertíðina, fékk 244
smál. af fiski og 10 þús. I af lifur í 52
róðrum, eða um 4700 kg að meðaltali í
fjöldi, heildarafli fisks og lifrar og meðal-
afli á bát verið sem hér segir: Meðalafli
Ar Báta- Heildarafli Heildarafli á bát
fjöldi fiskur kg lifur I smál.
1945 24 10 467 789 658 236 436
1946 21 10 190 508 619 909 485
1947 22 11 262 432 718 625 551
1948 19 5 662 785 375 152 2961)
1949 18 6 680 670 452 610 371
Heimildarmaöur: Sigurður Björnsson, fiskimats-
maður á Akranesi.
I'essi vertið er ekki sambærileg við liinar, sök-
um ])ess að helftin af hátunum byrjaði ckki porsk-
veiðar fyrr cn um og eftir miðja vertið.
róðri. Árið áður fékk aflahæsti báturinn
101 smál. Skýrslan um aflafenginn og
róðrafjöldann á Sandi sýnir, að Baldur
hefur fullkomlega aflað á við alla trillu-
bátana fimm að tölu. V/b Baldur er eign
Friðþjófs Guðmundssonar í Rifi og er hann
formaður á honum. Hefur Friðþjófur
stjórnað báti úr þessari veiðistöð í mörg
ár og þótt lánsamur og aflasæll formaður.
Hásetahlutir á aflahæstu bátum urðu um
5 þús. kr„ en á hinum eitt til tvö þús. kr.
Heildaraaflinn í verstöðinni var 615
smál., og er það 184 smál. meira en á ver-
líðinni 1948. Aflinn var allur l'rystur nema
sá, er fiskaðist í jantiar. Frystihúsið keypti
gotuna og greiddi kr. 0.40 pr. kg Úr lifr-
arfengnum í vetur fengust 38 tn. af meðala-
lýsi og 12 tn. af sótalýsi. Árið 1948 voru
greiddir 82 aurar fyrir lifrarlitrann. —
Beita (norsk síld) var næg alla vertíðina og
var hún seld á tvær krónur kílóið. Veiðar-
færatap var í meira lagi, enda urðu bát-
arnir oft að hverfa í land frá línunni sök-
um veðurs.
Heimildarmaður: Lúðvik Aibcrtsson, Hjalla-
sandi.
Ólafsvík.
Fimm bátar stunduðu veiðar á vertíð-
inni og voru þeir 22—29 rúinl. að stærð.
Var það tveimur bátum fleira en á vertið-
inni 1947. Bátarnir stunduðu allir veiðar
með línu. Vertíðin hófst 28. janúar, en lauk
19. maí. Beituleysi olli því, að vertíð byrj-
aði nú þremur vikum síðar en jafnan áður.
Tíðarfar var mjög erfitt til sjósóknar
l'ram í miðjan marzmánuð, en sæmilegt úr
því. Mest voru farnir 59 róðrar yfir ver-
tíðina, og er það 18 róðrum færra en á ver-
tiðinni 1948. Eftir mánuðum skiptist róðr-
fjöldinn þannig: Janúar 1 (16), febrúar
15 (20), marz 22 (11), apríl 10 (19) og 11
í maí (11).
Afli var mjög rýr. Beztur reyndist liann
i marz, en var mjög lélegur í apríl og maí.
Mestan afla í róðri fékk v/b Björn Jör-
undsson 29. marz, 13300 kg, og beitti þá